Fagnaðarboði - 01.05.1965, Qupperneq 2

Fagnaðarboði - 01.05.1965, Qupperneq 2
2 F A G X A Ð A R B O Ð I Guð er enn að útvelja sér votta Þetta er sannarlega vekjandi og áhrifarík frá- sögn um kaupsýslumann einn í Kaliforníu, seni mátti ferðast alla leið til Jerúsalem, að hinni tómu gröf Krists, til þess að hann tæki við Jesú sem Drottni sínum og Frelsara. Síðan tekur við í Hfi þessa manns samfelld atburðarás, leidd fram af Drottni, og minnir á margt það, sem Postulasagan greinir frá. Af þessu sézt, að Guð er enn á þessum sið- ustu tímum að útvelja sér votta, sem Hann fyllir krafti Anda síns til sinnar þjónustu. Þegar dyrunum var lokið upp á heimili Waugh hjón- anna, fékk ég að líta venjulegt amerískt heimili. Þetta var á laugardagsmorgni. Húsbóndinn Fred Waugh sat snöggklæddur við símann og var að bjóða nágrönnum og vinum til bænasamkomu. Húsmóðirin Rut raulaði glöð lag íyrir munni sér meðan hún var að störfum í eldhúsinu. Dóttirin Linda, sem var heima í helgarfríinu frá háskólanum, lét fara vel um sig á legubekk inni í setustofunni og var að lesa. En sonurinn Fred var vænt- anlegur heim frá háskólanum á hverri stundu. Yfir þessu heimili ríkti hamingja og heilbrigði. Strax og ég var kominn inn fyrir þröskuldinn á þessu vist- lega heimili fann ég anda að mér friðsæld heimilislífs- ins, og þó mér hefði verið alls ókunnugt um, hvað hér stóð að baki, hefði mér samt ekki getað dulizt, að fjöl- skylda þessi átti eitthvað það sameiginlegt, sem traust var og öruggt, — eitthvað sem tengdi hana traustum böndum og sameinaði á sérstæðan hátt. Öll áttu þau trúna á Drottin, jafnt börnin sem foreldrarnir. Eftir hlýjar og góðar móttökur var höfð sameiginleg bænastund. Síðan fengum við okkur sæti og Fred Waugh hóf sögu sína: Síðastliðin tólf ár hef ég haft með höndum fasteigna- sölu hér í Kaliforníu. Þá hef ég einnig fengist við mynda- framköllun. Þar til í maí 1961 hafði ég sannast að segja aðeins eitt takmark, sem ég stefndi að, en það var fjár- hagsleg velmegun. Fjáröflunin var mitt eitt og allt og tók allan minn thna. iMeð því að komast yfir auð taldi ég mér skapað það öryggi, sem nægði. Þótt ég hefði fengið kristilegt uppeldi, var kristin trú í mínum augum lítið annað en erfðakenningar og enda- laus upptalning þess, sem mátti og þess, sem ekki mátti gera, það væri blátt áfram ógerningur að botna í öll- um þeim boðum og bönnum. En þar sást mér hrapalega yfir hinn sanna tilgang lífsins og gildi þess. En Guði sé lof og þakkir. Hann hafði sitt fyrirhugað ráð hvað mig snerti. Sú ráðstöf- un Hans hófst þegar með því, að ég kynntist Rut, ein- læglega trúaðri stúlku og gekk að eiga hana. En Rut kona mín varð að bíða lengi í von sinni og trú til Drott- ins, að Hann gripi inn í líf mitt. En nú fyrir tveim árum sá hún þessar vonir sínar rætast. Um það leyti varð breyting á atvinnurekstri mínum. Um langt árabil höfðum við verið tveir í félagi, en ýmsir erfiðleikar ollu því, að við urðum að leysa upp þennan félagsskap okkar. Þetta var allt Guðs ráðstöfun — skaut Rut nú inn í frásögn manns síns. Einmitt um þetta leyti voru nokkrir trúaðir vinir okkar að ráðgera að taka þátt í ferð til Landsins helga, sem Full-Gospel samtökin stóðu að. Efnt var til farar þessarar með það fyrir augum, að þátttakendur gætu jafnframt sótt alþjóðlegt mót samtakanna, sem halda átti í Sviss um þetta leyti. Xú hélt Fred Waugh áfram sögu sinni: Eg hafði aldr- ei neina sérstaka löngun til ferðalaga og allra sízt hefði mér komið til hugar að ferðast til Landsins helga. Kaup- sýslan átti hug minn allan. En þegar félagsskapur okk- ar rofnaði og ýmislegt því samfara hafði tekið töluvert á mig, fór ég að hugsa með sjálfum mér, að ef til vill væri þetta ekki svo fráleit hugmynd, að lyfta sér upp og fara í ferðalag. Fararstjórinn dr. Irvine Harrison, full- vissaði mig um, að ferðinni yrði fyrst og fremst hagað þannig, að menn gætu séð sem mest af því, sem markvert teldist fyrir ferðamenn, og að ég yrði ekki tilneyddur að taka þátt í neinum af samkomum þeirra. Fór nú svo, að ég afréð að fara þessa ferð. A þessu ferðalagi komst ég fljótlega að raun um, að samferðamenn mínir, hinir trúuðu kaupsýslumenn, mátu það miklu meir að fá tækifæri, til þess að bera fram vitnisburði sína um Drottin sinn og Frelsara, iðka bæn- ina og sækja samkomur trúaðra, heldur en skoða mark- verða staði og njóta hvíldar og gómsætra kræsinga. Þetta vakti sérstaka athygli mína og snart mig ó- neitanlega. Hjá því varð ekki komizt. Aldrei fyrr á ævinni hafði ég komizt i kvnni við slíkt hátterni krist- inna manna. Engum gat dulizt að þessir menn áttu lifandi samfélag við Drottin sinn og Frelsara, Jesúrn Krist. Líf þeirra var meir en aðgreining, skyldur og þjónustustörf. Það var líf fagnaðar, friðar og kærleika. Allt einkenndist af lífi og nægtum. Hvar, sem við fórum á þessu ferðalagi okkar, sýndi Drottinn mér, hversu þurfandi menn eru fyrir það, að finna Guð og öðlast samfélag við Hann. Án Hans er líf mannsins autt og snautt. Hvarvetna virtust mér menn vera að leggja sig fram og leitast við að komast nær Guði. Við vitum, að þess eru mörg dæmi, að menn

x

Fagnaðarboði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.