Vísbending


Vísbending - 12.05.2011, Síða 2

Vísbending - 12.05.2011, Síða 2
2 V í s b e n d i n g • 1 8 . t b l . 2 0 1 1 framhald á bls. 4 Sagt er að glöggt sé gests augað og því vekur það vissa eftirvæntingu að tveir útlendir hagfræðingar skrifa bók um hrunið á Íslandi. Philipp Bagus og David Howden eru frjálshyggjumenn og ætla sér að sanna að frelsið hafi ekki orðið Íslandi til tjóns. Eins og fleiri ákveða þeir að leika orðaleik vegna nafns Íslands og kalla bók sína Deep freeze. Bókin er gefin út af Ludwig von Mises stofnuninni í Alabama. Á heimasíðu stofnunarinnar er tilvitnun í von Mises: „Allir bera hluta af samfélaginu á herðum sínum og eng- inn getur losnað undan ábyrgð. Og eng- inn getur fundið örugga braut fyrir sjálf- an sig ef þjóðfélagið er á leið til glötunar. Þess vegna verður hver og einn í eigin- hagshagmunaskyni að taka þátt í hug- myndafræðilegu baráttunni.“ Stofnunin ver markaðhagkerfið, einkaeign, trausta peninga stefnu og friðsamlega samvinnu ríkja, en er á móti íhlutun ríkisins sem eyðileggur hagkerfið og þjóðfélagið. Þegar maður veit af göfugum mark- miðum stofnunarinnar er það vissulega fróðlegt að skoða hrunið útfrá þessum sjónarhóli fræðilegra frjálshyggjumanna. Því miður veldur bókin vonbrigðum. Höfundar telja sig vita niðurstöðuna fyrir- fram og því kemur fáum á óvart í bók- arlok að bölvaldurinn í bankahruninu var enginn annar en ríkið. Nokkrar fullyrðingar Í fyrst kafla bókarinnar tala höfundar um það hve mikla áhættu bankarnir tóku þegar þeir fjármögnuðu sig með skamm- tímalánum á sama tíma og þeir lánuðu til langs tíma. Þetta sé að vísu vel þekkt að- ferð í bankaheiminum, en íslenskir bank- ar hafi gengið lengra en erlendir kollegar þeirra. Þeir hafi sífellt þurft að fá ný lán til þess að greiða þau gömlu og þegar það gekk ekki var voðinn vís. Þessi greining er eflaust rétt. Jafnframt er sagt frá því ójafnvægi sem varð milli innlendrar áhættu og erlendra lána. Aftur er það rétt, en í sjálfu sér ekk- ert nýtt. Á bls. 20 tala höfundar um að raunvextir á Íslandi hafi lækkað þegar verðbólgan óx. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því hve útbreidd verðtrygging er á Íslandi. Vextir á flestum íslenskum lánum hækkuðu í takt við verðbólguna. Næst draga höfundar hins vegar fram höfuðóvin sinn, Alþjóða gjaldeyrissjóð- inn. Íslendingum hafi verið ljóst að ef í óefni stefndi gætu þeir alltaf leitað þang- að. Þessi fullyrðing bendir ekki til þess að Gestur eineygi höfundar hafi fylgst vel með umræðum á Íslandi mánuðina fyrir hrun. Forsætis- ráðherrann leitaði allra leiða til þess að fá lán annarra fremur en að tala við AGS. Formaður bankastjórnar Seðlabankans taldi það af og frá í frægu viðtali, að Ís- lendingar myndu leita til sjóðsins sem þá tæki hér öll völd. Fátt var fjarstæðukennd- ara í hugum þeirra ráðamanna sem mestu fengu um ráðið en aðstoð AGS. Þess vegna er það fráleitt að íslensk stjórnvöld hafi hegðað sér gáleysis lega vegna þess að þau hugsuðu sér að láta gjaldeyrissjóðinn borga brúsann. Sekt ríkisins Næst fjalla höfundar um það hve hættu- legt það hafi verið hagkerfinu að byggja Kárahnjúkavirkjun á sama tíma og virkj- anir voru stækkaðar á suðvestur-hluta landsins. Á þetta bentu margir á sínum tíma við litlar undirtektir ráðamanna. Reyndar urðu þenslu- og ruðningsáhrif Kárahnjúka minni en margur ætlaði fyr- irfram vegna þess hve margir útlendingar komu hingað til lands til vinnu. Annar skaðvaldur var hins vegar beint á ábyrgð stjórnvalda, Íbúðalánasjóður. Sjóðurinn lánaði eins og kunnugt er beint til lánastofnana þegar hann varð und- ir í íbúðalánasamkeppninni miklu eftir 2004. Mikið lánaframboð leiddi til hækk- unar á húsnæðisverði og offjárfestingar í nýbyggingum. Það er rétt, að ríkið hefði bæði getað haldið aftur af Íbúðalánasjóði og farið hægar í sakirnar í uppbyggingu orku- og álvera. Hvorugt virðist þó eitt og sér skýra hvers vegna alþjóðakreppan varð hrun á Íslandi. Sekt banka og fjárfesta Bókin er um það bil hálfnuð þegar höf- undar fjalla fyrst um umsvif banka og stórfyrirtækja. Þeir benda á að bank- arnir hafi sogað til sín sífellt stærri hluta vinnuafls, einkum þess sem hefði nýst vel í framleiðslu- og þjónustugreinum. Á árunum fyrir hrun ýttu bankarnir kaup- gjaldi langt upp fyrir allt sem áður hafði þekkst á Íslandi. Önnur fyrirtæki sem ekki gátu beitt sömu bókhaldsbrellum til þess að búa til hagnað urðu að hækka laun sinna starfsmanna til þess að halda í þá. Arðsemi af venjulegum rekstri („sem bjó til raunveruleg verðmæti“ bls. 65) minnk- aði því. Um það er auðvitað ekki fjallað í bókinni, en margt bendir til þess að svipað launaskrið sé nú í gangi innan bankanna, hækkanir sem byggja á því að innheimtur reynast betri á lánum en áætlað var í upp- hafi. Að sama skapi er staða fyrirtækjanna nú verri en ætlað var, því að þau sitja uppi með meiri skuldir en búist var við.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.