Fagnaðarboði - 01.01.1953, Síða 2

Fagnaðarboði - 01.01.1953, Síða 2
2 FAGNAÐARBOÐI Þá mun endirinn koma. Og þessi Fagnaðarboðskapur um ríkið mun predikaður verða um alla heimsbyggðina, til vitnisburðar öllum þjóðum; og þá mun endir- inn koma. Matt. 2lj, llf. Hvern einasta dag, eru þessi spádómsorð að rætast. Það eitt ætti að færa oss heim sanninn um óbrigðulleika Orða Hans, sem einskis var virtur af samtíðarmönnum sínum og fæstum kom í hug að væri sá Immanúel, sem spámennirnir höfðu boðað að koma ætti. Þrátt fyrir það hafa þjóðirnar fengið að heyra hið dýrmæta Fagn- aðarerindi. Frá hásæti Almáttugs Guðs, hafa oss borizt eilífðarinnar Orð, fyrir Drottinn Jesúm Krist, þýdd og kunngjörð þjóðunum á þeirra máli, staðfest af Heilögum Anda, með táknum, undr- um og margvíslegum kraftaverkum; ekki aðeins á umliðnum tíma, er oss hefðu borizt sögusagnir um, heldur einnig á yfirstandandi tíma. Drottinn heldur áfram að uppfylla fyrirheit sín til allra þjóða, með því að úthella Anda sínum yfir allt hold. Þegar litið er til baka af sjónarhæð tuttugustu aldarinnar og spádómar Ritningarinnar eru born- ir saman við atburði liðinna tíma, þá kemur það skýrt í ljós að ekkert hefir fallið niður af Orðum Drottins eða fyrirheitum, og þegar tekið er eftir hvernig spádómarnir hafa rætzt, þá má sjá á hvern hátt hinn allt sjáandi Guð lýsir því, sem hulið var öllum heimi á þeim tíma er þeir voru ritaðir. Af þessu má einnig læra að líta fram í tímann, og skilja þá 'hluti sem Drottinn hefir boðað að koma muni. Eftir Orðum Drottins er það því ljóst að óðum líður að hinum miklu umskiptum. Þegar Kristur Jesús opinberast í allri sinni dýrð, sem dómari alls jarðríkis. Þá munu hinir heilögu sem Orð Hans hafa varðveitt, öðlast ríkið, sem þeim var fyrirbúið frá grundvöllun heims og aldrei verður af þeim tekið. Þar sem Guð býr á meðal þeirra og þeir fá að njóta þess fagnaðar sem engum hefir í huga komið. Les Dan. 7,18 og 27 og Matt. 25, 34. Aftur á móti verður koma Drottins skelfileg fyrir þá, sem náð Hans hafa hafnað og ekki hafa gjört iðrun og meðtekið fyrirgefningu synda sinna. Því að þá koma þeir ekki fram vélráðum sínum og nekt þeirra verður öllum augljós, með þeim skelfingum að þeir reyna að hylja sig í hellum og jarðholum, sem þó kemur að engu haldi. Les. Matt. 25, Jjl, lf6. Hyggilegast er því að gera iðrun og trúa Fagnaðarboðskapnum, svo að syndirnar verði afmáðar samkvæmt fyrirheitum Guðs. Þar sem engu ráði Drottins verður varnað fram að ganga. Því að eins og tíminn líður þó að klukk- an stöðvist, þá rætast Guðs Orð og stöðug standa þó að þeim sé enginn gaumur gefin. Sá frestur, sem yfir stendur á því að endirinn komi, er vegna kærleika Guðs, til þess að gefa syndugum mönnum tækifæri til iðrunar. Aðalatriðið er ekki að vita daginn né stundina, er Faðirinn setti af sjálfs síns valdi. Heldur að vita að hver stundin getur verið hin síðasta, sem hverjum og einum er gefin til þess að svara þeirri elsku Guðs, sem opinberaðist á krossin- um á Golgota. Þar sem Drottinn Jesús burttók syndir vorar, með þvi að fullnægja skráðum dómi. Og jafnframt að gefa gaum að þeim táknum, sem Hann hefir boðað að birtast muni áður en endirinn kemur, en ekki að setja merki við einn eða annan tíma. Einar Einarsson. Guði er ekkert ómáttugt. Frá 15 ára aldri, hef ég þjáðzt af innvortis bólgum og hef þar af leiðandi verið af og til undir læknis hendi í 14 ár. Allt var reynt, sem hægt var, t. d. ljós, stutt- bylgjur og uppskurður, en ekkert hjálpaði. Ég var þreytt á þessu. Árið 1950 fór ég til sérfræð- ings, og sagði hann mér, að ég hefði bólgur og æxli, sem þyrfti að taka og vildi að ég kæmi til uppskurðar strax. Ég átti heima úti á landi og heimilisástæður leyfðu ekki að ég færi þá. Þegar ég kom heim rannsakaði heimilislæknirinn minn mig og bar honum alveg saman við sérfræðinginn. Frænka min, sem þekkti Guðrúnu Jónsdóttur og vissi hve bænheit hún er, fór til hennar og bað hana að biðja fyrir mér og gerði Guðrún það. Hálfum mánuði eftir að ég kom heim, fór ég

x

Fagnaðarboði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.