Gaflari - 13.11.2014, Side 2

Gaflari - 13.11.2014, Side 2
2 - gafl ari.is Enn barist í skotgröfum í bæjarpólitík- inni? FRÉTTIR Í aðdraganda bæjar- stjórnarkosninganna var mikið rætt um samvinnupólitík, að flokkar ættu að vinna meira saman en tíðkaðist og var Björt framtíð þar fremst í flokki. Forsenda fyrir samvinnu hlýt- ur að vera sú að allir séu með í öllu ef svo má að orði komast. Í nefndum og ráðum bæjarins sitja þrír fulltrúar sem bæjar- stjórn kýs. Á síðasta kjörtímabili voru þrír flokkar í bæjarstjórn- inni en eru nú fjórir og þar með er einn flokkur útilokaður frá borðinu. VG óskaði því eftir að fá áheyrnafulltrúa m.a. í menn- ingar- og ferðamálanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd. Þessari beiðni hafnaði meirihlut- inn á fundi forsetanefndar. Guð- rún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður VG í Hafnarfirði segir eðlilegt að allir flokkar eigi full- trúa í nefndum og ráðum bæj- arins. „Þannig er öllum tryggður aðgangur að ákvarðanaferli mála sem tekin eru til umfjöllun- ar í viðkomandi nefndum.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, odd- viti Bjartrar framtíðar, bendir á að tveir flokkar séu í meirihluta bæjarstjórnar og Björt framtíð eðli máls samkvæmt ekki ein- ráð. „Fyrir forsetanefnd lágu alls þrjár beiðnir um áheyrnarfull- trúa og um tvær þeirra náðist samstaða en því miður ekki þá þriðju.“ Guðlaug segir að Björt framtíð beiti sér fyrir víðtæku samstarfi og málefnalegu samtali innan bæjarstjórnar. „Það er trú okkar að betra sé að ræða saman en togast á. Samvinnupólitík verður ekki unnin nema allir taki þátt, svo mikið er víst. Enginn einn get- ur haldið henni gangandi, en það þarf bara einn til að hindra að hún takist. Okkur er vel ljóst að innan hafnfirskrar pólitíkur er víða að finna skotgrafir en við forðumst þær af fremsta megni héðan eft- ir sem hingað til. Það dugar ekki annað en vera bjartsýnn.“ Sjá nánari umfjöllun á gaflari.is Sá ekki fyrir að kostnaður yrði 116 milljónir Frambjóðandi Bjartrar fram- tíðar ráðinn verkefnastjóri FRÉTTIR Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, segir að ástandið í umræðunni um fjármál Hafnarfjarðar hafi verið með þeim hætti á sínum tíma að ekki hafi verið hægt að vinna að endurfjármögnun lána bæjarins fyrir opnum tjöldum. 116 millj- óna króna reikningur frá HF verðbréfum sem vann að endurfjármögnuninni með bæjarstjóra og fjármálastjóra bæjarins kom Rósu Guðbjartsdóttur, núverandi formanni bæjarráðs, mjög á óvart. Hún segir að samningurinn hafi ekki verið lagður fyrir fyrrverandi bæjarstjórn og hyggst láta kanna lögmæti hans. Guðrún Ágústa segir hins vegar að fyr- irspurn oddvita Sjálfstæðisflokksins hafi verið svarað í pontu í bæjarstjórn við umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2014. Þegar Guðrún Ágústa er spurð hvort 116 milljónir geti talist eðlileg upphæð fyrir þetta verkefni segir hún að HF Verð- bréf hafi verið þeirra helstu ráðgjafar. Fyrirtækið hafi áður unnið að sam- skornar verkefni fyrir Kópavogsbæ og Orkuveitu Reykjavíkur og vel hafi verið látið af störfum þeirra. Samningurinn við HF Verðbréf hafi verið sambæri- legur samningum sem gerðir voru við þessa aðila. Annars vegar hafi verið um að ræða ráðgjafarvinnu og hins vegar samning um þóknun sem tengist end- anlegri útkomu vinnunnar þ.e. endurfjár- mögnuninni sjálfri . Rósa Guðbjartsdóttir, ásamt Haraldi L. Haraldssyni, bæjarstjóra og Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar, sendu frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að öll upphæðin sé greidd af fjárlið sem kallast rekstrar- og ráðgjaf- arþjónusta, hvergi komi fram að um tvíþættan samning hafi verið að ræða. Heimilt hafi verið samkvæmt fjárhags- áætlun að greiða 7 milljónir í ráðgjafa- þjónustu árið 2014 og kostnaður því farið umfram heimild um tæpar 107 milljónir vegna þessa máls. Guðrún Ágústa segir að erfitt hafi verið að sjá fyrir kostnaðinn. „Við vinnu fjár- hagsáætlunar hvers árs er gert ráð fyrir svigrúmi til að fá aðstoð vegna þessara samskipta og vinnu þ.e. þann tíma sem tilheyrir ráðgjafarvinnunni sjálfri. Þóknunina vegna þess að samningar náðust um fyrirkomulag endurfjár- mögnunarinnar var erfitt að áætla fyrir því að þar er um að ræða uppgjör á láni sem fylgdi mikil gjaldeyrisáhætta.“ Guðrún Ágústa segist ekki hafa áhyggj- ur af því að oddviti Sjálfstæðisflokksins ætli að láta kanna lögmæti samningsins við HF Verðbréf. „Ég velti því hins vegar fyrir mér hvað vakir fyrir núverandi meirihluta og bæjastjóra í þessu máli? Ætla þau sér líka að efast um lögmæti endurfjármögnunarinnar sjálfrar? Hver hagnast af því sem nú er í gangi? Ekki bæjarbúar, starfsfólk eða fyrirtæki í Hafnarfirði.“ H Rósa Guðbjartsdóttir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Skipulags- og byggingaráð Hafnar- fjarðarbæjar samþykkti í síðustu viku að hefja ætti vinnu við að þróa svæðið frá Suðurbakka Hafnarfjarðarhafnar að sjóvarnargarði norðan Slippsins, í daglegu tali kallað Flensborgarhöfn. Búið var að leggja fram lýsingu á verk- inu en á fundi ráðsins nú í vikunni var einnig gengið frá ráðningu verkefn- isstjóra. Svo virðist sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi ekki leitað langt yfir skammt því verkefnastjórinn, Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt, kemur úr röðum Bjartrar framtíðar. Magnea skipaði 6. sæti lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík í síðastliðnum sveitarstjórn- arkosningum og situr nú fyrir hönd Bjartrar í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Magnea situr einnig í Innkauparáði Reykjavíkur- borgar og í stjórn Bjartrar Framtíðar. Það verður að teljast nokkuð sér- kennilegt að ráðinn sé verkefnastjóri í Hafnarfjörð sem með svo afgerandi hætti starfar fyrir Reykjavíkurborg á sama sviði. Því verður vart hjá því kom- ist að spyrja hvort ráðningin sé pólitísk þar sem staðan eða verkið var hvorki auglýst né leitað tilboða annarstaðar frá. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn segir að við ráðningu á verkefnastjóra vegna þróunarverkefnis á svæðinu hafi verið horft til reynslu og hæfi viðkom- andi en ekki hvaða pólitísku skoðanir viðkomandi hefur. Ólafur bendir á að samstaða hafi verið í skipulags- og byggingarráði um ráðninguna eins og kemur fram í bókun ráðsins þann 14.10. sl. sem segir m.a. „Skipulags- og byggingaráð samþykkir framlagða verkefnalýsingu og að ráðinn verði ver- kefnastjóri á forsendum hennar.“ Í verk- efnalýsingu er lagt til að Magnea Guð- mundsdóttir verði ráðin í verkefnið. „Í fjölmörg verkefni á vegum skipulags- og byggingarráðs á liðnum árum að svipaðri stærðargráðu og þetta hafa verið ráðnir sérfræðingar án auglýs- ingar. Horft hefur verið til sérsviðs hvers og eins hverju sinni. Benda má á að Magnea Guðmundsdóttir var ráðin í vinnu án umræðu eða samþykkis frá- farandi skipulags- og byggingarráðs við gerð nýsamþykkts aðalskipulags.“ Áætlaður kostnaður við verkið skv. heimildum Gaflara er um fjórar milljónir króna og í samningi sem gerður var op- inber á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að þar utan fellur kostnað- ur við vinnslu og kynningargögn. Pólitísk ráðning?

x

Gaflari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.