Vísbending


Vísbending - 29.07.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 29.07.2013, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 3 0 t b l 2 0 1 3 Aðrir sálmar Vandinn kemur að utan Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór Ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Dómaraskandall! Það er útbreidd skoðun um þessar mund ir, að hafi einhver einhvern tíma haft rangt fyrir sér, sé útilokað að hann hafi nokkru sinni rétt fyrir sér. Sumir sneru þessu reyndar við fyrir kosningar og sögðu að þeir hefðu einu sinni haft á réttu að standa og því hlytu þeir alltaf að vita hvað væri rétt. Í þættinum Í vikulokin 27.7. síðastliðinn sagði Styrmir Gunnarsson um erlenda sérfræðinga: „Fyrir nokkrum árum voru ákveðnar ríkjandi skoðanir … og það sem lánhæfismatsfyrirtækin sögðu var lög. Það var engin ástæða til að gagn- rýna það. Nú horfa menn á þetta með allt öðrum hætti.“ Í framhaldinu kom fram að fyrirtækin væru mjög ofmetin og því bæri mönnum að vera tortryggnir í garð þeirra. „Af hverju hefur þú trú á sérfræðingum?“ spurði ritstjórinn fyrrverandi og hafði litla trú á erlendri sérfræðiaðstoð. Í forustugrein Morgunblaðsins 15. ágúst 2007 sagði m.a.: „Sú mikla eftirspurn eftir vinnuafli, sem er á Íslandi … sýnir hve mikill kraftur er í efnahags- og atvinnulífi okkar. … Með öðrum orðum er ljóst að efnahagsstaða okkar er svo traust, að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því, þótt atvinnulífið verði ekki á jafn fljúgandi ferð á næstu misserum og það hefur verið undanfarin ár. Hins vegar getur verið meiri ástæða til að hafa áhyggjur af því hvaða áhrif óróinn á alþjóðlegum fjármálamörkuðum getur haft á stöðu okkar. … Hættan fyrir okkur getur verið sú, að lánsfjárskortur hamli starfsemi íslenzkra fyrirtækja á alþjóðavettvangi eða valdi þeim vandamálum af einhverju tagi. Það hefur áður gerzt að samdráttur í efnahagsmálum helztu viðskiptalanda okkar hafi haft veruleg áhrif hér. … Það verður verkefni þeirra, sem stjórna efnahagsmálum okkar, ríkisstjórnar og Seðlabanka, að ýta undir hinar jákvæðu hliðar efnahagslífsins en verja okkur fyrir hugsanlegum neikvæðum áhrifum frá öðrum löndum. Nú kunna menn betur til verka en áður við efnahagsstjórn. Á því hefur orðið gjörbreyting á nokkrum áratugum, sem vonandi fleytir okkur fram hjá hættulegustu skerjunum.“ Hver ætli hafi verið ritstjóri þá? bj Standard & Poors gaf út nýja skýrslu um efnahagsmál íslenska ríkisins ný-lega og lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar horfur (sjá töflu). Talsmenn nýrrar ríkisstjórnar voru ekki par ánægðir með niðurstöðuna og þó að andsvör þeirra hafi verið brota- kennd og misvísandi fólu þau í sér að: a) það væri ekki hægt að treysta eða trúa lánshæfisstofnunum, b) þetta væri ekki vel unnin rannsókn, c) niðurstaðan er ekki í samræmi við rannsóknina og d) matið væri inngrip í innanríkismál. Þetta er hvorki í fyrsta né síðasta skiptið sem Íslendingar verða ósáttir við dómarann. Vald og trúverðugleiki Lánshæfismat á sér langa sögu. Moody‘s var sett á laggirnar 1909 og 1924 var bæði búið að stofna Fitch og S&P eða fyrir níutíu árum síðan. Mikilvægi þeirra og hlut- verk hefur hins vegar vaxið mikið á síðustu tveimur áratugum. Thomas L. Friedman sagði í viðtali árið 1996 að það væru til tvö heimsveldi, annars vegar Bandaríkin og hins vegar Moody‘s. „Bandaríkin geta eyðilagt þig með því að varpa sprengjum og Moody‘s getur eyðilagt þig með því færa niður lánshæfismat skuldabréfa. Og trúðu mér, það er ekki alltaf augljóst hvor er valdameiri.“ Hugmyndin á bak við lánshæfisstofnanir er þríþætt: a) að meta og mæla kreditáættu, b) að gera samanburð mögulegan og c) að vera sameiginlegur staðall (sjá töflu). Að miklu leyti snýst hugmyndin um að draga úr ósamhverfum upplýsingum þann ig að allir sitji við sama borð. Trúin á láns hæfis- matið og notkun þess felur í sér verulega hag ræðingu fyrir fjármálamarkaðinn en kostn aðurinn er gríðarlegur þegar matið er rangt. Lánshæfisstofnanir hafa aldrei verið gagnrýndar eins mikið og í kjölfar fjármálakrísunnar 2008 en æðimörg skulda- bréf sem fengu hæstu einkunn reyndust innistæðulaus og miklu áhættumeiri en lánshæfið gaf til kynna. Jafn vel fyrrverandi framkvæmdastjóri Moody‘s viðurkenndi í yfirheyrslu fyrir banda ríska þinginu að ástæðan hefði að miklu leyti verið af því að stofnanirnar tóku þátt í leiknum með bönkunum frekar en að vera óháðir aðilar. Til þess að endurheimta trú verðugleika er ljóst að breyta verður stjórn arháttarskipulagi þessara stofnana. Deilur við dómarann Í viðtali við Vísbendingu árið 2000 sagði Davíð Oddsson, þáverandi forsætis ráð- herra, að Íslendingar högnuðust á góðu lánshæfismati vegna þess að lánshæfis stofn- anir virtust ekki gera sér grein fyrir smæð landsins. Núverandi forsætisráðherra er hins veg ar á þeirri skoðun að mat stofnananna sé rangt og skemmi fyrir Íslendingum. Eins og alltaf eru menn ánægðir með dómara sem dæmir „réttilega“ með liðinu en óánægðir með dómara sem dæmir gegn því og spjald - ar. Stundum hjálpar að kvarta til þess að fá dómarann til þess að skoða hlutina í öðru ljósi en áður, stundum hjálpar það ekki og menn líta út eins og kjánar þegar þeir eiga spjaldið augljóslega skilið.   Lönd Mat S&P Mat Moody‘s Mat Fitch Mat TE AUSTURRÍKI AA+ NEGATIVE Aaa NEGATIVE AAA STABLE 96.89 NEGATIVE BELGÍA AA NEGATIVE Aa3 NEGATIVE AA STABLE 86.55 NEGATIVE BULGARIA BBB STABLE Baa2 STABLE BBB- STABLE 54.24 STABLE KÍNA AA- STABLE Aa3 POSITIVE A+ STABLE 78.82 STABLE DANMÖRK AAA STABLE Aaa STABLE AAA STABLE 98.38 STABLE EISTLAND AA- STABLE A1 STABLE A+ STABLE 81.25 STABLE FINNLAND AAA NEGATIVE Aaa STABLE AAA STABLE 98.25 NEGATIVE FRAKKLAND AA+ NEGATIVE Aa1 NEGATIVE AA+ STABLE 95.36 NEGATIVE ÞÝSKALAND AAA STABLE Aaa NEGATIVE AAA STABLE 98.47 STABLE GRIKKLAND B- STABLE C - CCC 5.75 STABLE ÍSLAND BBB- NEGATIVE Baa3 NEGATIVE BBB- STABLE 48.48 STABLE INDLAND BBB- NEGATIVE Baa3 STABLE BBB- STABLE 47.12 NEGATIVE ÍRLAND BBB+ Stable Ba1 NEGATIVE BBB+ STABLE 56.86 NEGATIVE ÍTALÍA BB Negative Baa2 NEGATIVE BBB+ Negative 62.09 NEGATIVE LETTLAND BBB POSITIVE Baa2 Positive BBB POSITIVE 55.41 POSITIVE HOLLAND AAA NEGATIVE Aaa NEGATIVE AAA STABLE 98.27 NEGATIVE NOREGUR AAA STABLE Aaa STABLE AAA STABLE 97.77 STABLE RÚSSLAND BBB STABLE Baa1 STABLE BBB STABLE 54.81 STABLE SPÁNN BBB- NEGATIVE Baa3 NEGATIVE BBB NEGATIVE 52.55 NEGATIVE SVÍÞJÓÐ AAA STABLE Aaa STABLE AAA STABLE 98.21 STABLE SVISS AAA STABLE Aaa STABLE AAA STABLE 99.46 STABLE BRETLAND AAA NEGATIVE AA1 STABLE AA+ STABLE 97.96 NEGATIVE BANDARÍKIN AA+ STABLE Aaa NEGATIVE AAA NEGATIVE 96.89 NEGATIVE Mat helstu lánshæfisstofnana á lánshæfi nokkurra landa

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.