Vísbending


Vísbending - 07.10.2013, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.10.2013, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G 3 8 T B L 2 0 1 3 3 aftur yfirþyrmandi. Verst er ástandið frá október 2008 til október 2009. Núna er þessi vísitala hins vegar komin í þrjá og er svipuð og árin 2006-7. Meðal neikvæðustu þáttanna eru lágt raungengi, lágt álverð og svartsýni almennings. Verðbólgan hefur hækkað m.v. 12 mánaða tímabil og er nú rúmlega 4%. Framundan eru kjarasamningar þar sem aðilar vinnumarkaðarins virðast vilja stefna að þjóðarsátt en áhuginn virðist minni í stjórnarráðinu. Óttinn við veikt bankakerfi og óstöðugt stjórnarfar gerir það að verkum að Ísland er ekki sá vettvangur tækifæra fyrir erlenda fjárfesta sem það ætti að vera við þessar aðstæður. Forsætisráðherra hefur lýst vanþóknun á erlendum fjárfestingum og telur að íslenskir peningar séu betri en útlendir. Í skýrslu Seðlabankans um fjármála- stöðug leika segir: „Staða heimila heldur áfram að batna. Lækkun á raungildi heildar skulda, sem m.a. kemur fram í sterkari eiginfjárstöðu og lægri greiðslu- byrði, er sterk vísbending um að árangur hafi náðst í fjárhagslegri endur- skipulagningu heimila. Með áfram- haldandi hækkun fasteignaverðs og frekari endurskipulagningu skulda má gera ráð fyrir að staða heimila haldi áfram að batna hvað þessa þætti varðar. Þessu til viðbótar hefur vinnumarkaðurinn sýnt kröftugan bata á árinu 2013 sem er jákvætt fyrir heimilin, en starfandi fólki hefur fjölgað um 3.000 einstaklinga síðustu 12 mánuði, vinnutími lengst og atvinnuleysi minnkað.“ Bankinn er ekki jafn bjartsýnn þegar litið er á fyrirtækin: „Starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur lítið batnað á undanförnu ári. Enn ríkir töluvert mikil óvissa á helstu útflutningsmörkuðum Íslendinga, en efnahagsbati helstu viðskiptalanda Íslands hefur verið hægur. Meðalverð útflutningsafurða í erlendum gjaldmiðlum hefur farið lækkandi síðan í október 2012 eftir nánast samfellda hækkun síðan snemma árs 2010. Síðastliðna 12 mánuði hefur útflutningsverð sjávarafurða lækkað um 6% auk þess sem heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að lækka. Búist er við því að verð sjávarafurða haldi áfram að lækka á næstu árum en að viðsnúningur verði í þróun álverðs.“ Á gulu Á mynd 3 er sett fram greining á fjórum mikilvægum þáttum í efnahagslífinu. Rautt ljós merkir að brýnna aðgerða sé þörf, gult ljós að ástandið sé óviðunandi en grænt ljós sýnir að ástandið virðist jákvætt. Þar sést að verðbólga er yfir markmiðum en þó er hún ekki komin úr böndum. Atvinnuástand er skárra en verið hefur. Það er svipað og í mörgum nágrannalöndum. Hvort tveggja er sett á gult ljós. Hagvöxtur virðist nánast hafa stöðvast og er mun hægari en í ýmsum öðrum löndum sem fóru illa út úr hruninu. Hagvöxtur var í síðasta mati á grænu ljósi en hefur nú færst á gult. Ríkisfjármálin eru enn mjög erfið. Enn er halli á ríkisreikningi árið 2013. Jafnframt er fyrirsjáanlegt að ríkið muni þurfa að bæta miklu við eiginfé Íbúðalánasjóðs. Jákvæðu fréttirnar eru þær að lagt er upp með hallalaus fjárlög og alger nauðsyn að ekki verði hvikað frá því markmiði. Ríkisfjármálin hafa því færst yfir á gult ljós af rauðu. Væntingavísitalan hefur verið tiltölu- lega lág undanfarna mánuði eftir „væntingaskot“ fyrstu mánuðina eftir að stjórnin tók við, en þá fór hún i 100. Hagvísarnir sem hér eru skoðaðir benda til þess að efnahagsaðstæður hér á landi hafi Mynd 2: Hagvísar sem lýsa hættuástandi 2002-13 Skalinn fer frá 0 í +19. Heimild: Seðlabanki Íslands, útreikningar Vísbendingar Mynd 4: Skuldatryggingaálag ríkissjóðs 2008-2013 Heimild: Keldan.is Mynd 3: Staða á lykilþáttum framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.