Fagnaðarboði - 01.03.1950, Side 4
4
FAGNAÐARBOÐI
Við höfum fundið Messías
Jóh. 1, 35—43.
Jóhannes skírari horfði á hvar Jesús var á
gangi og sá með augum trúarinnar það Fórn-
arlamb, sem Guð gaf heiminum til lífs. Til að
líða og láta lífið fyrir syndir alls heimsins.
Tveir af lærisveinum Jóhannesar, sem heyrðu
hann vitna um Krist, fóru þegar á eftir Honum,
og voru hjá Honum þann dag. Eftir það voru þeir
sannfærðir um að Hann væri sá, sem koma ætti,
til að frelsa heiminn, hinn fyrirheitni Messías,
sem Móse og spámennirnir höfðu ritað um.
öll ísraelsþjóðin beið með eftirvæntingu eftir
að Hann opinberaðist, því öll fyrirheitin um
frelsi og frið voru tengd við Hann.
Margar hugmyndir gjörðu menn sér um
Immanúel, eins og Hann var nefndur af spá-
manninum. Hvernig sjálfur Guð mundi ganga
um á meðal þeirra, en flestum var óljóst hvernig
Hann mundi opinberast.
Fræðimennirnir sögðu að fyrst ætti Elía að
koma og færa allt í lag eins og Malakí hefði spáð
um. Þess vegna sendu Gyðingarnir til Jóhannes-
ar og létu spyrja hann hver hann væri: Hvort
hann væri hinn Smurði, og er hann neitaði þvi,
hvort hann væri þá Elía eða Spámaðurinn, sem
Móse hefði spáð um að ætti að koma, en er
Jóhannes einnig neitaði því spurðu þeir enn hver
hann væri samkvæmt Ritningunni. Jóhannes
svarar þeim glöggt, og bendir þeim á spádóm
Jesaja og segir: Eg er rödd manns er hrópar í
óbyggðinni: Gjörið beinan veg Drottins.
Strax þegar Andrés, sem var annar þeirra er
fóru á eftir Jesú, fann Pétur bróðir sinn, segir
hann honum frá því að hann hafi fundið Mess-
ías og fór með hann til Jesú:
En er Jesús hafði heilsað honum með hinni
viðkvæmu kveðju: Þú ert Símon Jóhannesson,
þú skalt heita Kefas, — það er klettur — þá
efaðist hann ekki um, að Hann væri sá Messías,
sem koma ætti í heiminn.
Á sama hátt öðlast enn þeir, sem leita fundar
Frelsarans fullvissuna um hver hann er, og
geta með djörfung vitnað um að þeir hafi fundið
Messías. Þeir eru ekki framar í neinni óvissu um
Hann. Því Hann hefur opinberast þeim og unnið
miskunnarverkið þeim til handa og fyrirgefið
þeim syndirnar. Það eru því ekki lengur neinar
þokukenndar hugmyndir, sem þeir hafa um
Hann, því þeir hafa fengið að reyna kærleiks-
verk Hans. Hvernig Hann breytir syndamyrkri í
bjartan sæludag, þar sem meinin eru læknuð og
sárin grædd.
Nú ógna ekki lengur atómsprengjur né illska
mannanna, því þeir vita að Kristur hefur sigrað
heiminn, og hefur lofað að varðveita sína á hin-
um mikla ógnardegi, sem gengur yfir alla heims-
byggðina. Einar Einarsson
Eilíft líf
Þetta hefi ég skrifað yður, til þess að þér
vitið, að þér hafið eilíft líf, yður sem trúið á Nafn
Guðs Sonar. 7. Jóh. 5, 13.
Ef þú ert í óvissu, um hvort þú munir verða
hólpinn, þá mundu að sá sem trúir á Jesúm
Krist, hefur eilíft líf, og það verður ekki frá hon-
um tekið, ef hann stendur stöðugur í trúnni allt
til enda.
Trú þú á Ðrottinn Jesúm Krist, og þú munt
hólpinn verða.
Þetta eru loforð Guðs og fyrirheit, sem ekki
bregðast. Hættu að horfa á sjálfan þig, syndir
þínar og mistök. Þú megnar hvort sem er aldrei
að gera þig hólpinn, né hæfan fyrir Guðs dýrð.
Horfðu á Jesúm Krist á krossinum. og íhugaðu
hvers vegna Hann hékk þar, saklaus og heilagur.
Þú hefur máske haldið, að það hafi verið vegna
vonsku Gyðinganna, er kröfðust þess að Hann
yrði krossfestur, en mundu að það var vegna
þinna synda, til þess að þær yrðu ekki tilreikn-
aðar þér á degi dómsins. Trúðu Honum fyrir að
hafa friðþægt fyrir syndir þinar, og fullnægt
öllu réttlæti þín vegna, svo að þú hefðir eilíft
líf. Allt annað er ómögulegt. Þetta er eini vegur-
inn fyrir þig til þess að eignast eilíft líf. Þó að þú
viljir reyna aðrar leiðir þá er það aðeins erfiði
fyrir eldinn. Það stendur hverjum iðrandi syndara
til boða algjörlega gefins án allra verka manns-
ins, eins og sæmir hinum algóða Guði, sem elsk-
aði heiminn svo mikið að Hann gaf Son sinn Ein-