Víkurfréttir - 25.06.2009, Page 15
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 25. JÚNÍ 2009 15STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
������������������������������������������
�������������������
TB
W
A
\R
EY
KJ
AV
ÍK
\
SÍ
A
\ 0
94
92
6
����������������������������
Gr i n d v í k i n g a r e r u komn ir á skrið eft ir
slæma byrjun á keppnistíma-
bil inu í Pepsi-deild karla
eftir góðan útisigur á Fylki
2-3 á sunnudagskvöld. Það
voru þeir Jó hann Helga-
son, Scott Ramsey og Gilles
Mbang Ondo sem skoruðu
mörk Grindvíkinga en Ondo
skoraði sitt fjórða mark í
tveimur leikjum á móti Fylki.
Hann skoraði þrennu í bik-
arnum gegn Skagamönnum
á Grindavíkurvelli á fimmtu-
dag fyrir viku þar sem heima-
menn fóru örugglega áfram í
16 liða úrslitin með 3-1 sigri.
Það er ekki hægt að segja
annað en að sigur Grindvík-
inga hafi komið á óvart því
Fylkir hafði verið á góðri sigl-
ingu í deildinni en þeir gul-
klæddu langt frá því að vera
sannfærandi í undanförnum
leikjum. Fylkir byrjaði betur
og komst yfir strax á 9. mín-
útu. Þeir fengu óragrúa tæki-
færa til að bæta við mörkum
í fyrri hálfleik og hefðu vafa-
laust gert ef ekki hefði verið
fyrir sannkallaðan stórleik
hjá Óskari Péturssyni í marki
Grindvíkinga. Hann varði
fjöldann allan af dauðafærum
og lagði grunn að sigri Grind-
víkinga sem fóru í sannkallaða
ránsferð í Árbæinn.
„Ég spilaði ágætlega á móti
ÍA í bikarnum og það bætti
sjálfstraustið aðeins. Þetta var
ennþá betra á móti Fylki og
vörnin fyrir framan mig var
frábær,“ sagði Óskar Péturs-
son markvörður Grindvík-
inga. „Ætli það sé ekki allt
í lagi að segja að við höfum
verið heppnir. Þeir fengu fullt
af færum en við börðumst vel
úti um allan völl. Við erum
með leikmenn eins og Ondo
og Ramsey sem geta klárað
færin og þessir leikmenn eru
með betri leikmönnum deild-
arinnar,“ sagði Óskar.
Grindvíkingar leika á móti
KR í Frostaskjólinu í kvöld
en þeir gulklæddu eiga harma
að hefna eftir 0-4 tap á heima-
velli fyrr í sumar. Á sunnudag-
inn mæta þeir svo Keflavík í
sannkölluðum Suðurnesjaslag
í Grindavík og segir Óskar
að það verði skemmti leg-
asti leikur sumarsins. „Þetta
verður án efa skemmtilegasti
leikur sumarsins og það er
alltaf gaman að fá Keflvíkinga
í heimsókn. Við töpuðum
báð um leikj un um í fyrra
gegn þeim og ég held að við
hefnum með tvöföldum sigri í
ár,“ sagði Óskar að lokum sem
vafalaust á eftir að hafa nóg að
gera í Vesturbænum í kvöld.
HEFNUM MEÐ
TVÖFÖLDUM SIGRI