Heima og erlendis - 01.05.1951, Side 1

Heima og erlendis - 01.05.1951, Side 1
4. árg. 2. tbl. Heima og erlendis Um Island og Islendinga erlendis Mní 1951 SKILNAÐARGREIN HIN FyRSTA OG RIRTIST í HÖFN I fjórða blaði „Heima og erlendis“ fyrra ^rs var sagt frá Islendingafélagi árin 1905— 06 og birtir tveir greinarstúfar úr jólanúmeri »AJcademisk Foreningsblad“ (14. des. 1905), sem Islendingafélag samkvæmt áskorun tók Pátt í. I þessu blaÖi var, sem sagt, fyrst °pinberlega slegiÖ til hljóÖs í alvöru fyrir skilnaÖi Islands og Danmerkur í grein, sem kom af staÖ miklum blaöaskrifum í Dan- oiörku um þessa nýju og fjarstæÖu bugmynd. Var þetta um sama leyti og FriÖrik 8. kom bl ríkis. Ut af tilraunum lians til aÖ styrkja sambandiÖ milli landanna, kom alþingis- tQanna heimboÖiÖ til Danmerkur sama áriÖ. Og af því fæddist svo millilandanefndin, sem samdi sambandslagauppkastiö, er fellt var 1908, en hefÓi eflaust veriÖ samþykkt, ef skilnaÖarstefnan befÖi þá ekki veriÖ farin aö breiÖast ÚL Er nánar frá þessu sagt í greininni „SkilnaÖarstefnan 40 ára“ í „Eim- reiöinni“ 1946, 2. hefti bls. 101. þessi fyrsta grein skilnaöarbreyfíngarinnar var birt á dönsku í áÖurnefndu jólablaÖi og vakti ekki síÖur athygli fyrir þaÖ, aÖ ætlaÖ var aö Islendingafélagiö stæói á bak viÖ hana, sem þó ekki var, þótt hún væri eftir báverandi formann þess Halldór Jónasson, slnd. mag. Á árinu 1906 komu svo út skiln- aðargreinir GuÖm. Hannessonar í „NorÖur- landi“ og rit hans „í afturelding“. — Ekkert Islenzkt blaÖ liefur enn birt þessa grein, enda er hún ekki í margra höndum. Eg hef nú fengið leyfi höfundar til aÖ birta greinina í l'ýöingu hans sjálfs, og fer bún hér á eftir. ^lann nefnir liana FramtfÖ íslands. Þegar óvenjuleg hugmynd kemur fram, verðUr hún venjulega lengi aÖ bíöa fylgis. Sama er aÖ segja um fyrirætlanir, sem gerÖ- ar eru viÖ erfiðar aðstæður, að menn efast um aÖ nokkuÖ verði úr þeim. — Ef einhver dirfist aö halda því fram, að Island eigi sér framtíð — já, bjarta framtíð líka þeirri er menn vænta í betur stæðum löndum, þá er alltaf spurt, hvernig hugsanlegt sé aÖ svo fámenn þjóð geti staóið ein og komist af í svo stóru, ófrjósömu og einangruóu landi. þaÖ er einkum hér í Danmörku, sem þessi athugasemd heyrist, en aftur sjaldnar í öðr- um löndum eins og t. d. í Bretlandi og Noregi. Ef til vill stafar þetta af þekkingar- skorli Dana á íslenzkum efnum og lífsskil- yröum, eÖa að það er því að kenna, hvað staöhættir landanna eru ólíkir og sömuleiÖis lunderni þjóðanna. En nú ætia eg ekki að fjölyrða um innri samskilning Islendinga og Dana, beldur einmitt leggja áberzlu á þetta sem fyrir mér vakir, aö ef vér ekki getum staöið óstuddir, sem frjáls þjóð, þá eigum vér ekki mikilla framfara von. þjóÖ sem alltaf þarf aÓ mæna út fyrir landamæri sín eftir hjálp og aðstoÓ — land, sem ekki getur lialdiÖ sinni eigin þungamiÖju innan land- steinanna — það á enga framtíð. Og þegar því þeirri spurningu er hreyft, hvort vér getum staðiÓ óstuddir og lifaÖ af því sem viÖ öflum sjálfir, þá efumst vér ekki um að vér getum það, og vel þaö. þegar vér heyrum niðinn í fossum Islands og athugum alla þá orkukjmgi er úr þeim má vinna, — þegar vér lítum yfir grænar grundirnar og hafiö blátt, er úr má nema gnótt auðæfa, þá er fjærri oss að hugsa til að leggja hendur í skaut. Náttúra landsins er svo auðug að orku- lindum, að vér þurfum ekki einu sinni aö bjóða út helmingi vorra eigin líkamskrafta til aÖ framkvæma hinar djörfustu fyrirætl- anir. Nei — þaö sem helzt mundi viö þurfa,

x

Heima og erlendis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.