Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.2011, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 13.10.2011, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • 13. oKTóbeR 201 FIMMTUdagURInn 2011 Ómar og Fanney best Keflvíkinga Grindvíkingar meistarar meistaranna Tap hjá Keflavík Keflvíkingar verðlaunuðu knattspyrnumenn sína á lokahófi nú í vikunni. Hjá meistaraflokki var mark- vörðurinn Ómar Jóhannsson kjör- inn leikmaður ársins og hjá kon- unum var Fanney Þórunn Krist- insdóttir valin best. Efnilegastur var svo miðjumaðurinn ungi Arnór Ingvi Traustason og Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir var talin efnileg- ust kvenna. Tveir leikmenn voru kjörnir bestir hjá 2. flokki karla, þeir Magnús Þór Magnússon og Bojan Stefán Ljubicic hlutu þann heiður og efnilegastur í 2. flokki var Daníel Gylfason. Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir var best í 2. flokki kvenna og Ása Sigurjóna Þorsteins- dóttir var efnilegust. ÍRB-liðar stóðu sig vel í Færeyjum ÍRB átti þrjá fulltrúa í sundlandsliði Íslands sem atti kappi við Færeyinga um h e l g i n a . Þ æ r Jó h a n n a Jú l í a Júlíusdóttir, Jóna Helena Bjarna- dóttir og Ólöf Edda Eðvarðsdóttir stóðu sig allar með prýði og lögðu sitt af mörkum í glæsilegum sigri íslenska liðsins á því færeyska. Stúlkurnar náðu allar að bæta sína fyrri tíma og bætti Ólöf Edda telpnametið í 200 metra bringu- sundi um rúmar tvær sekúndur en fyrra met var í eigu Erlu Daggar Haraldsdóttur. Grindvíkingar eru meistarar meistaranna 2011 en Páll Axel Vilbergsson tryggði gulum titilinn með flautuþrist í DHL- Höllinni gegn KR, 85-87. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en á lokasprettinum virtist KR ætla að taka titilinn uns Páll Axel tók til sinna ráða. Páll hefur lítið verið m e ð G r i n d - v í k i n g u m á undirbúnings- tímabilinu en st implaði s ig rækilega inn. Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur í kvennaboltanum máttu sætta sig við stórtap gegn KR leik um meistara meistaranna sem fram fór í DHL-Höllinni. Lokatölur voru 88-49 KR í vil en Keflvíkingar léku án Birnu Val- garðsdóttur og Ingibjargar Jakobs- dóttur. vf.is Zoran Ljubicic nýráðinn þjálfari Keflvíkinga í Pepsi-deild karla sagði að vissulega hefði það verið draumur hans í langan tíma að taka við liðinu. „Ég var lengi leik- maður og er búinn að bíða lengi eftir þessu tækifæri, núna tel ég vera rétta tímann til að stíga þetta skref. Við munum setjast niður á næstu dögum og ræða hvernig við breytum leikstíl okkar og förum vonandi að spila skemmtilegan fót- bolta,“ sagði Zoran eftir undirritun samningsins í vikunni. Zoran vonast jafnframt til þess að flestir samningslausir leikmenn verði áfram og hann trúir því að svo verði. „Ég þekki svo auðvitað vel þessa ungu stráka sem ég hef þjálfað frá því í 4. flokk og það er ánægjulegt að halda áfram með þá. Það byrja hins vegar allir með hreint borð núna. Þetta er undir leikmönnum komið, allir þeir sem eru tilbúnir að leggja sig 100% fram fyrir félagið, fá sitt tækifæri.“ Zoran gerir sér fulla grein fyrir því að það sé tvennt ólíkt að þjálfa lið í Pepsi-deildinni og í yngri flokkum. „Að sjálfsögðu er þetta erfitt starf og maður verður að vera tilbúinn að taka gagnrýni en það er bara það sem fylgir þessu starfi.“ Sérðu fyrir þér titla í framtíðinni hjá Keflavík? „Við verðum að vera þolinmóðir og rólegir. Ég vil bara að fólk styðji þessa ungu stráka en við erum að byrja á mikilli uppbyggingu og maður veit aldrei hvað getur gerst í fótboltanum. Ég get þó engu lofað nema því að ég mun leggja mig allan fram og vill það sama frá leik- mönnum mínum, það kemur svo bara í ljós.“ Miklar líkur eru á því að Gunnar Oddsson verði Zoran til aðstoðar og það leggst vel í nýja þjálfarann. „Mér líst vel á Gunnar og vona að hann verði mér við hlið. Það myndi hjálpa mér helling því hann er margreyndur fótboltamaður og þjálfari og hann þekkir þessa stráka og er með Keflavíkurhjartað.“ Þurfum þolinmæði Grindvíkingar hafa skoðað þann möguleika að fá Guðjón Þórðarson, þjálfara BÍ/Bolungarvíkur, til að taka við þjálfun liðsins. Ólafur Örn Bjarnason hætti sem þjálfari Grindvíkinga fyrir skömmu og félagið leitar nú að eftirmanni hans. Grindvíkingar reyndu að semja við Heimi Hallgrímsson, fyrrum þjálfara ÍBV, en hann var ekki tilbúinn í verkefnið. Grindvíkingar hafa þegar rætt við Guðjón Þórðarson en við- ræður við hann eru í biðstöðu sem stendur. - segir Zoran Ljubicic, nýr þjálfari Keflvíkinga NÁMSKEIÐ Skipstjórnarnám á báta minni en 12 metrar. Kennsla hefst 20. október og kennt verður á daginn. Innritun stendur yfir. Lengd námskeiðs: 110 kennslustundir. Vélavarðarnám SSV réttindi 750 kw fyrir 12 metra langa báta og minni. Kennsla hefst 17. október og kennt verður á einu kvöldnám- skeiði og á einu dagnámskeiði. Námskeiðin eru bæði bókleg og verkleg. Innritun stendur yfir. Lengd námskeiða 85 kennslustundir hvert. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Fisktækniskólans www.fiskt.is Grindvíkingar ræða við Guðjón Þórðarson s. 421 3428 - Hafnargata 20 Hef hafið störf að nýju eftir barneignarfrí, Lilja Guðmundsdóttir. Af því tilefni veitum við 10% AFSLÁTT af herraklippingum í október. Allir velkomnir, við tökum vel á móti þér. Kær kveðja Lilja, Gauja og Linda. Ótrúlegt tvennutilboð í sjampó og næring í 500ml með pumpu, á sama verði og 300ml. (67% meira magn fyrir sama verð) www.xdreykjanes.is Fulltrúar sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ á landsfundi Sjálfstæðisflokksins verða valdir á sameiginlegum félagsfundi sem haldinn verður í Sjálfstæðishúsinu að Hólagötu 15 í Njarðvík fimmtudaginn 20. október kl. 20. Allir félagsmenn velkomnir Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ Fulltrúaval á Landsfund Samúel Kári Friðjónsson, fimmtán ára Keflvíkingur fer í vikunni til Danmerkur þar sem hann heimsækir danska félagið AGF frá Árósum. Samúel mun dvelja í nokkra daga hjá AGF m.a. leika með unglingaliði félagsins. Samúel Kári er fæddur árið 1996 og leikur með 3. flokki Keflavíkur. Hann lék með U-17 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu í sumar og er einn af fjölmörgum ungum og efnilegum knattspyrnumönnum í Keflavík. Ungur Keflvíkingur heimsækir danskt félag Grænu Ljónin er nýstofnaður stuðningsmannaklúbbur körfu- knattleiksdeildar Njarðvíkur. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta orðið meðlimir í klúbbnum og eru margvísleg fríðindi sem fylgja með áskrift. Einn af stjórnarmönnum Njarð- víkur sagði í samtali við Víkur- fréttir að félagið væri með þessu að bjóða stuðningsmönnum allt í einum pakka og um leið væri verið að efla félagsandann. Hann bætti því við að þetta væri nauð- synleg tekjulind fyrir félagið í erfiðu árferði. Meðal fríðinda má nefna: · Ársmiði á leiki meistaraflokks karla og meistaraflokks kvenna (nema Powerade bikar) og með- læti í hálfleik. · Miði á herrakvöld / konukvöld. Matur og skemmtun. · Miði á haustfagnað þar sem liðin verða kynnt til sögunnar. · Happdrættismiði, dregið úr númerum á kortum í desember. · Jólagjöf. Zoran með Þorsteini Magnússyni og Kjartani Steinarssyni frá knattspyrnuydeild eftir undirskrift samningsins í Nettó. Grænu Ljónin í Njarðvík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.