Fagnaðarboði - 01.02.1962, Síða 3
FAGNAÐARBOÐI
3
Zilgangur Ufsins
(Fréttaviðtál við Oral Roberts.)
(Framhald úr síðasta blaði).
BLAÐAMAÐUR: Til hvers lifum við?
ORAL ROBERTS: Við lifum til þess að þjóna. Jesús
sagði: ... Manns-Sonarinn er ekki kominn, til þess að
láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna. Sá maður, sem
lifir lífinu samkvæmt tilgangi þess, leggur þjóðfélaginu
til ákveðið, varanlegt framlag og berst fyrir því, að
öðrum lærist, hvernig lifað skuli. Hann getur ekki setið
hjá afskipta- og aðgerðalaus.
Kristur var ávallt sem þátttakandi, aldrei sem hlut-
laus áhorfandi. Eftir skírnina og þá er Hans hafði verið
freistað af djöflinum, hraðaði Hann för sinni, til fólks-
ins, til þess að leysa frá synd og sjúkdómum, undan
valdi óttans og illra anda. Kristur gerði meira en leggja
líf sitt í sölurnar á krossinum, svo við mennirnir mætt-
um öðlast eilíft lif. Hann gaf hvem dag, hverja stund,
já, hverja minútu lífs síns, til þess að sýna mönnunum
hvernig lifa ætti lífinu og kenna þeim að þekkja það,
sem gefur lífinu gildi.
BLAÐAMAÐUR: Hvernig getur líf okkar náð til-
gangi sínum, þegai- sjúkdómar, ástvinamissir, tjón og
tap verður hlutskipti okkar?
ORAL ROBER TS: Oft og tíðuin, þá er okkur mætir
sorg, sjúkdómar, þjáningar eða vonbrigði, getur okkur
fundizt lífið tilgangslaust og einskis vert.
Ef til vill hefur þú orðið fyrir þeirri þungu sorg að
missa barn þitt eða annan ástvin. Einhver þér nátengd-
ur kann að hafa veikst hættulega, þú misst atvinnu
þína, kaupsýsla þín eða önnur starfsemi mistekizt. Þá
getur á slíkum reynslutímum farið svo, að trú þín veik-
ist, þú vitir ekki, hvert þú eigir að leita né hvað gera
skuli. Og þú spyrð: Hvers vegna hef ég orðið fyrir þessu?
Hvað hef ég gert, svo allt þetta skuli k.oma fram við
mig? Hef ég til þess unnið? — Eða þéi finnst lifið orðið
tilgangslaust og helzt af öllu kysir þú að fá að deyja.
En þetta er engin ný saga. Slíkar raunatölur hafa
bergmálað allt frá fyrstu tíð, þá er meim hafa orðið
fyrir þungri lífsreynslu og á það jafnt við unga sem
gamla. Stundum getur reynsla þín leitt til þess, að þú
dregst nær Guðsríkinu og þrá þín eftir eilífa lífinu orðið
sterkari.
Ef þú verður fyrir mLssi og bindur huga þinn þráfallt
við hann, — elur með þér harm þinn og sérð ekkert
nema sjálfan þig og eigið andstreymi, þá munt þú líða
skipbrot á trú þinni á Krist Jesúm. HIÐ EINA, sem
er nokkurs virði. I stað þess, verður þú að komast að
raun um, að Jesús Kristur er sjálft lífið. Kom fram
fyrir Hann með sorg þína og missi.
Vita skaltu, að ekkert er glatað, sem falið hefur
verið vernd Hans. Hann endurbyggir allt, sem gefur
lífinu gildi. Ef þér finnst lífsvon þín hrörna, þá minnstu
þess að Kristur endurnýjar. Hann sagði: Ég er upprisan
og lifið — Ég er vegurinn.
Með þessum orðum segir Kristur, að lausn allra þinna
vandamála sé að þekkja Hann. Viljir þú, að þér veitist
allt það, er þú þarfnast, þá er svarið hið sama, það —
að þekkja Jesúm Krist.
Ekkert fær hindrað Krist, engin sú hindrun, að Hann
fái hana ekki yfirstigið. Hann er vegurinn yfir gröf og
dauða, vegurinn út yfir allan missi. Svarið við öllum
þínum vandamálum er KRISTUR.
BLAÐAMAÐUR: Hvernig má slík umbreyting verða
í lífi mínu?
ORAL ROBERTS: Margir komast aldrei yfir missi
sinn, af því þeir halda það Guðs ráðstöfun, að þeir eru
syrgjendur, lifa við skort og sjúkdóma og brostnar
framtíðarvonir o. s. frv. En þetta er með öllu rangt.
Fyrst af öllu ber þér að muna, að Guð er g ó ð u r.
Frá Honum kemur mönnunum ekkert illt. Hann er
mönnunum ávallt nálægur til hjálpar í hvaða vanda
sem er.
Þú kemst yfir missi þinn ef þér tekst að láta af
þ í n u . Það er þetta stóra — ég —, sem verður að
hverfa. Umbreytingin á sér stað í lífi þínu, þegar þér
lærist að lifa tii þess að gefa í stað þess að lifa, til
þess að f á. Ef þú auðsýnir þurfandi meðbræðrum
kærleika, miskunnsemi, greiðvikni og skilning, munt
þú að f u 11 u komast yfir missi þinn. Minnstu þess,
að Guð er jafn nálægur þér og andardráttur þinn. Hafðu
Bibliuna ávallt nærtæka. I Guðs Orðinu öðlast þú kraft
í hverri raun, nýjan styrk og hughreysting.
Já, sannarlega er Jesús Kristur tilgangur lífsins.
Framhald á bls. 7.