Fagnaðarboði - 01.02.1962, Page 7
FAGNAÐARBOÐI
7
fæddur. Ekkert hamlaði honum að láta skírast né hindr-
aði hann í að lifa hinum upprisna Drottni og Frelsara,
sem hafði opinberast honum á hinn eftirminnilega hátt,
og kjörið hann sér að þjóni og votti.
Nú sá hann Ritningarnar í nýju ljósi og fyrirheiti
Guðs Ijómuðu fyrir augum hans. Leyndardómar Himna-
ríkisins lukust upp og ailt varð opið fyrir augum sem
áður var honum torskilið. Nú hafði hann öðlast full-
kominn fögnuð. Nú hófst nýtt líf, þjónusta við Fagn-
aðarerindið, þar sem lífið var honum Kristur. Og hinn
nýi sáttmáli var ritaður á hjarta hans með óafmáan-
legu letri kærleikans, og nú var honum létt að greina
á milli hins nýja sáttmála, sem hann var sendur til að
kunngjöra og hins gamla, sem þegar var úr gildi
fallinn. Eftir það var þjónusta hans við Drottin
látlaus sókn á hendur höfðingja heimsins. Ekki með
valdi og krafti holdsins og hugsana, heldur með krafti
Heilags Anda og alvæpni Guðs, þar sem aldrei var látið
undan síga og lífið að lokum gefið. Enda eru sigur-
vinningar Páls postula ógleymanlegir og nafn hans ber
við himinn, hátt yfir höfðum óvinanna. Ekki upphóf
hann þó sjálfan sig því hann vissi að hann átti allt
Drottni sínum og Frelsara að þakka, eins og öll þjón-
usta hans ber glöggt vitni um.
Það, sem hér átti sér stað í lífi hins unga ofurhuga,
sem hugðist réttlætast fyrir Guði fyrir eigin verk, er
glögg og stórbrotin mynd af því, sem hlýtur að ske á
einn eða annan hátt í lifi hvers, sem í allri einlægni vill
þjóna Guði.
Ef vel á að fara verður maðurinn að komast að raun
um að hann réttlætist ekki fyrir eigin verk eða ágæti.
Hann verður að sjá sig eins og hann er syndari frammi
fyrir alltsjáandi Guði, þar er verk mannsins geta ekki
hulið vansæmd hans á degi dómsins.
Hver og einn verður að mæta hinum sama upprisna
Frelsara, sem Páll postuli öðlaðist sáttargjörðina fyrir,
svo hann geti tekið undir vitnisburð Páls og sagt af
hjartans grunni:
Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé
tékið, að Kristur Jesús kom í heiminn, til að frelsa synd-
uga menn, og er ég þeirra fremstur. (1. Tim I, 15.)
Enda er ekki um neina aðra leið að ræða sem til lífs-
ins liggur. Með því hefur sporið verið tekið frá d iuðan-
um yfir til lífsins. Þá verða Orð Guðs, sem áðui voru
lítils metin, höfð í hæsta gildi sem lýsandi Ijós vegfar-
andans. Þau sýna honum þá dýrð og margbreytni, sem
himnarnir hafa að geyma. Fyrirheitin opnast þá sem
fólgnir fjársjóðir óþekktra undra, sem hvetja til helg-
unar og fyllra samfélags við Frelsarann, Drottin Jesúm,
og þannig ná þvi að mega sitja meðal vina Guðs í ríki
himnanna.
Einar Einarsson.
TILGANGUR LÍFSINS.
Framhald af bls. 3.
Þegar þú tekur við Kristi og helgar Honum líf þitt
til þjónustu, hefir þú líf og nægtir. Þá hefir líf þitt
náð tilgangi sínum.
Þegar þú hefir líf og nægtir, getur þú miðlað öðr-
um. Menn finna, að þú hefir hlotið vald og kraft frá
Drottni öðrum til hjálpar. En þegar þú hefir öðlazt
þá náð, að geta orðið öðrum til hjálpar, mun ósegjan-
legur fögnuður fylla hjarta þitt.
Ég gleðst yfir því, að mega lifa og starfa. Kristur
er í mér og með skírn Heilags Anda hef ég öðlast djörf-
ung og hugrekki. Ógnir heimsins skelfa mig ekki. Guð
hefir fyllt hjarta mitt kærleika sínum til hinna líðandi
og þurfandi.
Drottinn kallaði mig til þjónustu í maí 1947 og Hann
gerir sín verk, frelsar og læknar. Sjúkir verða heilir
og andlega niðurbrotnir hljóta hughreystingu svo þús-
undum skiptir. Aldrei hefir þjónustustarfið verið mér
undursamlegra en nú.
Sannarlega er Guð g ó ð u r .
(Tekið úr timariti Orals Roberts „Abundant Life“.)
Ilmenirar snmkomnr
Boðun Fagnaðarerindi sins
Að Austurgötu 6, Hafnarfirði
á sunnudögum kl. 10 f. li.
á þriðjudögum kl. 8 e. h.
á laugardögum kl. 8 e. h.
Að Hörgshlíð 12, Reykjavík
á sunnudögum kl. 8 e. h.
á miðvikudögum kl. 8 e. h.