Heima og erlendis - 01.10.1952, Qupperneq 8

Heima og erlendis - 01.10.1952, Qupperneq 8
HAFNAR-ANNÁLL J>aÖ kemur ekki ósjaldan fyrir, að eg rugl. ist á nöfnum, einkum kvennanöfnum, veröa þá oftast fyrst fyrir mér nöfnin Anna og SigríÖur, er eg þarf aÖ skrifa nafn, sem eg hefi ekki fyrir mér á pappxrnum. Eg kenni þetta því, aÖ móÖir mín hét báÖum þessurn nöfnum, en þau gleymast mér aldrei, og því fyi’st fyrir mér, er eg ætla aÖ nota minniÖ. Nú hefir mér oröiö sú skyssa á í 3. tölubl. hlaÖs þessa, aÖ nefna móÖur Hauks heitins Gíslasonar SigríÖi en hún hét þorbjörg. Og þetta þurfti eg aÖ fá bendingu um, frá vin- konu minni á Islandi, en hefði getað séð nafnið í 3. tbl. 1. árg. blaðs þessa, því jiar er þaÖ rétt. En eg þakka frú Láru hugul- semina, og skal muna henni það. — f>að hefir lítið horiÖ til tíðinda meÖal Is- lendinga hér, síðan blaÓið kom seinast, svo mér sé kunnugt. 17. júní höföu sendiherra- hjónin hoðiÖ nokkrum Islendingum heim til sín — um 80 manns — og sátu menn þar um tveggja stunda hil í góðu yfirlæti. — þess kvaö hafa verið getið í íslensku blaöi lieima, að Islendingar hér hafi fagnaÖ kosn- ingu forseta Islands, herrra Asgeirs Asgeirs- sonar. það má vel vera aó einhverjir hér staddir landar hafi fagnaö kjöri hans, en ís- lendingafélag liefir ekki gengist fyrir nein- um fagnaöi í tilefni þess. Oöru máli væri aÓ gegna, kæmi forseti íslands hingaÖ í kynnisför. Myndu Islendingar hér þá fagna komu hans, sem vera her. — þaÓ eru ávallt margir íslendingar á ferð liér á sumrin, og svo hefir verið í þetta sinn þótt sumarió hér liafi veriö fremur leiðin- legt, kalt og rigningasamt. Eg var í surnar- leyfi seinast í júnímánuði, og var þá enn lagt í ofna, þar sem eg dvaldi. þaÖ er engin leið til þess, aÖ þylja nöfn allra þeirra er hér liafa komiÖ, enda fæstir orðið á vegi mínum, eg liefi séÖ þess getið, aö Hallgrím- ur Benediktsson, stórkaupm., forseti bæjar- stjórnar Reykjavíkur, liafi veriö hér. þá voru hér frú Halldóra Bjarnadóttir, ritstjóri og frú Hulda Stefánsdóllir, forstööukona. þær ælluðu aÖ ná tali af mér í prentsmiðjunni, en eg var þá fjarverandi. þaÖ eru engar ýkjur, að þær vöktu sérstaka eftirtekt í prent- smiöjunni fyrir íslenska húninginn og mynd- arleik. þá liafa líka Ingimar Brvnjólfsson stórkaupm. og kona hans orÖið á vegi mín- um liér, en allt er þetta fólk nú horfið heim aftur. — Félagslíf Islendinga hér er enn ekki risiö úr rekkju eftir sumarhýið. Nú fer þaÖ þó aÖ rumska við aftur, þaÖ sem lífvænt er. Is- lendingafélag byrjar starfsemi sína meÖ aðal- fundi laugardaginn 27, septemher. það væri nýjung, ef sá fundur yrði svo vei sóttur, að hægt væri aÖ ljúka aðalfundar-störfum í það sinn. StúdentafélagiÖ liefir ekki látið lieyra frá sér ennþá, er blaÖiÖ fer til prentunar. Um annan félagsskap, en hér hefir veriÖ nefnd- ur, er naumast að tala. Bókasafniö er grein af Islendingafélagi og starfar áfram undir stjórn þess. — A vegum heimsóknar-starfseminnar hér og heima fór aðeins einn Islendingur í kynnis- för til íslands þetta sinn. þaÖ var frú Jenny Kiel frá Seggelund við Christiansfeld á SuÖ- ur-Jótlandi. Fekk liún liinar bestu viðtökur er glöddu hana innilega. þökk sé öllurn, er á einhvern hátt greiddu götu hennar á íslandi. Næsta ár er ætlunin aÖ tvennt fari heim á vegum samskotanna. Hefir annar hinna væntanlegu gesta ekki séð Island i 56 ár, hinn hefir verið hér í 30 ár samfleytt. Eins og þessari starfsemi hefir veriÖ tekið hér og á Islandi, er engin ástæða til aÖ ætla, aÖ vonir bregðist um það. — Nokkrir vinir mínir hér hafa fundið aÖ því viÖ mig, aÖ eg skrifa nafn mitt undir stöku greinar í lilaðinu, jieim finnst ekki þörf á því, þar sem mín sé getiö í blaöinu sem ritstjóra þess, og þykir þetta því tildur og spjátrungsháttur af mér. þessum vinum mínum segi eg: þaö eru vissar greinar, sem eg vil aÖ enginn vafi sé um, aÓ eg hafi skrifað, einkum fyrir seinnitíma menn. Og því held eg uppteknum hætti! IIEOIA OG l ltl.i:\ms ÚTGEFANDI OG RITSTJÓRI: þOllFINNUR KRISTJÁNSSON ENGTOFTEVEJ 7, K0BENHAVN V. ★ Blaöið keraur út þriðja hvern mánuð. Verð árgangsins í Daum. kr. 4.50. A íslandi einstök blöö kr. 2.25, árg- kr. 10.00. Aöalumboð á lslandi: Bókaverzlun ísafoldar. í Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard, Norregade 6. PrentaÖ hjá S. L. Moller, Kaupmannahöfn. 33

x

Heima og erlendis

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.