Fagnaðarboði - 01.02.1962, Page 5

Fagnaðarboði - 01.02.1962, Page 5
FAGNAÐARBOÐI 5 fyrir augim bar. En fyrr en varði breyttust hdnar skammvinnu ánægjustundir í krampaköst og sársauka. Foreldrarnir eyddu öllu sínu lausafé og verðbréfum í leit að lækningu fyrir barn sitt. En heilsu Díönu hrakaði jafnt og þétt. Hvergi var huggun að fá, nema í trúnni og bæninni til Drottins. En hvernig sem á þvi stóð, þrátt fyrir bænir þeirra og trú, breyttist ekki sú stað- reynd, að Díana var að dauða komin. Amma Diönu sá nú í sjónvarpsþætti Orals Roberts, þegar hann bað fyrir sjúkum, sem hlutu lækningu. Og þetta varð Cooper-hjónunum það akkeri trúarinnar, sem þau þörfnuðust. Árið 1956 stóðu yfir samkomur í Danville í Virginia. Móðir Díönu var þess fuilviss, að einhvern veginn mundi henni auðnast að koma litlu stúlkunni á samkomur þessar, en hvernig henni mætti takast það, vissi hún ekki. En þegar nágrannarnir og samstarfsfólkið í klæða- verksmiðjLmni frétti, að foreldrar Díönu þráðu að koma henni til fyrirbænar á samkomur Orals Roberts, vildu allir rétta fram hjálpandi hönd svo af því gæti orðið. Geymsluskúr, sem stóð að húsabaki var nú seldur og nauðsynleg föt keypt handa Díönu. Frú Cooper var nú albúin til ferðarinnar, já, ferðapeningarnir meira að segja komnir í budduna. Faðir Díönu segir svo frá: Ég leit á stúlkuna mína, sjúka og þjáða, sem nú var farin að missa sjónina ofan á allt annað. Ég sagði um leið og ég barðist við grát- inn: Hér getur enginn hjálpað nema Drottinn einn. Fór ég svo inn í herbergi mitt og úthellti hjarta minu í bæn til Drottins. Þessi ferð, var för aftur inn í ríki vonarinnar. Von er upphaf trúar. En þar sem trúin er, þar skeður krafta- verkið. Og frú Cooper sá, að þarna á samkomunum var hún á réttum stað. Hún fann það í hjarta sinu og var nú fullviss um, að Díana mundi læknast þegar Oral Roberts bæði fyrir henni. Nú var ekki eftir neinu öðru að bíða en röðin kæmi að Díönu. Nú leið fyrsti dagurinn og einnig sá næsti. Frú Cooper taldi saman þá peninga, sem hún átti eftir í buddunni og sá, að hún hafði ekki ráð á að dvelja þarna nema einn dag til viðbótar. En hún hugsaði sem svo, að næsta kvöld hlyti röðin að koma að Díönu og nafn hennar verða kallað upp. En þessi þriðji dagur hennar þarna var einmitt 5. maí 1956, afmælisdagur Díönu litlu, sem nú fyllti fjórða árið. Nú mundi Oral Roberts biðja fyrir Díönu um kvöldið og hún læknast, hugsaði móðirin. Svona hlaut þetta allt að fara, því til þess hafði verið lagt upp í þessa ferð. En hvílík vonbrigði fyrir frú Cooper. Hún sat þarna með bamið í fanginu, skelfingu lostin, því nafn Díönu var enn ekki kallað upp. Enn þurftu þær að bíða, en það gátu þær ekki vegna fjárskorts. Og Díana hafði ekki enn hlotið lækninguna. I örvæntingu sinni bað nú móðirin til Drottins: „Vegna barnsins míns, sem ég elska, get ég ekki gefist upp, get ekki sleppt voninni að litla stúlkan mín verði heil, því ég veit, Drottinn, að þú getur læknað það.“ Er Móse gætti aö, þá er engill Drottins birtist honum í eldsloga, þá sá hann, að þyrnirunnurinn stóð í Ijósmn loga en brann ekki. Og móðirin, sem nú þrengdi sér fram í bæninni, heyrði nú raustu Drottins og er hún gætti aö, sá hún biðjandi fólk þarna, trúa og læknast. Kraftur Drottins fyllti samkomutjaldið, og nú vissi hún, að ekki stóð á öðru en að trúa og taka við lækningunni. Drottinn var þarna í krafti sínum, til þess að gera verk- ið og hún tók við því í trú. Móðirin trúði og kraftaverkið skeði á Díönu litlu. Allt í einu breyttist útlit Díönu. Andlit hennar bar þess nú merki, að hún var orðin heilbrigð, og augu hennar Ijómuðu af lifi, þegar hún sagði við móður sína: „Lofaðu mér að ganga um, mamma, mig langar til þess.“ Hjarta móðurinnar fylltist nú þeim fögnuði, sem engin orð fá lýst. Strax þá um kvöldið hljóp Díana um, glöð og heilbrigð. Hún læknaðist þarna á samkomunni, og hefir aldrei síðan borið hið minnsta á krampasjúkleika hennar. Fáum dögum síðar fóru foreldrar Díönu með hana til sérfræðingsins til rannsóknar. Þegar hann sá, að hún gat gengið inn í viðtalsstofuna, sá litarhátt hennar og útlit, gat hann tæpast trúað sínum eigin augum. Hann sagði, að ef til vill hefði lyfið reynzt áhrifameira, en hann hafði búizt við. Foreldrarnir upplýstu þá, að Drottinn hefði læknað Díönu cg hún hefði ekki snert lyfið síðan. Sérfræðingurinn sendi Díönu frá sér með þessum orðum: Útlit hennar bendir sannarlega til þess, að hún sé með öllu heilbrigð. Þetta dásamlega kraftaverk vakti að vonum undrun manna í Columbus, heimaborg Coopers hjónanna. Nú eru rúmlega fimm ár liðin síðan Drottinn lækn- aði Díönu. Hún man enn kvöldið sem það skeði og hefir, að beiðni kennarans, sagt bekkjarsystkinum sínum frá lækningu sinni. Díana er nú að læra að leika á hljóð- færi og ásamt systrum sínum tveim syngur hún söngva um Frelsara sinn, sem hún elskar af öllu hjarta. Hún sækir sunnudagaskóla og kirkju. Saga Díönu verður ekki sögð öll, því hver dagur ævi hennar er vitnisburður á vitnisburð ofan um það, að Drottinn læknar og viðheldur verki sínu. (Stuðzt við frásögn M. M. Odens í „Abundant Life“.)

x

Fagnaðarboði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.