Vísbending


Vísbending - 18.11.2013, Side 2

Vísbending - 18.11.2013, Side 2
2 V Í S B E N D I N G • 4 4 . T B L . 2 0 1 3 sem tekur af honum fjárveitingar í tölvupósti en þorir ekki að tala við hann augliti til auglitis. „Í fjórum ríkisstjórnum hef ég aldrei verið beittur svona tökum“, segir hann. Það er merkilegt að heyra hvernig vissa Össurar um að Jóhanna myndi þrauka til enda kjörtímabilsins verður honum að vopni. Stjórnin var orðin minnihlutastjórn og nánast hver einasti maður hafði örlög hennar í hendi sér. Össur, Ögmundur og kannski fleiri nota sér það til þess að leika fýlustjórnmál og hóta stjórnarslitum nema þeir fái sitt fram. Össur er stoltur af því að vera málsvari síns málaflokks, en telur aðra eiga bera ábyrgð á því að jafnvægi náist í ríkisfjármálunum. Svona pólitík hefur líkast til tíðkast lengst af hér á landi með alkunnum afleiðingum, sérstaklega þegar forsætis­ eða fjármálaráðherrar eru veikir fyrir. Landsdómur Össur var einn þeirra sem taldi að ekki ætti að draga menn fyrir landsdóm. Hann rekur það skilmerkilega hvernig flokks­ systkin hans voru hrædd til þess að láta af stuðningi við Geir H. Haarde milli atkvæða greiðslna. Hann minnir líka á það að stór hluti framsóknarmanna var gegn Geir fram á síðasta dag. „Öllum er ljóst að undirskriftasöfnunin er einungis til að pressa á okkur – og af margra hendi hótun um makleg málagjöld.“ Á endanum eru aðeins tveir sam­ fylkingar menn sem styðja Geir, Ásta Ragnheiður þingforseti og Össur. „Afgangur inn er ýmist fjarri, sumir telja til­ löguna íhlutun í dómsmál, aðra er búið að skelfa til hlýðni. Barsmíðarnar í flokknum hafa skilað drjúgum árangri.“ Hafi einhver efast um það áður að lands dómsmálið sé af pólitískum toga tekur bókin öll tvímæli af um það. Í bókinni rifjar Össur líka upp þátt Styrmis Gunnarssonar sem var eindreginn tals maður þess að ráðherrar yrðu dregnir fyrir landsdóm. „Um leið og bókin [Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson] kom út tók ritstjóri Morgunblaðsins þá sprengju og varpaði út í samfélagið með því að birta áberandi frétt um hugmynd Styrmis um landsdóm á forsíðu Moggans. Þannig komst hugmyndin á hreyfingu. Það voru hinir innmúruðu og innvígðu sem fleygðu henni út til þjóðarinnar.“ Önnur mál Miklu fleira kemur fram á þeim 384 blað­ síðum sem dagbækurnar spanna. Innan­ flokksátök, formannskjör og prófkjör í Samfylkingunni skipa stóran sess. Félagar Össurar hafa að hans sögn rangt við í prófkjörinu sem hann vinnur samt. Hann styður engan í formannskjöri, en talar vel um Árna Pál og lítið um Guðbjart. Össur á sér nokkra góða stuðningsmenn og símavini aðra en Ögmund og Ólaf Ragnar og þeir ráða honum heilt í ólgusjó stjórnmálanna. Fróðlegt er að lesa hvernig utanríkis­ ráðherra berst í Evrópu­ og makríl málum. Ýmsir leikrænir tilburðir eru notaðir og stundum heilu einþáttungarnir, kippt í spotta og sjarminn settur á fullt. Ekki er laust við að lesandi velti því fyrir sér hvort skagfirska efnahagssvæðið sé góð uppeldis­ grund fyrir þennan málaflokk. Kaflinn um það, þegar Ólafur Ragnar lýsir því yfir á ríkisráðsfundi að hann telji að hann eigi að leika miklu stærra hlutverk í stjórnskipuninni eftir landsdóm er merkilegur, en fæstir viðstaddra átta sig á mikilvægi yfir lýsingarinnar nema Össur og Steingrímur J., sem skyndilega er nefndur til sögunnar. Ólafur hefur náð áfanga með því að hafa sinn mann inni í stjórninni en hann hugsar greinilega á frekari land­ vinninga. Kannski er Össur þarna enn í hlut verki Nostradamusar. Sum málin sem sagt er frá eru tæknileg og lesandi áttar sig lítið á því um hvað IPA­styrkir eða Stóri fiskur standa fyrir. Enda fjallar bókin um baráttuna um málin fremur en málin sjálf. Machiavelli bak við tjöldin Í heild er bók Össurar geysilega skemmti­ leg lesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á pólitík. Hún er auðvitað enginn þver­ skurður af stjórnmálunum. Í bókinni talar enginn aukvisi heldur einn af þungavigtar­ mönnum í stjórnmálunum. Ég efast um að nokkru sinni fyrr hafi átökum innan flokks og milli flokka verið lýst svo greinilega og fyrst og fremst líflega á prenti áður á Íslandi. Össur telur tilganginn helga meðalið. Hann dregur enga dul á það að hann vildi fara í stjórn með Framsóknarflokknum fremur en sjálfstæðis mönnum. Sig­ mundur gæti verið ágætur, hugsar stand­ andi í lappirnar, en af honum þarf að sverfa yfirlýsinga gleðina. Þessi framsóknar brími er merki legur í ljósi þess að Össur telur sig vera í hægra armi Samfylking ar innar. Skömmu fyrir áramót kynnir „þungavigtar­ maður úr baklandi Framsóknar“ hugmyndir um ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. „Þjóð­ stjórn á vitleysinganna“ er hún kölluð. Hættulegt sé fyrir framsókn að fara í tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki því að sagan sýni að slíkt samstarf „éti upp Framsókn“. Í október gerir hann sér grein fyrir því að „á tímum þegar það er þjóðarsport að rista sundur stjórnmálamenn gefur enginn heilvita maður kost á sér í stjórnmál nema hann sé þegar á bólakafi í flokkspólitík.“ Á fundi með flokksmönnum hafa nokkrir á orði „að svo virðist sem íslenskir stjórnmálamenn láti ekki hagsmuni þjóðarinnar í forgang, heldur sé meira annt um að skora pólitísk mörk.“ Össuri á hrós í erminni fyrir flesta, þó að rýtingurinn sé ef til vill skammt undan. Einverjir verða þó eflust reiðir yfir frásögn af tveggja manna tali. Þegar upp er staðið skiptir ekki öllu máli hvaða mál er verið að fjalla um. Bókin er handbók í klækjum stjórnmálanna í vörn og sókn. framhald af bls. 1 Úr bókinni: 18. apríl Yfirleitt forðast ég að troða illsakir við formenn stjórnarandstöðunnar ­ og fer helst aldrei hart í þá. Forystumönnum á að sýna kurteisi nema þeir gefi sérstakt tilefni til annars. Við alla hef ég átt góðan trúnað, lært að ég get treyst þeim og reyni að spara þeim meinhæðni Fremra­ Hálsættarinnar sem stundum dylur mitt blíða eðli. Orðbragð og ósvífni Framsóknar hefur hins vegar gengið fram af mér, ekki síst köpuryrði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um gleði mína í hvert sinn sem sparkað er í Ísland. Ég svara fyrir mig í mjög hörðu viðtali í DV.is. Ég vík þunglega að orðum Sigmundar Davíðs og klykki út með því að slíkur málflutningur dugi skammt þegar fullorðnir menn eru að berjast fyrir hagsmunum Íslands. „Þá þýðir ekki að bila í hnjánum.“ Þingmenn stjórnarliðsins gleðjast yfir því að loksins er tekið fast á strigakjöftum Framsóknar eftir það sem mönnum finnst ósvífni og lýðskrum síðustu dægra. Huginn Þorsteinsson hringir og segir fast skotið. Björgvin G. Sigurðsson, sem kann að lesa pólitík, smassar: „Þú ætlar að láta hann missa sig.“ Í þinginu hella fjórir þingmenn Framsóknar úr skálum reiði sinnar. Gunnar Bragi Sveinsson lýsir vantrausti á utanríkisráðherra. Vigdís vill að ég endurskoði stöðu mína og „stingi hausnum í helgan stein.“ Sigmundur sjálfur frýsar eins og graddi í stóði og segir að ég fari með tómt skítkast, útúrsnúninga og skæting. Ásmundur Einar Daðason er aldrei þessu vant hófstilltastur.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.