Vísbending


Vísbending - 20.05.2013, Page 4

Vísbending - 20.05.2013, Page 4
4 V Í S B E N D I N G • 2 0 T B L 2 0 1 3 eiga að byrja erindi sitt. Tölvan virkar ekki, glærurnar finnast ekki eða þeir vita ekki hvernig fjarstýringin virkar. Hjá öllu þessu má komast með því að koma fimmtán mínútum áður en fundurinn byrjar og ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Fyrirlesturinn á að halda hátt og skýrt. Þeir sem ekki liggur hátt rómur þurfa að tala í hljóðnema. Mikilvægt er að horfa yfir salinn en ekki niður í ræðupúltið eða eingöngu á sýningartjaldið. Mörgum hættir til að festast í ákveðnum frösum. Dæmi: „Að mínu mati …“ „Ég myndi segja …“ „Klárlega …“ „Í raun og veru …“ Besta leiðin til þess að losna við slíkt er að biðja einhvern glöggan íslenskumann að hlusta á æfingafyrirlestur og benda á ambögur. Oft getur líka verið gagnlegt að taka sjálfan sig upp á myndband og horfa á fyrirlesturinn. Þá koma í ljós kækir eða ósiðir sem ekki eru til prýði. Hitler æfði sig fyrir framan ljósmyndara til þess að ná réttu svipbrigðunum. Það er gott að hugsa það fyrirfram hvaða spurningar gætu vaknað hjá áheyrendum. Sagt er að Churchill hafi eytt stórum hluta æfi sinnar í að hugsa upp snjöll svör við óundirbúnum fyrir­ spurnum. Gunnar Thoroddsen ráðlagði mönnum að skrifa niður snjöll svör sem þeim dyttu í hug daginn eftir að þeir voru spurðir. Þau gætu komið sér vel síðar. Orðheppni er ekki tilviljun. Aðalatriðin eru tvö: Mættu vel undirbúinn og vertu eðlilegur. Sá sem er með látalæti virkar eins og hrokafullur uppskafningur. Fáir vilja skilja þá mynd eftir hjá þeim sem hlýddu. Aðrir sálmar Endurvinnslan Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Meginmarkmið ríkisstjórnar Sjálf­stæðis flokks og Framsóknar flokks eru þessi: Að viðhalda stöðugleika í efnahags­ málum og skapa skilyrði fyrir hagvöxt. Hag stætt raungengi og sambærilegir vextir og í helstu samkeppnislöndum eru undir staða öflugs atvinnulífs og forsenda þess að störfum fjölgi. Með auknum fjárfestingum og nýsköpun í atvinnulífi verður unnið gegn atvinnuleysi. Að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á kjör­ tímabilinu. Áhersla verður lögð á ráðdeild og að treysta stoðir velferðarinnar. Í þeim tilgangi er brýnt að stöðva sjálfvirkni í út­ gjöld um ríkissjóðs. Að tryggja stöðug og góð rekstrar­ skilyrði útflutnings greina. Skapað verður svig rúm til aukinnar hag ræðingar í land búnaði og úrvinnslu greinum hans og gripið til þeirra hliðar aðgerða sem óhjákvæmi legar eru. Í því sam bandi er mikil vægt að taka tillit til hugsmuna [svo!] neytenda. Treysta verður tekju­ grundvöll bænda. Í því felst m.a. að losa um framleiðsluhömlur og auka sveigjan leika í framleiðslu stjórn, stuðla að nýsköpun og fjöl breyttari atvinnu til sveita og auðvelda bændum breytingar á búháttum eða búskapar lok. Átak í útflutningi landbúnaðar afurða verður stutt, sérstaklega á grundvelli nýrra laga um vöruþróun og markaðs sókn sem byggist á hreinleika og hollustu afurðanna. Að efla byggð í landinu með traustum og góðum samgöngum þannig að gæði landsins og aðrar auðlindir til lands og sjávar nýtist með hag kvæmum hætti. Unnið verður að lækkun húshitunar­ kostnaðar. Að standa vörð um íslenska tungu og þjóð menningu og stuðla eins og kostur er að öflugu lista­ og menningarlífi sem aðgengil egt sé öllum landsmönnum. Stuðlað verður að því að einstaklingar sem eiga í alvarlegum greiðsluerfiðleikum hafi möguleika á því að ná tökum á fjár­ málum sínum. Kannaðar verða hugmyndir, sem fram hafa komið, um fríverslunarsamstarf Bandaríkjanna og annarra Atlantshafsríkja og hvort í þeim felist sóknarfæri fyrir íslensk fyrirtæki. Áhersla verður lögð á markaðssókn um allan heim. Þetta er úr sáttmálanum árið 1995. bj framhald af bls. 3 framhald af bls. 2 Kurteisi og virðing fyrir hópnum verður aldrei ofmetin. Enginn vill láta gera lítið úr sér. Það er ákaflega þreytandi þegar fyrirlesarar tönnlast á því að ekki þurfi að segja eitthvað í þessum hópi. Þeir tilheyrendur sem ekki vita um hvað er talað skynja að þeir séu annars flokks kjánar. Spurningum á öllum að svara með hógværð og af yfirvegun, jafnvel þó að þær fjalli einmitt um það sem ræðumaður hefur nýlokið við að segja. Hann hefur greinilega ekki talað nægilega skýrt og á þess vegna að svara yfirvegað, eins og þetta sé einmitt hin rökrétta spurning, en með öðrum orðum en áður. Aldrei má brosa að spurningu vegna þess að hún sé of einföld eða kjánaleg. Æfingin skapar meistarann Ekkert er að því að fara með fyrirlesturinn heima áður en hann er fluttur opinberlega. Satt að segja er það æskilegt að þeir sem eru óvanir ræðumenn hafi þennan hátt á. Sagt er að Churchill hafi lagt mikla áherslu á að kunna ræður sínar utanbókar. Jafnvel ræðusnillingur eins og hann geta þó lent í vandræðum. Hann hætti einu sinni ræðu í þinginu í miðri setningu og gat engan veginn munað hvernig hann ætlaði að halda áfram. Ræðan endaði þarna, en hann hafði hvorki haft vit á því að vera með skrifuðu ræðuna með sér eða punkta úr henni. Ekki er þar með sagt að það sé til fyrirmyndar að læra erindið frá orði til orðs. Miklu betra er að þekkja efnið vel og tala eðlilega. Þetta leiðir hugann að því hve oft ræðumenn lenda í vandræðum þegar þeir Alþingis. Enginn hefur gert það fram að þessu. Jón Steinar rekur dæmi um störf nefndarinnar sem samkvæmt lýsingum hans hefur ekki alltaf verið sjálfri sér samkvæm. Tillaga hans að nýskipan er að dómarar séu valdir með svipuðum hætti og í Bandaríkjunum, það er þingið verði að samþykkja dómarana eftir að hafa yfirheyrt þá um skoðanir þeirra og lögfræðileg viðhorf. Þetta getur eflaust haft bæði kosti og galla. Dómarar yrðu þekktari og áhugi almennings á undirliggjandi straumum í lögfræði gæti aukist. Dómharka almennings í garð dómara ykist eflaust einnig. Ekkert svar Kosturinn við þessa litlu bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar er að hún veitir innsýn í vinnubrögð réttarins sem hafa fram til þessa verið flestum hulin. Gallinn er auðvitað sá að þeir sem hann gagnrýnir svo harkalega eru ekki til svara. Bæði telja þeir það eflaust óviðeigandi að standa í ritdeilum og því má ekki gleyma að hér er við ramman reip að draga, því að vandfundinn mun sá núlifandi Íslendingur sem hefur kraft og úthald Jóns Steinars í slíkum rimmum. Ritgerðin er stutt, skipulega skrifuð og með dæmum málstað höfundar til stuðn ings. Því er óhætt að mæla með henni. Flestir Íslendingar vita sáralítið um innviði dómskerfisins og hvort sem skoð­ anir Jóns og niðurstöður eru réttar eða ekki er óhætt að fullyrða að hann vekur lesendur til umhugsunar sem hlýtur að vera markmiðið.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.