Fagnaðarboði - 01.03.1950, Side 2

Fagnaðarboði - 01.03.1950, Side 2
2 FAGNAÐARBOÐI Hindúinn Samsanv «/ Það var eitt sinn, að ensk herdeild, sem ný- komin var að heiman, setti búðir sínar nálægt bæ einum á Indlandi. Allt var þeim nýstárlegt, er þeir sáu hér. Morguninn eftir sáu þeir krist- inn Hindúa, sem var kristniboði, fara um veg- inn. Hann hafði stóra Biblíu undir annari hend- inni og hélt á regnhlíf í hinni. Þeim kom þetta undarlega fyrir sjónir. Nokkrir af hermönnun- um köstuðu kveðju til hans um leið og hann gekk framhjá og komu um leið með spurningu, sem að virtist vera meira spottandi, heldur en þeir ætluðust til.: „Halló, Samsany, hvernig gengur það með Jesús í dag?“ Maðurinn stansaði, horfði á þá með sJnum alvarlegu dökku, skörpu augum. Síðan lyfti hann hægt upp Biblíunni um leið og hann svaraði: „Er það meining herranna, að þeir er hafa sent okkur þessa Heilögu Biblíu, að þeir tali um Herran Jesús í þessum tón? Sendir fólkið í ykk- ar stóra landi Fagnaðarerindið til okkar heiðingj- anna, og spottið samt sjálfir Frelsarann?“ Það kom talsvert á mennina, en hann hélt á- fram: „En samt vil ég svara spurningu ykkar, ég svara 'henni frá þessari stóru Bók. Þið sögð- uð: „Hvernig gengur það með Jesús í dag?“ Eg svara frá Hebreabréfinu 13. kap. 8 versi: „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ Síðan hneigði hann sig lítillega fyrir hermönnunum og gekk virðulega leiðar sinnar. Um kvöldið varð kona Samsany, meira en lítið undrandi, er hún sá hvar tveir enskir her- menn komu upp stiginn að húsi þeirra, þvi það var mjög nærri herbúðunum. Hún varð mjög hrædd, þvi hún var fullviss þess, að maðurinn hennar hefði á einhvern hátt styggt hina ensku hermenn. Mennirnir spurðu eftir manni hennar, og hann kom þegar fram. Þeir gripu fljótlega hönd hans og þökkuðu honum með djúpri alvöru, fyrir hina djörfu ræðu hans um morguninn. „Þegar þú varst farinn,“ sögðu þeir, „skömm- uðumst við okkar og fórum að ræða hlutina. Síðan gekk ég og félagi inn í skóginn — og — þar gáfum við hjarta okkar til Jesú Krists. Við Guðs Lambið Opinberun Jóhannesar 5. kapítuli. Allir hinir heilögu herskarar himnanna lofa þig og vegsama; flekklausa Guðs Lambið. Þú komst frá hjartastað þíns himneska Föðurs, frá unaðsdýrð Himnaríkis, til vor syndugra manna. Til þess að frelsa þinn lýð frá þeirra syndum. Þú barst syndir vorar á líkama þínum upp á krossinn, og þoldir þann dóm, sem réttilega hvíldi yfir oss sekum mönnum. Þú þagðir við öllum ásökunum syndaranna, ljúgvottanna, heiðingjanna, og barst ekki af þér sakirnar, er á þig voru bornar, heldur tókst þú við öllum syndum vorum, svo að þú skyldir verða dæmdur sekur í vorn stað, en við gefin frjáls. Þú drakkst bikar þjáninganna, svo að vér mættum svala oss við lind hins lifandi vatns. Þú varst negldur á krossinn mín vegna, og friðþægðir mig við Föðurinn með Fórnarblóði þinu. Fyrir þig er öllu mannkyni búið frelsi og eilíft líf. Þú opnaðir oss sekum mönnum aðgang að náð Guðs og fyrirheitum með friðarverki þínu. Fyrir þitt heilaga og flekklausa Nafn, er oss öllum ætlað hólpnum að verða. Enginn kemur til Föðurins nema fyrir þig. Þú opinberar oss Föðurinn, alla fyllingu Guð- dómsins, ást Guðs og leyndardóma. Þú ert hin mildirika og upplokna Föðurhönd, sem öllum miðlar örlátlega af nægtum Guðs náð- komum til að segja þér, að það átti sér stað fyrir þín orð“. Þá ljómuðu dökku augun af gleði og á milli þessara hvítu manna og hins brúna bróður þeirra var bundin sú vinátta, sem tók yfir alla kyn- þáttagreiningu og þeir fundu að kærleikurinn batt þá eilífum böndum. (Úr Korset Seier) Guðjón Gíslason þýddi.

x

Fagnaðarboði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.