Fagnaðarboði - 01.03.1950, Page 6

Fagnaðarboði - 01.03.1950, Page 6
6 FAGNAÐARBOÐI Jesús Kristur er Frelsarinn Eg var eins og allt annað fólk, var alltaf að leita að hamingjunni. Eg þrautreyndi, en fann hana ekki vegna þess að leiðin sem ég fór, var leiðin sem liggur frá hamingjunni. Eg leitaði einnig sannleikans, en það fór á sömu leið, ég fann hann ekki. Eg var á breiða veginum, sem liggur til glötunar. Satan batt mig alltaf fastar og fastar í syndafjötrana, en Frelsarinn minn var alltaf að leita að mér og öðru hvoru talaði Hann til mín fyrir munn þjónanna sinna, en ég var svo f jötruð af óvininum að ég sinnti því ekki. Það var ekki fyr en ég hafði liðið miklar þrautir og þjáningar að ég sneri mér til Drottins, og þá var Hann þar blessaður Frelsarinn, með út- breiddan faðminn og tók á móti mér. Drottinn sýndi mér syndirnar, sem ég hafði drýgt, ég hryggðist sárlega og bað Hann að fyrirgefa mér. Drottinn gaf mér nýja sjón, svo ég gat séð synda- veginn, sem ég hafði farið. Eg varð undrandi, svo blinduð hafði ég verið af valdi Satans. — Drottinn gaf mér einnig nýtt hjarta og allt nýtt. Og sjá, ég geri alla hluti nýja, segir Drottinn. Eg hafði fengið allt nýtt. Almáttugur Guð hafði fyrirgefið mér syndimar. Eg var endurfætt Guðsbarn fyrir Jesúm Krist, ég gat tileinkað mér Hans réttlæti vegna þess að Hann dó fyrir mig á krossinum. Því allt sem ég hafði hugsað, talað og gjört á meðan ég var Satans barn var mér allt til dóms. En ég er frelsuð frá dómin- um fyrir Guðs náð. Eg hefi skipt um Föður. Áður átti ég Satan fyrir Föður. En nú á ég: Almáttugan! Heilagan! Þríeinan! Guð, fyrir Föður og Frelsara og fyrir læknir og verndara. Eg hef fengið blessaða Heilaga Andann, Sannleiksandann, sem huggar og leiðir í allan sannleika. Eg hef fengið Guðs- barnaréttinn, er erfingi eilífs lífs og samarfi Krists, fæ að erfa Guðsríkið með Guðssyninum Jesú Kristi. Hvílík sæla! Hvílík dýrð! Kristur er upprisinn, Hann er lifandi, Hann hefir sigrað dauðann og allt vald djöfulsins. Hann hefur unnið fullkomið verk fyrir mig. Guði sé lof og dýrð. Hvernig get ég svo þakkað Guði fyrir allt, sem Hann hefur gefið mér. Eg get aðeins verið hlýðin, leitast við að gera Hans vilja og sagt öðrum frá því, sem Hann hefur gert fyrir mig, því Hann þráir að frelsa. Drottinn vill ekki dauða syndugs manns, Hann vill að allir snúi sér og lifi eilíflega. Eftir dauðann kemur dómurinn, þá er það of seint. Lofað og vegsamað sé Drottins Heilaga Nafn frá eilífð til eilífðar. Sigurbjörg Magnúsdóttir. Mð Drottins Jesú En vér trúum því, að vér verðum hólpnir fyrir náð Drottins Jesú á sama hátt og þeir. Post.15,11. Það er svalandi fyrir hverja sárþyrsta sál, sem þráir sannleikann, að heyra hinn hreina og ákveðna vitnisburð hins stórmerka postula Péturs, þar sem hann skýrir frá trú sinni, sem einungis var grundvölluð á náð Drottins Jesú. Pétur hafði verið alinn upp undir lögmálsþjón- ustu með fórnum, og musteri þar sem lögmálið og spámennirnir voru lesnir og útskýrðir hvern hvíldardag ár eftir ár, án þess þó að veita sál hans fullnægingu. Því lögmálsfórnirnar megnuðu ekki að friða samviskuna sem alltaf var sér með- vitandi um synd. Aftur á móti þegar Guð gaf Son sinn Eingetinn í fórn fyrir syndir allra manna, þá fullnægði Hans fórn, í eitt skipti fyrir öll, til að friðþægja fyrir syndir allra þeirra, sem á Hann trúa. Þessa fullvissu hafði Pétur nú öðlast eftir að hafa fundið Jesúm Krist, og vissi að ekki var til neins frá Honum að fara, þar sem Hann hafði Orð eilifs lífs, sem fullnægði sál hans og friðaði samvisku hans algjörlega. Nú vissi Pétur að hann mundi ekki verða hólpinn fyrir lögmálsverk, heldur einungis fyrir náð Drottins Jesú, á sama hátt og hver annar iðrandi syndari, sem játaði syndir sínar fyrir Honum. Hann var fullviss um að Kristur hefði friðþægt fyrir syndir 'hans í eitt skipti fyrir öll, svo að þeirra yrði ekki framar minnzt. Heilagur Andi sannfærði hann nú um hlutdeild hans í rétt- læti Jesú Krists.

x

Fagnaðarboði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.