Gaflari - 13.11.2014, Side 6

Gaflari - 13.11.2014, Side 6
6 - gafl ari.is Yngstur til að frumsýna mynd í fullri lengd Anton Sigurðsson er ungur og upprennandi leikstjóri sem á dögunum frumsýndi sína fyrstu mynd í fullri lengd, hrollvekjuna Grafir og bein. Anton er fæddur í Keflavík en flutti ungur til Hafnarfjarðar og ólst upp í Setbergshverfinu. Helga Kristín Gilsdóttir skellti sér í bíó og hitti svo leikstjórann og handritshöfundinn unga og fór yfir málin með honum. Meðan ég bíð eftir að Anton klári símtal úti í bíl hitti ég fyrrverandi bæjarstjóra okkar Hafnfirðinga og fyrrum kennara Antons. Sá fyrrver- andi hefur brennandi áhuga á öllu sem gerist í hafnfirsku bæjarlífi og spyr mig frétta, ég segi honum að ég sé að fara að taka viðtal við Anton Sigurðsson, leikstjóra og hann spyr um hæl, „Anton okkar?“. Já svara ég og skýri út hvers vegna, „já ég vissi alltaf að það yrði eitthvað úr honum.“ Og svo kemur Anton og þeir heilsast eins og gamlir vinir gera og sá fyrrver- andi finnur út að hann þurfi að skella sér í bíó hið fyrsta og sjá hrollvekjuna Grafir & bein, sem fyrrum nemandi hans leikstýrir. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem maður fer í bíó, fær sér popp og kók og þekkir þann sem skrifaði handritið og leikstýrði myndinni, hvað þá að lesa allan kreditlistann í lok myndarinnar og þekkja meirahluta þess fólks sem á honum er. Þrátt fyrir að Grafir & bein hafi verið frumsýnd fyrir tveimur vikum er langur tími liðinn síðan gerð henn- ar lauk eða tvö ár og segir Anton að ef hann ætti að gera myndina í dag myndi hann gera hana allt öðruvísi enda er hann stöðugt að læra. „Upp- haflega átti Grafir & bein ekkert endilega að vera sú hrollvekja sem hún er en málin þróuðust svona og miðað við kostnað við gerð myndar- innar er ég ánægður með hana. Að búa til bíómynd kostar um 200 millj- ónir en ég gerði Grafir & bein fyrir 19 milljónir. Ég lít fyrst og fremst á Grafir & bein sem miða fyrir mig inn í heim íslenskrar kvikmyndagerðar og ég held að myndin sé góð sem slík. Myndin hefur fengið misjafna gagnrýni í fjölmiðlum en þegar upp er staðið þá held ég að það séu ekki margir sem hefðu getað gert þessa mynd fyrir þennan pening.“ Gerði samning um að þegja í viku Anton segir að hann hafi snemma verið farinn að segja sögur og á heim- ili hans var mikið lesið og móðir hans hefur alltaf hvatt hann til lestrar. „Ég sá t.d. um að segja draugasögur í skíðaferðum og á fótboltamótum og ég man að á tímabili gerði kennarinn minn í Setbergsskóla, Hrönn Berg- þórsdóttir, samning við mig að ef ég myndi þegja í viku mætti ég fá einn dag til að segja bekknum sögur. Og svona gekk þetta ég reyndi að tala sem allra minnst fram á föstudag og fékk svo minn dag.“ Og eitthvað hafa þeir sem starfa við gerð íslenskrar kvikmyndagerð- ar séð við handritið því Anton fékk til liðs við sig nokkra af frambæri- legstu leikurum landsins sem fara með aðalhlutverkin í myndinni ,m.a. þau Nínu Dögg Filippusdóttir og Björn Hlyn Haraldsson sem leika hjón sem hafa þurft að þola tímana tvenna. Það sama má segja um Anton sjálfan sem sannarlega hefur mátt reyna ýmislegt í lífinu. „Eflaust eru einhverjir sem kannast við senurnar í Grafir & bein enda óhjákvæmilegt annað en að sækja sögur úr sínum eigin reynsluheimi og því má segja að myndin sé nokkurs konar uppgjör við ákveðið tímabil í lífi mínu“ segir Anton. Þarf þorp til að ala upp barn Þegar Anton var að nálgast unglings- aldur ákváðu foreldrar hans að skilja eftir að móðir hans hafði greinst með illviðráðanlegan sjúkdóm. Í framhaldi skilnaðarins rataði faðir hans í óreglu sem leiddi síðar til handöku hans og fangelsisvistar. „Mamma og pabbi skildu og pabbi flutti út af heimilinu, hann fór en var samt ekki farinn. Hann fylgdist náttúrulega vel með okkur systkinunum og var að mörgu leyti góður pabbi. En vandræði hans vofðu yfir okkur og á tímabili var mikil fjöl- miðlaumfjöllun um hans misferli og það var erfitt.“ Á þessum tíma kom í ljós hversu mikilvægt það er að eiga góða vini og að vinirnir áttu foreldra sem reyndust Antoni svo sannar- lega betri en enginn. „Við erum stór og þéttur vinahópur sem kynntist í Setbergsskóla og í fótboltanum og höfum í dag samband nánast dag- lega. Ég var svo heppinn að tveir af þessum vinum mínum eiga foreldra sem hreinlega tóku mig upp á sína arma og enn í dag get ég leitað til þeirra eftir ráðum og dáðum.“ Og þar með sannast að það þurfi þorp til að ala upp barn. „Já þorpið ól mig upp, en ég á samt mömmu sem stóð sig vel en það hefur eflaust ekki verið auðvelt að vera einstæð móðir og glíma við erfið veikindi.“ Vona að íþróttafélögin passi enn upp á svona krakka eins og mig Og Anton reynir ekkert að fela það að hann var erfiður sem barn og ungling- ur. „Ég var tossi, með athyglisbrest og lesblindur og gerði allt sem ég gat í skóla til að breiða yfir það með hegðun minni. Svo enginn tæki eftir því sem raunverulega var að mér. En ég var vinamargur og vinsæll og var snemma búinn að marka mér sess í skólanum. En ég var örugglega alveg óþolandi nemandi sem fór aldrei eftir fyrirmælum. Ég hef samt alltaf verið fróðleiksfús og las Morgunblaðið og Fréttablaðið af mikilli áfergju og fylgdist vel með fréttum. Ég gat t.d. rætt bandarísku forsetakosingarnar við hvern sem vildi og margt fleira sem unglingar eru kannski ekki endilega að spá í.“ Og Anton var líka ágætis íþróttamaður og hélt sér á grænni grein með fótboltanum. „ Í FH eignaðist ég aðra fjölskyldu og for- eldrar liðsfélaga minna og þjálfarar pössuðu vel upp á mig. Ég held t.d. að mamma hafi aldrei verið rukkuð fyr- ir æfingagjöldin mín og ég var alltaf jafningi hinna strákanna. Ég veit ekki hvernig þetta er í dag en ég ætla að vona að það sé ennþá passað jafn vel upp á svona krakka innan íþróttafé- laganna eins og gert var við mig.“ Ekki mín sterka hlið að fara eftir settum reglum Þegar Anton var kominn á mennta- skólaaldur byrjaði hann í Flensborg en það kom fljótt í ljós að þar átti hann ekki heima enda hefði hann þurft að mæta í skólann og fara eft- ir settum reglum sem var ekki hans sterka hlið á þessum árum. „Þessi ár liðu í einhverskonar móðu, ég var í og úr vinnu, oftast hjá pabba vinar míns. Vinur minn og hans fjölskylda hafa verið ótrúlega þolinmóð við mig. Ég átti það til að sofa yfir mig en þá var ég sóttur og þannig gekk þetta þar til ég byrjaði í Kvikmyndaskólanum.“ Það var einmitt einn vinurinn úr þessum þétta vinahópi sem sendi umsókn í Kvikmyndaskóla Íslands í nafni Antons. Anton fór í viðtal og komst inn. „Fólk hafði nú ekki mikla trú á að ég myndi klára skólann og ég skil það vel. En að heyra það fyllti mig miklum eldmóði og ég var staðráðinn í að klára skólann, sem ég gerði. Ég hafði alltaf ætlað að verða leikari þar til ég fattaði að það var einhver annar sem stjórnaði öllu á bak við mynda- vélina þá langaði mig til að verða sá gaur.“ Yngstur til að frumsýna mynd í fullri lengd Og eldmóðurinn sem Anton fylltist hefur gert það að verkum að hann er yngsti leikstjóri á Íslandi sem frum- sýnir mynd í fullri lengd. „Ég er e.t.v. ágætis dæmi um krakka sem litaði alltaf út fyrir í skóla en varð samt að manni sem afrekar eitthvað þrátt fyr- PI PA R \T BW A SÍ A

x

Gaflari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.