Fagnaðarboði - 01.01.1953, Page 5

Fagnaðarboði - 01.01.1953, Page 5
FAGN AÐARBOÐI 5 vildir vera einlægur, þá bæri þér á bænastund- unum að loknum samkomum, að segja hinum aumu syndurum, sem Heilagur Andi talar til, að þú sért stórefinn í því, hvort þeir muni frels- ast, en tjáir þeim jafnframt að þú skulir biðja fyrir þeim. Svo geti maður séð hvernig fer. Og svo bætir þú við: „Við verðum að vona að það sé vilji Guðs að þú frelsist. Ef það bregzt, þá vill Guð ekki að þú frelsist.“ Nei, bróðir, ekkert þessa gerir þú þegar frels- isboðskapurinn, það atriði Fagnaðarerindisins á i hlut. Þú gerir hið gagnstæða. Kröftuglega hróp- ar þú, að á þessari stundu geti allir syndarar hlotið frelsi — ef þeir aðeins vilja koma. Og þegar þeir koma biður þú fyrir þeim og gleðst yfir hverjum einum, sem þú biður með. Þú verður eflaust fyrir einhverjum vonbrigð- um síðar, þegar þú kemst að raun um að sumir, já, ef til vill margir, hlutu ekki endurfæðingu. Samt sem áður heldur þú áfram einarðlega og öruggur í trúnni, að bjóða þeim að koma, hverj- um sem er og hvenær sem er, því Drottinn vill taka á móti öllum. Af hverju er viðhorfið allt annað, þegar um er að ræða hitt atriði frelsisverksins, sem nefn- ist „lækning fyrir trú og bæn“? Jú, þá er hægt að sannreyna allt með augun- um. Ekki er ávallt eins auðvelt að fylgjast með því, hvort endurfæðing hefur átt sér stað eða ekki. — Við höfum fyrir okkur hið sýnilega og erum ekki lengur á vegi trúarinnar. Hann tók ekki einungis á sig syndir okkar, heldur einnig sjúkdómana, segir Jesaja. Og í lofgjörð- inni í Sáimi 103, er talað um Drottin sem þann, „sem fyrirgefur allar misgjörðir þínar“ og því trúum við og boðum það fullkomlega. En í næstu línu er um Hann talað, sem þann „er læknar öll þín mein“. Gagnvart þessum sannleika vakna hjá okkur efasemdir og við strikum hann út úr Fagnaðarerindinu. Við viljum gjarnan trúa þess- um sannleika og notfæra okkur hann, en með allri varfærni og um fram allt ekki boða hann, — að minnsta kosti ekki of oft því þá kynnu samkomurnar að vekja of mikla eftirtekt og koma öllu á tjá og tundur. Þegar Jesús sendi út lærisveinana sína gaf Hann þeim glögga og ákveðna fyrirskipun um hvernig þeir ættu að boða Fagnaðarerindið. „Flytjið þennan boðskap: Himnar'iki er i nánd og læknið sjúka. Af hverju er þetta fátítt á samkomum okkar? Af því að það er ekki boðað. Trúin kemur af boðuninni, með heyrninni. Þegar ég kom til sjálfs min aftur, leið langur tími áður en andi minn gat róast. Þetta hafði valdið algerðri byltingu hið innra með mér. Ég hafði verið blindaður. En nú þegar mér auðnað- ist að sjá þá varð mér einnig ljóst hve mikið ég hafði vanrækt öll þessi ár. Sorg og neyð ríkti í sál minni og ég varð að heita Drottni að ég skyldi flytja boðskapinn skíran og ákveðinn bæði í ræðu og riti, — þann boðskap, að hjá Guði er ennþá rúm fyrir alla sjúka og að Jesús segir: „Komið til mín“. Hann mun lækna hvert einasta barna sinna. Sama hvers kyns sjúkdómurinn er eða á hve háu stigi. Það skiptir engu máli þótt aldurinn sé orðinn hár, þegar komið er. Og nú munt þú spyrja: „Hijóta þá allir lækn- ingu?“ Vinur minn, þar er það Drottinn, sem ræður. Þjóninum er ekki falið að hafa eftirlit með gjörð- um Herra síns. Við flytjum boðskap og erum ráðsmenn yfir margvíslegum náðargjöfum Guðs. En endurfæðing og lækning er í höndum Hans. Þessvegna ber Honum einum allur 'heiðurinn. En hvernig eiga sjúkir að koma, þegar enginn flytur boðskapinn. Og hvernig getur nokkur flutt boðskap nema hann sé sendur. Þú ert send- ur vinur minn og boðberi. En flytur þú Fagn- aðarboðskap trúarinnar eftir þeirri fyrirskipun, sem kom frá himni? Við verðum að losa okkur við þennan þvætt- ing um að vekja fáheyrða eftirtekt. Fagnaðar- boðskapurinn vekur eftirtekt með krafti sínum, hvort heldur um er að ræða guðleysingja, er endurfæðast eða sjúka, er fá aftur líf og limi. Hvor tveggja verður fyrir háði og fyrirlitningu heimsins. Við megum ekki hlýða röddum heims- ins, heldur þola viljugir niðurlægingu Krists — þola að vera álitnir heimskingjar og verða skipað í flokk þeirra manna, er gjarnan vilja vekja á sér eftirtekt. öll þessi svikna heimsmenning, en með henni reynum við að hindra framgang náðargjafanna í söfnuðunum, er ekkert annað en óekta skreyt- ing sem við höfum komið á, til þess að geðjast mönnunum og verða álitnir hyggnir menn og ráðsettir, gæddir lífsþekkingu. Við þörfnumst

x

Fagnaðarboði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.