Gaflari - 13.11.2014, Blaðsíða 12

Gaflari - 13.11.2014, Blaðsíða 12
12 - gafl ari.is Gísli Sveinbergsson kylfi ngur úr Keili er einn efnilegasti kylfi ngur landsins. Hann er í 105. sæti á heimslista áhugamanna í golfi og hef- ur enginn Íslendingur komist svo hátt á þeim lista. Á einu ári hefur Gísli hækk- að um 2500 sæti á listanum. Nú í haust sigraði hann á Duke of York meistara- mótinu og varð í sumar Íslandsmeist- ari í höggleik í fl okki 17-18 ára. Gísli er frábær strákur, skemmtilegur og mikill húmoristi. Við pabbi hans og systir erum mjög stolt af honum. Hann veit hvað hann ætlar að vinna við í framtíðinni og hefur metnaðinn og þrjóskuna til að halda því til streitu. Hann er jákvæður, metnaðarfullur og hefur mikla ástríðu fyrir golfi sem sést á árangrinum. Gísli er mikið matargat, elskar indverskan- og ítalskan mat og fi nnst gaman að stússa í eldhúsinu. Þar sem hann er góður kokkur þá fær hann oft að sjá um matseldina á heimlinu og slær þá alltaf í gegn. Guðríður Indriðadótt ir, mamma Gísla. Gísli er mikill keppnis- maður og hefur maður oft ar en ekki endað með væg meiðsli þegar vinirnir fara saman i körfubolta eða fótbolta. Hann er mjög metnað- arfullur og á sumrin þegar hann er sem mest i golfi er varla hægt að ná í hann því hann er alltaf uppá golfvelli. Ég er handviss um að Gísli nái þeim markmiðum sem hann setur sér. Gísli er afar ófeiminn og stundum í hóp af ókunnugu fólki fi nnst mer hann tala vandræðilega hátt og mikið. Gísli er mjög jákvæður og er góður vinur sem er alltaf til i að gera manni greiða. Þórarinn Leví Traustason, vinur Gísla. STENDUR UPP ÚR Gísli Arnarson, graf- ískur hönnuður hjá Brandenburg: Helgin byrjar snemma þar sem verður farið í „föstudagsflipp- er“ með vinnufélögunum á Brand- enburg auglýsingastofu. Stuttu eftir hádegi eða uppúr 3 verður svo lagt af stað í bústað upp í Húsafell með Úlfagenginu. Þar verð ég frá föstudegi til sunnudags að marinera lifrina og hita meltingarkerfið upp fyrir átökin í desember. Á sunnudeg- inum ætla ég eyða tíma með fjöld- skyldunni og svo verður litið við um kvöldið á Strandgötunni í Hafnarf- irði hjá Heiðdísi í Stúdíó Snilld sem er snilld. Þar ræðum við saman um rosalegt verkefni sem við erum að gera saman. Svo ætlar Bella systir mín að verpa litla frænda mínum viku fyrir tímann. Guðbjörg Pálsdóttir, kennari í Hraun- vallaskóla: Helgin fer væntanlega rólega af stað hjá mér því föstudagskvöldið verður kósýkvöld með pizzubakstri og sjónvarpsglápi með börnunum mínum. Laugardagurinn er frá- tekinn fyrir kórinn minn, Hinsegin kórinn. Þá verður aukaæfing frá klukkan 10-16 fyrir jólatónleikana okkar 13. desember næstkomandi í Iðnó og svo árshátíð kórsins um kvöldið. Þar ætla kórmeðlimir og makar þeirra að borða góðan mat, troða upp með skemmtiatriði, sem verða fjölmörg ef ég þekki okkur rétt og svo verður alveg örugglega dansað fram á nótt. Sunnudagurinn verður með rólegra móti en mjög líklega verður skroppið í sund og jafnvel kíkt í bíó. HELGIN MÍN Dalshrauni 11 Ásvöllum 2 220 Hafnarfirði hress@hress.is www.hress.is Skráning og nánari upplýsingar í síma 565 2212 og 565 2712 mottaka@hress.is • www.hress.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 4 40 76 Hress býður upp á fjögurra vikna námskeið fyrir þá sem vilja koma sér í gott form fyrir jólin. Námskeiðin hefjast 17. nóvember. Þrír árangursríkir og fjölbreyttir tímar á viku. Vigtun og um- málsmælingar. Fylgst með mataræði, vikulegur fræðandi netpóstur. Frjáls mæting í alla opna tíma, tækjasali Hress og Ásvallalaug. Verð aðeins: 15.990 kr. Verð fyrir korthafa: 7.990 kr. ÁTAK – KONUR MÁN. / MIÐ. / FÖS. kl. 6.05 MÁN. / MIÐ. / FÖS. kl. 9.15 MÁN. / MIÐ. / FIM. kl. 17.15 (DALSHRAUNI) ÁTAK – KARLAR MÁN. / MIÐ. / FIM. kl. 18.30 (ÁSVÖLLUM) 4 17. NÓV. ÁTAK KONUR • ÁTAK KARLAR NÁMSKEIÐ: SUND • VATNSGUFA • SAUNA • NUDD • TÆKJASALIR • EINKAÞJÁLFUN • HÓPÞJÁLFUN HÓPTÍMAR • AÐGANGUR AÐ BJARGI AKUREYRI • AÐGANGUR AÐ HRESSÓ VESTMANNAEYJUM ÞJÓNUSTA: STUTT OG STRANGT Í FJÓRAR VIKUR!

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.