Vísbending


Vísbending - 27.08.2012, Blaðsíða 3

Vísbending - 27.08.2012, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G • 3 4 T B L 2 0 1 2 3 Mynd 2: Staða lífeyrissjóðanna í árslok 2011 réttinda. Myndin sýnir að staðan er svipuð á árinu 2011 og árið á undan. Ávöxtun fjármuna var óviðunandi og því vantar talsvert á að allir sjóðirnir hafi náð jafnvægi. Þegar sjóðir bíða með skerðingar verður misvægi milli kynslóða. Þeir sem eru komnir á lífeyri fá meira greitt en þeir ættu að fá miðað við stöðuna. Eftir á að hyggja sést að eðlilegt hefði verið að taka vísitöluna úr sambandi þegar neyðarlögin voru sett árið 2008. Almennt er Vísbending ekki fylgjandi því að krukkað sé í vísitölur, en efnahagshrun er ekki daglegur viðburður. Eðlilegt hefði verið að hætta vísitölubótum á greiddan lífeyri strax í október 2008. Þessi frysting hefði getað staðið í tólf til átján mánuði eða þangað til laun á almennum vinnumarkaði fóru að hreyfast upp á við á ný. Þetta hefði orðið til þess að líklega væri nú ekki hægt að tala um vanda lántaka vegna kreppunnar (þó að auðvitað séu margir í vanda vegna mikillar skuldsetningar almennt). Gengur á séreigna­ sparnað? Strax árið 2009 var ákveðið að leyfa fólki að taka út séreignasparnað sinn eftir ákveðnum reglum. Í því fólst viss sanngirni, því að margir höfðu orðið fyrir áföllum, hækkuðum lánum og lægri launum. Illgjarnir menn gætu haldið því fram að fyrir fjármálaráðherra hafi kannski fyrst og fremst hugsað um skatttekjur ríkissjóðs af úttektinni, en væntanlega hefur stærstur hluti sparnaðarins lent í hæsta skattflokki. Árið 2009 voru um 22 milljarðar teknir út í séreignasparnaði, árið 2010 var úttektin 14,7 milljarðar króna, en árið 2011 hækkaði hún á ný og var um 21 milljarður króna. Ætla má að tekjur ríkissjóðs af úttekt sérseignasparnaðar hafi á þremur árum verið um 25 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa úttekt hefur séreigna sparnaðurinn aukist úr 256 milljörðum króna í árslok 2008 í 341 milljarð króna í lok ársins 2011. Hvað gerist á næstunni? Nýlega kom fram skýrsla starfshóps sem starfað hefur að einföldun almannatryggingakerfisins. Síðar verður fjallað ítarlegar um þessa skýrslu í Vísbendingu, en meginniðurstaða nefndarinnar er að einfalda skuli kerfið, sameina bótaflokka og draga úr skerðingum. Þetta er jákvætt, en hafa ber í huga að þegar almenna lífeyrissjóðakerfinu var komið á var hugmyndin sú að lífeyrissjóðirnir myndu smám saman taka við stórum hluta af ellilífeyrisgreiðslum. Reynslan sýnir að það hefur gengið eftir, þ.e. réttindi til lífeyris úr sjóðum aukast með hverjum árgangi. Það mun halda áfram og þannig minnkar álagið á Tryggingastofnun. Líklega verða réttindin ekki komin í jafnvægi fyrr en eftir tuttugu ár eða svo. Það var ekki fyrr en um 1990 að flestir lífeyrissjóðir leyfðu að greidd væru iðgjöld af öllum launum en ekki bara af dagvinnu. Á móti aukningu réttinda kemur að nú eru fjölmennir eftirstríðsárgangar að komast á lífeyrisaldur. Fólk sem fætt er árið 1945 kemst á lífeyri frá TR í ár. Í þeim árgangi eru 2.500 manns. Sextugir eru hins vegar 3.400 eða 36% fleiri. Fjölmennustu fæðingarárgangar þjóðarinnar fæddust þó á árunum 1959-60, en þá fæddust tæplega 5.000 börn. Það met var ekki slegið fyrr en árið 2009, en á því kreppuári fæddust alls 5.026 börn. Á næstu 15 árum mun því álagið á almannatryggingakerfið aukast ár frá ári. Eðlilegt væri að mæta því með því að hækka ellilífeyrisaldur, t.d. með því að seinka töku lífeyris um einn eða tvo mánuði á hverju ári næstu árin. Heilsa fólks er betri en áður var og þjóðfélagið verður ríkara af því að nýta hæfileika og þekkingu manna sem lengst. Heimild: Fjármálaeftirlitið. Rauðir sjóðir eru í eigu opinberra aðila.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.