Fagnaðarboði - 01.03.1950, Qupperneq 7

Fagnaðarboði - 01.03.1950, Qupperneq 7
FAGNAÐARBOÐI 7 Guð sér Guð lítur af himni niður á mennina, til þess að sjá, hvort nokkur sé hygginn, nokkur, sem leiti Guðs. Sm. 53, 3. Drottinn lítur yfir mann milljónirnar, þær hafa mikið annríki og mörg áhugamál. Heili þeirra og hendur starfa látlaust, nótt og dag, þar er enga hvíld að finna, því að allt riðar í höndum þeirra. Hver dagur færir þeim fleiri vonbrigði, hver nóttin bætir angist við angist. Þeir leita stuðn- ings hver hjá öðrum, en eru þó valtir á fótum. Þeir hafa ekki gefið því gaum að allar athafnir þeirra eru ekki þóknanlegar Guði. Þetta er það, sem hver og einn þarf svo vel að vita, að hversu auðugur, sem hann kann að vera, að góðum verkum, fórnfýsi, sjálfsafneitun, þekk- ingu eða dyggðum; þá er samt eins erfitt fyrir hann að komast inn í Guðsríki, eins og fyrir úlf- alda að ganga í gegnum nálarauga. Inn í Guðs- ríki kemst enginn fyrir sín eigin stundlegu og takmörkuðu verk; heldur aðeins fyrir náð Drott- ins Jesú og Hans fullkomna fórnarverk. Því öll verk mannanna eru svo fjarlæg eilífðinni og ástarundrum hins eilífa Guðs. Börnunum, sem skortir allt og ekkert hafa Guði að gjalda, stendur Guðsríkið opið, og hjarta Föðurins bærist af eilífri ástarþrá, eftir að um- lykja þau sinni himnesku elsku, en ríka lætur Hann tómhenta frá sér fara, hversu vel sem þeir kunna að hafa þjónað og staðið vel í verki sínu, en gleymt að ónýtir þjónar erum vér, vér höfum aðeins gjört okkar skylduverk og eigum því eng- in laun skilin. Syndugur maður, krefst réttlátra dóma af Drottni og hyggur að hugsanir sinar og verk geti staðist fyrir augliti Hans, en veit ekki að enginn getur litið Guð og lifi haldið, svo mjög skortir manninn á dýrð hins alsæla Guðs. Einar Einarsson. I langlyndi sínu bíður Drottin, til þess að sjá, hvort nokkur leiti Hans. Ef menn gerðu sér það ljóst að þeir eru undir stöðugu eftirliti almáttugs Guðs, þá mundu þeir hrökkva upp af dauðamókinu og fánýtu verkun- um. Þeir mundu snúa sér og leita til Drottins og þiggja Hans náð. Guð, sem hefir elskað alla að fyrra bragði og birtir þeim vilja sinn. Hann gefur öllum frjálst val, á hvern þeir vilja hlýða og hverjum þeir vilja þjóna. Náðugur og miskunnsamur er Guð, sem ekki vill að neinn glatist. Hann bíður öllum að hlýða á sinn elskaða Son. Sá, sem hlýðir á Soninn, hlýðir á Föðurinn sem sendi hann til þess að leita að hinu týnda til að frelsa það. En í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð og þann sem þú sendir Jesúm Krist. Jóh. 17, 3. Þetta er náðargjöfin, sem Guð hefir fyrirbúið öllum að öðlast, sem til Hans koma. Enginn má láta hjá líða að þiggja eilíft líf, en það er augljóst að ekki eru allir hyggnir, ekki allir, sem leita til Drottins meðan tími er til, áður en dyrunum er lokað, og Drottinn veitir ekki áheyrn lengur. Þetta opinberar Drottinn með dóminum yfir ríka manninum, sem hóf upp augu sín í helju. Hann fékk ekki áheyrn, því Hans tími var út- runninn. Hann sinnti ekki um að leita Drottins fyr en of seint. Þessi skelfilega frásögn ætti að hvetja alla til að óttast og auðmýkja sig og leita á náðir Drottins í iðrun svo glötunin verði ekki arfleifð þeirra, Það eru margir, sem draga sig á tálar með því að hugsa að þeir losni við synd- ina, þegar þeir fari héðan. Þá liggi hún eftir eins og allt annað, sem manninum heyrir til, en svo er ekki, þvi að verk þeirra fylgja þeim. Hver maður verður að fá sig hreinsaðan af synd fyrir Blóð Krists, meðan Hann dvelur hér í holdi, því eftir það er enga fyrirgefningu að fá. Hver, sem er svo hygginn að hann leiti Drott- ins, þarf ekki að kvíða, því Drottinn þekkir sína, sem á Hann trúa og þora að byggja allt sitt líf á sínum trúa Frelsara. Hálldóra Einarsdóttir

x

Fagnaðarboði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.