Heima og erlendis - 01.10.1952, Síða 4

Heima og erlendis - 01.10.1952, Síða 4
Asgeir vinnu vi5 iÖn sína, þar sem liana var að fá. A þessum árum brá hann sér til þýskalands og vann um tíma í Hamborg. þaÖan hvarf hann aftur lil Danmerkur, sett- ist að í Höfn og hóf nú nám viÖ Teknisk Skole og lauk því eftir fjögra vetra dvöl. Eftir aö hafa lokiÖ námi i teikningum, réöst hann áriö 1910 í þjónustu járnhrautanna dönsku, fyrst í Höfn en frá 1919—33 í Thi- sted og árin 1933 — 47 í Holbæk. Eftir aÖ Asgeir hafði látiö af vinnu fyrir aldurs sakir árið 1947, iluttis hann lil Kaupmannahafnar og hefír síöan l)úiö í Rodovre, í nágrenni Kaupmannahafnar. A meöan hann bjó í Höfn, á yngri árum sínum, kom hann oft meðal Islendinga, hann var um tíma félagi IÖnaöarmannafélags Islendinga, er starfaði hér í nokkur ár, en mun hafa liðið undir lok áriö 1904. A þennan hátt tókst honum aÖ halda viÖ móðurmáli sínu, enda hefír honum ávalt veriÖ ant um það og allt sem íslenskt er, en land sitt hefir hann ekki séð, síÖan hann ýtti úr vör. Asgeir er kvæntur danskri konu, Johanne, dóttur N. C. Schur- mann, forstjóra, Kaupmannahöf. Börn þeirra hjóna eru: Herdís, kennari, gift Dahlmann Olsen og hýr í Dragor; Finn, ógiftur, hýr í Venezuela og Birthe, hjúkrunarkona, gift Leif Lom, húsett í Kaupmannahöfn. Á SLÓÐUM ÍSLENDINGA í KAUPMANNAHÖFN Islendingar á vegi minum % Höfn. VII. þórður GuÖjohnsen. Eg haföi aldrei séö hann fyr en eg stóö frammi fyrir hon- um á heimili hans, Thorvaldsensvej 14 st. á FriÖrikshergi, áriö 1914. Eg var þá starfs- maöur viÖ Leikfélag lleykjavíkur, hafði kynnst þar dóttur þórðar, frú þóru Möller, og er hún heyrði að eg væri á förum til Hafnar, baÖ hún mig aö taka fyrir sig höggul til föður síns. Af þessu helguðust kynni mín af þórði og konu hans Maju, en hún var dóttir Thedórs Sveinhjörnsens, er lengi var læknir í Silkihorg á Jótlandi, og var hún bróðurdóttir fyrri konu þórðar. þessi fyrstu kynni mín af þói'Öi urðu lítil, eg dvaldi hér þaÖ skifti rúman mánuö, þar af nærri þrjár vikur í Ríkisspítalanum, og kom því óvíða. Eg var auðvitað ókunnur öllu hér í bæ og haÖ þórð aö vísa mér á gistiliús, er væri viö mitt hæfi fjárhagslega. Hann vís- aöi mér á Missionsho- tellet í Longangsstræde og þar bjó eg þá lau daga áður en rúm var handa mér í sjúkrahús- inu og eins eftir að eg fór þaöan, og beið feröar heim. Næturgistingin var 2 krónur. Eg kom aftur á heimili þórðar árið 1917, en var þar tíður gestur frá haustinu 1918 og þar til hann dó, 1926. þórður var einn af þeim fáu mönnum, er féllu mér í geð viÖ fyrstu sjón, og eg hafÖi þaÖ álit á honum, að hann væri allra manna tryggastur og allra manna ærlegastur. Og þannig reyndist hann mér. En skoðanir okkar á hinum ýmsu málum, áttu oftast ekki leiÖ saman. þórður unni því mjög, aö tala um veru sína á Húsavík, lífsstarf sitt þar, enda var það eðlilegt, hann liaföi veriö þar við verslun í 32 ár, frá 1870 til 1902, var mikils rnetinn forstjóri verslunar 0rum & Wulf og lengst af einn um hituna, eða þar til pöntunarfélags hugmyndin og síöar kaupfélagiÖ, fór að ryðja sér braut. En þa var líka friöurinn úti. þaö var harátta hans viÖ þessar nýju hugmyndir, sem hann unW svo mjög aö segja mér frá, og talaöi þá af miklum eldmóÖ og sannfæringarkrafti. Mer þótti gaman aö hlusta á hann, og andmælti honum aldrei að ráði, skaut aðeins inn orð- um hér og þar. Mér fannst eins og þessi nýja hugmynd, sem reis upp í þorpi hans, eða þó öllu heldur baráttuaÖferð forgöngm manna hennar hefði sært hann hanasári, er altaf hlæddi en aldrei greri. þaÖ var eðh- legt aÖ hann, kaupmaðurinn, væri andvígur þessari nýjung, en liann sá vel, aö þessi nýja hugmynd mundi verða gamla versl- unarmátanum yfirsterkari, er stundir liöu' Hann viÖurkenndi þaö, en á sinn liátt. Hon- um fanst aÖ andstöðumenn sínir hefðu svikiö sig í tryggÖum og borið sig röngum vopn- um. Hann liafÖi borið marga af þessuW mönnum uppi, lijálpaÖ þeim á erfiöum ti®' um. Og nú börðust þeir á móti honutnj a móti því, sem hann taldi réttast og eina veg 28

x

Heima og erlendis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.