Vísbending


Vísbending - 06.01.2014, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.01.2014, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G 1 . T B L . 2 0 1 4 3 Robert Shiller stóð hlutabréfasafnið undir væntingum fjárfesta. Arðsemi þeirra var í takt við S&P500­vísitöluna þegar litið er á 30 ára tímabil. „Bob [Shiller] vinur minn skrifar eins og engin þekking sé fyrir hendi á markaðinum“ segir Siegel. „Það er næstum eins og við ættum að setja öll hlutabréf á eitt verð vegna þess, sjáið til, að við getum alls ekki spáð fyrir um neitt. Þessu er ég ósammála.“ Þessum orðum Siegels má finna stað í upphafs orðum Shillers í áttunda kafla Irrational Exuberance. „Við höfum séð að grunn greining skilar engu á Wall Street. Fólk veit ekki með neinni nákvæmni hvert hið „raunveru lega verðmæti“ hlutabréfa er.“ Þessi fullyrðing Shillers sýnir hve gjáin milli skoðana prófessor­ anna er djúp. Hún sýnir einnig viðhorf Shillers til reynslu og þekkingar á Wall Street þar sem meiri eignir fjölskyldna og fagfjárfesta hafa byggst upp í 200 ár en nokkurs staðar í veröldinni. Kólnandi vinátta? Í þakkarformála þriðju útgáfu Stocks for the Long Run árið 2002 ritar Siegel: “Aftur langar mig að þakka sérstaklega nánum vini mínum til 35 ára, Robert Shiller hagfræði prófessor við Yale. Frá því að hann ritaði Irrational Exuberance... höfum við komið fram víða og tekist á um ágæti hlutabréfa. Þrátt fyrir mismunandi áherslur okkar ... erum við á einu máli um að aðferðum hagfræðinnar megi beita til að meta verð á hlutabréfum. Þó að sálfræðilegir þættir kunni að valda því að verð á markaði víki frá innra verðmæti til skamms tíma, mun verðmæti hlutabréfa til langs tíma ráðast af arðsemi í rekstri fyrirtækja og þjóðhagslegum aðstæðum.“ Þessa grein þakkar formálans er ekki að finna í fjórðu útgáfu Stocks for the Long Run og vekur spurningu um hvað breyst hafi á milli prófessoranna tveggja. Alla 19. og 20. öldina hafa verið stór­ felldar tækniframfarir. Gufuvélin kom til sögunnar eftir árið 1830, járnbrautir borga og stranda á milli, ritsíminn, síminn, bifreiðar, útvarp, sjónvarp, tölvur og internet, og stórstígar framfarir á sviði lækna vísinda. Tækni nýjungar og framleiðni­ aukning í áratuganna rás leiða af sér hærra verð á hlutabréfum sem er upp spretta auðs fyrir almenning og undirstaða velmegunar og hagsældar. Á máli Irrational Exuberance Shillers eru hér á ferðinni sálfræðilegir þættir og menningar legir sem leiða til uppspenntrar verð hækkunar og bólu sem síðan springur. Í kenningum Siegels gætir þolinmæði og þar er rúm fyrir sveiflur til hækkunar eða lækkunar á innra verðmæti markaðsins. Rannsóknir og skrif hafa áunnið Robert Shiller heimsathygli og þær styrkja atferlis lega þætti fjármálafræðinnar. Hið byltingar kennda rit hans, Irrational Exuberance, frá árinu 2000 er klassískt verk á sviði fjárfestingar. „Góður skammt­ ur af raunveruleikanum sem fjár festar dirfast ekki að leiða hjá sér“ eins og sagði í Wall Street Journal um bókina. Í niður­ stöðum Shillers er þó ekki mikið um aðferðir eða kenningar sem koma fjár­ festum, fjármálafyrirtækjum eða stofn­ unum hins opinbera að notum. Gömlu meistararnir Haldgóða leiðsögn um sífelldar sveiflur markaðsins er að finna í aldargömlum og þrautreyndum leiðum gömlu meistaranna á Wall Street, svo sem Charles H. Dow og Richards D. Wyckoffs. Dow Theory var mótuð um aldamótin 1900 eftir reynslu stofnanda og fyrsta ritstjóra Wall Street Journal sem jafnframt var fengsæll fjár festir. Fjárfestingarhugsun hans og kenningar mótuðust af reynslu frá árunum 1870 til dauðadags 1902, eins erfið asta tímabils sögunnar á Wall Street. Wyckoff sem einnig var farsæll fjárfestir og ritstjóri The Magazine of Wall Street þróaði kenningar hans áfram. Í upphafi 21. aldar eru þær stór hluti fjármálafræðinnar. Braut ryðjanda starf Williams J. O’Neill sem hóf útgáfu dagblaðsins Investor’s Business Daily í Los Angeles (sjá www. investors.com) byggir á þeim grunni. Hann hefur fært bandarískum fjárfestum meiri stuðning og fræðslu um haldgóðar leiðir á Wall Street til uppbyggingar eigna en dæmi eru um. Vörn vegna bjarnarlægða vegur þar þungt. Þegar grannt er skoðað er Jeremy Siegel ekki fjarri kenningum öldnu meistaranna á Wall Street. Siegel ritar „skammtímasveiflur í verði hlutabréfa sem oft vega svo þungt í huga fjárfesta þegar þær ganga yfir, eru óverulegar í saman­ burði við virðisaukningu hlutabréfa til langs tíma litið.“ Þetta á við um mjög löng tímabil og einnig þegar mikil verðhækkun gengur yfir um margra ára skeið. Dæmi eru árin 1942 til 1964 og árin 1982 til 2000. Á milli koma bjarnar­ lægðir frá 1964 til 1982 og aftur frá 2000 til 2013. Þá skilar „kaupa­til­að­eiga“ aðferðin fjárfestum engu. Á löngum hækkunarskeiðum mættu varnaðar­ orð Shillers vera fjárfestum efst í huga. Á slíkum tímum (1925 til 1929, 1942 til 1964, 1982 til 2000) taka óreyndir fjárfestar að berast fyrir straumi, gleyma skynseminni og „tapa glórunni“. Hækkun hlutabréfa getur stafað af útfellingarþáttum af sálfræði legum eða menningarlegum toga (Shiller) eða af síhækkandi innra verðmæti hlutabréfa vegna tækniframfara og framleiðni­ aukningar sem bera uppi sívaxandi arðsemi fyrirtækja (Siegel). Við upp­ byggingu eigna á hlutabréfamarkaði gildir einu hvor skýringin er hin rétta: Mikilvægast er að gæta sín í bjarnarlægðum. Þar eru efasemdir Shillers og viðvaranir hans þörf áminning til fjárfesta um að gleyma sér ekki.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.