Heima og erlendis - 01.01.1950, Síða 3

Heima og erlendis - 01.01.1950, Síða 3
með skipinu, er við höfðum kynni af, þótti okkur bezt að búast til heimferðar. En er við erum að snúa baki við „Esju“, kem ég auga á mann, mitt í allri þvögunni á skips- fjöl, sem ég þóttist þekkja. Jú, það var sá sem mér sýndist. Við skiftumst á kveöju og svo spyr hann mig, hvort ég hafi ekki séð Georg bróðir minn, hann sé um borð. það hýrnaði heldur en ekki yfir mér. Yið höfðum þá ekki farið erindisleysu til skips- ins. Nú notaði ég olnbogana til þess að komast á skipsfjöl. Mér tókst eftir miklar stimpingar að finna bróður minn, og við fylgdumst svo að heim. Hér uröu gleðifundir, ekki að eins yfir því aó sjá hann og fá fregnir af skyldmenn- um og vinum, heldur einnig hinu, að fá stórfengar gjafír frá ættinjgum og vinum á Islandi. J»aÖ var hlegið og grátið þetta kvöld — grátið af gleði! Dagurinn var merkis dag- ur, sem seint ætti aö gleymast. Fyrsta skipið frá íslandi eftir fimm ár, nieð vini og vinahug! það hefir sjaldan verið meiri ástæða fyrir Islendinga hér til að fagna, en þennan dag, fyrir allt það, er póstþjónninn hafði tilkynn- ingar um í tösku sinni, til íslendinga hér í Danmörku. það grétu líka margir — af gleði! þorf. Kr. ÍSLENDINGAR BÚSETTIR í DANMÖRKU Jóliann þorvaldsson, bókhindari. Hann er fæddur að Keldu í Arnarneshreppi í Eyjafirði, 22. júní 1883. Foreldrar hans voru þorvaldur Yigfússon, hóndi að Hellu og kona hans Soffía Jóhans- dóttir frá Stærri-Arskógi í Eyjafirði. Systkini hans eru þorvaldur, er hýr á Lækjarhakka í Ejjafirði, Jófríður, er býr á Hálsi í Svarfaðardal og Frey- garður, vélstjóri og hjó í Reykjavík, nú dáinn. Jóhann stundaði á æsku- árum sínum og fram um tvítugt sjóróðra og veiðar á fiskiskútum, en varð svo að láta af sjómennsku, vegna heilsubilunar. Fluttist hann þá til Seyðis- fjarðar, var þar í þrjú ár við hókbandsnám hjá Pétri Jóhanssyni, bókbindara. Að námi loknu vann hann um skeið við bókband víðsvegar á íslandi, en gerðist jafnframt starfsmaður í Hjálpræðishernum. Arið 1913 giftist hann danskri konu, er þá var á ís- landi, Ingeborg Kristine, f. Asmussen, kenn- ara frá Presto á Sjálandi. Jóhann fluttist af landi hurt árið 1916, settist áð í Kaupmanna- höfn og hefir búið þar síðan. f>au hjón eiga tvær dætur, elsta dóttir þeirra heitir Lydia Soffi og er ógift, hin heitir Anna og er cand. mag., maður hennar er Christian Guld, verk- fræðingur. Jóhann hefir lengst af búið í Valby og hafði þar bókbandsvinnustofu um langt skeið og vann allt sjálfur. Bogi Th. Melsteð og Finnur Jónsson fengu mikið hundið hjá Jóhanni, einkum þó Melsteð. Auk þess vann hann að hókbandi bæði fyrir bókasöfn og skóla Kaupmannahafnarbæjar, og var um skeið fastur starfsmaður við eitt af bókasöfnum hæjarins. A siðast liðnu vori varð Jóhann að hætta vinnu sökum heilsu- hilunar og býr nú í einu af elliheimilum Kaupmannahafnar, Tranehavégaard, herbergi nr. 230, Baunegaardsvej 14, V. Laura Zimsen. Hún er fædd í Hafnar- firði 20. júní árið 1880. Foreldrar hennar voru Christjan Zimsen, siðar kaupmaður og konsúll í Reykjavik og kona hans Cathinca Zimsen. Af börnum þeirra hjóna eru nú aðeins tvö á lífi þau Knud, verkfræðingur, fyrv. horgarstjóri Reykjavíkur og Laura. Onnur systkini hennar voru: Cathinca, er gift var Jóhannesi Sigfússyni, yfirþennara, Jes, er var kaupmaður og konsúll í Reykja- vík, Christjan, afgreiöslumaður Sameinaða- félagsins og konsúll í Reykjavík og Louise og Anna, er báðar voru búsettar i Danmörku og dóu þar. Laura Zimsen fluttist til Danmerkur árið 1903 og hefir verið húsett liér síöan. Fyrstu þrj ú árin, meðan foreldr- ar hennar enn voru á lífi, kom hún heim á 3

x

Heima og erlendis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.