Fagnaðarboði - 01.03.1950, Síða 5
FAGNAÐARBOÐI
5
Guð er kærleikur
Guð er kærleikur og svo mikinn kærleika
sýndi Hann oss syndugum mönnum, að Hann
gaf sinn Eingetinn Son, svo að hver, sem á Hann
trúir, skyldi ekki glatast, heldur hafa eilíft líf.
Lof og dýrð sé Drottni Jesú Kristi fyrir það,
að Hann hefir opnað eyru mín fyrir sínu blessaða
Heilaga Orði, þar sem Hann birtist sjálfur lif-
andi og máttugur til þeirra, sem trúa og treysta
því, sem Hann hefir látið sína heilögu þjóna
boða.
Þegar ég var yfirkomin af þreytu og sorg,
sendi Hann sína þjóna til mín, þar sem ég fann,
að ég átti engan vin hér í þessum heimi. Þá
bað ég Guðrúnu Jónsdóttir í Hafnarfirði að
biðja fyrir mér, að ég mætti finna Drottins mikla
mátt. Það stóð ekki á bænheyrslu. Eftir nokkrar
fyrirbænir birtist Drottinn Jesús Kristur mér
sjálfur. Hann kraup við rúmið okkar og sýndi
mér sitt blessaða Blóð, sem Hann úthellti á
krossinum fyrir mínar syndir.
Lofað og vegsamað sé Hans blessaða Nafn.
Það er aðeins fyrir Jesú, sem við nálgumst
sjálfan Guð, svo frá þeirri stundu fylltist sál
mín svo mikilli ró og friði, og ég fann Drottins
líknandi kærleika lyfta mér frá myrkrinu yfir
til ljóssins. Drottinn, sem er almáttugur, algóð-
ur og alvitur, Hann er Ijósið í heiminn kominn
til að lýsa okkur og hjálpa í gegnum allar þreng-
getinn til þess að hver, sem á Hann trúir skyldi
ekki glatast heldur hafa eilíft líf.
Þér finnst ótrúlegt að þú þurfir ekkert að gera
sjálfur, til 'þess að eignast eilíft líf, því hér ert
þú vanur að vera krafinn endurgjalds fyrir hvað
sem er. Þú mannst líka eftir glataða syninum í
Lúk. 15, 16. þegar hann var verst kominn, þá
gaf honum engin neitt, en þegar hann snéri við
og náði fundi föður síns, þá stóð honum allt til
boða endurgjaldslaust. Þannig og miklu fremur
stendur hverjum iðrandi syni til boða eilíft líf
án allrar verðskuldunar. Á annan hátt væri
heldur ekki hægt að öðlast eilíft líf, því Drottinn
verzlar ekki við mannanna böm með náð sína
og kærleiksverk. Einar Einarsson
ingar. Hann segir sjálfur: „Komið til mín, allir
þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir og ég mun
veita yður hvíld.“
Kærleikur Drottins Jesú Krists nær til allra
þeirra, sem vilja gefa gaum að Hans blessaða
Orði.
Drottinn segir sjálfur: Vakið og biðjið, svo
þér fallið ekki í freistni.
Hann áminnir okkur um að biðja, svo það illa
nái ekki að freista okkar.
Drottinn segir: Hjarta yðar skelfist ekki, trú-
ið á Guð og trúið á mig.
Gefum gaum að þessum Orðum, þar sem Hann
segir: Trúið mér, að ég er í Föðurnum og Faðir-
inn í mér, en ef ekki, þá trúið mér vegna sjálfra
verkanna. (Jóh. 14. 11.).
Lesari góður, er nokkuð yndislegra til, en að
vera heilbrigður á sál og líkama og mega lifa
og starfa með þeim, sem Ðrottin af náð sinni
og elsku hefur gefið okkur, en til þess að gleðin
verði fullkomin, verðum við að hafa frið við
Guð, sem allt vill gera fyrir okkur.
Lofaður veri Drottinn, sem lét ljós sitt skína
í hjarta mitt og gaf mér fullvissu um fyrirgefn-
ingu syndanna fyrir Krists blessaða Blóð, sem
Hann úthellti á krossinum. Þar, sem Hann leið
allar þjáningarnar fyrir mínar mörgu og ljótu
syndir.
Það er aðeins eitt, sem við getum gert og það
er að velja og hafna. Þegar ég bað af öllu hjarta
í einlægri trú án efa, þá miskunnaði Drottinn
mér, og nú þarf ég ekki annað en krjúpa og
biðja þá er allt bætt.
Síðan ég varð ekkja er ég mikið ein, en ég
finn aldrei til einveru, því mig þyrstir að drekka
af lindinni heilögu, þar ég alla svölun finn.
Lof og dýrð, nú er enginn dauði til framar
fyrir þá, sem trúa, því Jesús segir: Eg lifi og
þér munuð lifa. Enn segir Jesú: Hver, sem elskar
mig, mun varðveita mitt Orð og Faðir minn mun
elska hann og til hans munum við koma og gjöra
okkur bústað hjá honum. (Jóh. 14, 23.).
Ef þú, sem lest þessar línur hefir ekki þegið
frelsið. Þá þigg það nú í dag, áður en það er um
seinan.
Ðrottinn er hvern dag að leita að hinu týnda
og frelsa það. Kristín Hannesdóttir.