Heima og erlendis - 01.05.1951, Síða 5

Heima og erlendis - 01.05.1951, Síða 5
hann fyrstan manna, a& ég var eiginl. kominn á vegum hans hingaÖ. GuÖbrandur vinur minn Magnússon, forstjóri og fyrverandi stéttarhróÖir, hafÖi veriö hér á ferÖ þetta sumar og hafÖi Bogi þá vikið aÖ því viÖ hann, að útvega sér íslenzkan prentara í S. L. Möllers prent- smiðju, og þar eö hann vissi, að ég var á laqsum kili, réði hann mér að taka þessu boði um vinnu. Eg var þvi að kynna mig hjá Boga Melsteð. Eftir að ég var byrja&ur að vinna í prent- smiðjunni, kom Bogi oft þangað bæði með handrit og prófarkir, og fekk oft leyfi verk- stjórans til að fara með það beint til mín, hafði hann þá oftast einhverjar skýringar viðvíkjandi handriti eða próförkum. Oft þótti honum prófarkirnar dýrar, og skyldist mér á honum, að sökin væri mín. Einu sinni las ég með honum 2. próförk af Jarðabók- inni, og gat hann þess þá við mig, er hann fann villu, er mér hafði láðst að leiðrétta. það kom líka fyrir aÖ hann skrifaði á próf- örkina, aÖ þessi eða hin villan væri setjaran- um að kenna. Handrit JarÖabókarinnar var aÖ vísu vel skrifað, cn ýmsu reyndist þó ábótavant, þegar horiö var saman við frumritið. J»að hlaut |)ví að verða allmikið að leiðrétta í próförkum. Sama var að segja um Islandssögu Boga og ArsritiÖ, hann breytti oft miklu í próförkum þessara rita, en rithönd lians var góö aflestrar, en seinustu ár hans var mest af því vélritaÖ. Ég kom ekki ósjaldan á heimili Boga Tli. Melste&s, liann hjó í Ole Suhrsgade 18, 4. hæð, liann bjó hér lengi með systurdóttur sinni frú Stefaníu. Erindi mín voru oftast hin sömu, annað hvort að leytast fyrir hjá honum um handrit eÖa meÖ prófarkir. Hann var ávall vingjarnlegur heim aÖ sækja og talaði oft um íslands þörf og nauÖsynjar. Hann bar framtíð þess mjög fyrir brjósti, en var oft þungur á árinni í garð þeirra, sem honum þótti fara villu vegar í hinum ýmsu málum. Einu sinni í þessum handrita-heimsóknum mínum til Boga, lauk hann upp hjarta sínu fyrir mér. Hann sagði mér frá því, að þeg- ar „Lögrétta" var stofnuÖ, hafi sér verið boðið að verða ritstjóri hennar, en að hann hefði hafnað því, honum liaföi leikiÖ hugur á bókavarðarstö&u Landsbókasafnsins,Hannes Hafstein hafði lofað honum þeirri stöðu, „en þeir sviku þaðí£, sagði Bogi með tár í aug- um og svo hætti hann viÖ til mín: „f>ér megið segja frá þessu, þegar ég er dauður££. Bogi hlaut aldrei neina viðurkenningu af Islands hálfu fyrir verk sín. Eg gat þess einhvern tíma við hann, að mér þætti lík- legt að vinir hans heima sægju um, að hann yrði sæmdur FálkaorÖunni, en Bogi svaraöi: „Nei, því býst eg ekki viö! Jón Sigurðsson fekk aldrei neina viðurkenningu af Islend- ingum fyrir verk sín, því skyldi eg þá fá það.££ þegar eg hóf útgáfu „17. júnís££ fór hann lofsamlegum orðum um blaðið, og skrifaði líka í l>aÖ. Hann rakst einu sinni á grein eftir mig í „MorgunblaÖinu££ í ritstjórnartíð þorsteins Gíslasonar, og var mjög gramur yfir smekkleysu, sem honum fannst vera í greininni og sagði: „þér getið skrifað vel, en þér verðið að varast smekkleysur££. Bogi MelsteÖ og Finnur Jónsson voru vinir, en eg efast um, að þeim hafi ávalt komið vel saman, Bogi sagði einhvern tíma við mig — í hvaða sambandi man eg ekki — „við tölumst ekki svo mikið við, eins og stendur££. Finnur fór stundum yfir 2. próf- örk af íslandssögu Boga og einu sinni sá eg athugasemd á próförkinni frá Finni, sem mér fanst stórsnúÖug og ekki sæmandi af vini Boga. Mönnum varð oft á að telja Boga Melsteð heimskan. þaö var með öllu rangt. HefÖi hann verið það, þá hefÖi hann ekki unnið sér þá hylli meðal mætra danskra manna sem raun var á. Bogi MelsteÖ kom oft á mót Islendinga hér, einkum sérstaka tillidaga, og fundi Stú- dentafélagsinssótti hann oft líka. Af mennnta- mönnum íslenzkum og jafnöldrum Melsteös, hefi eg enga vitað nota hér reiöhjól annan en hann. Bogi MelsteÖ var góður Islendingur og vann landi sínu og þjóð margt gott, sem enn er ekki aö fullu þakkað. þorf. Kr. 13

x

Heima og erlendis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.