Fagnaðarboði - 01.02.1962, Page 8

Fagnaðarboði - 01.02.1962, Page 8
8 FAGNAÐARBOÐI Jesús Isbnar sjúks (Matt. 8, 1—17). I. Ofan gekk af fjalli forðum, Frelsarinn með börnum lands, lokið hafði ljúfum Orðum, ljósi veitt til mannfjöldans. Ræðu slíka enginn áður, eða síðar flytja kann. Hann var þó af heimi smáður, Hann, sem kærleiksundrin vann. Líkþrár til Hans ganga gerði, GUÐSSON bað og Honum laut. Ef þú Herra vilt svo verði, vísa minni ’kvöl á braut. Hönd við sárin Herrann lagði. Heyr nú svarið trúarveill. Ég vil hjálpa Jesús sagði. Jafnskjótt varð hinn sjúki heill. n. Höfuðsmaður Herrann kvaddi, hann svo mælti‘ af speki vís. Sveinn minn heima liggur lami, líf hans þér af vörum kýs. Á ég koma og hann lækna, andsvar Drottinn gefur nú. Óverðugur er þess Herra, undir þak mitt gangir þú. Seg með einu orði Herra, allt mun verða, er býður þú. Yfirvaldi á ég hlýða, eins ég sendi hvert mitt hjú. Aftur svarar orðum mætum, aldrei fann ég meiri trú. Svo skal verða, sem þú biður, sveinin heilan finnur þú. III. Ef þú maður efast lengur, undrin fleiri skaltu sjá. Djarft að verki Drottinn gengur, dæmin um það nefna má. Heim með Pétri Plerrann snéxá, hans var tengdamóðir sjúk. Að Drottinn okkar byrðar beri, bregzt ei ef vor lund er mjúk. Hennar snerti Herrann blíði hendi. Sóttin undan gekk. Sama vald gegn sorg og stríði, sínum þjónxxm Jesú fékk. Upp stóð fljóð og ekki tafði. Að því gái maður hver. Orku lífsins hún nú hafði, Honum óðar þjóna fer. IV. Sama kvöldið helgum höndum, Hann við starf sitt bxxndinn var. Þjáða menn af illum öndum, út á strætin fólkið bar. Alla sjúka upp Hann reisti. Illar vættir niður braut. Seinna Hann mig særðan leysti, sál mín þar af miskxxrm hlaut. Kristján Kristmundsson. Áætlaö er aö 5 blöö komi Út þetta ár. Árgjáld Gefið Út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6, Hafnarfirði, blaðsins 10 kr. en í lausasölu 2 kr. simi 50075- — Afgreiðsla á sama stað. — Prentsm. Hilmir h.f. 2. tbl. 1962 15. árg.

x

Fagnaðarboði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.