Fagnaðarboði - 01.05.1965, Qupperneq 4

Fagnaðarboði - 01.05.1965, Qupperneq 4
4 FAGNAÐARBOÐI Þetta fengum við allt, af því að Jesús kom (Sönn saga úr lííi stórborgarinnar). Það var aðfangadagskvöld. Himinninn var stjörnu- bjartur og íagur, en frost var á og nístingskuldi. Nokkr- ir unglingar fóru um og sungu jólasálma, kirkjuldukk- unum var hringt því jólahátíðin var að ganga í garð. Klukknahringingin vakti til hugsunar um friðarboð- skaii jólahátíðarinnar — friður á jörðu með þeim mönn- um, sem Hann hefir velþóknun á. — Tónarnir bárust út yfir þúsundir heimila borgarinn- ar, til ríkra jafnt sem hinna fátæku, og klæðlitlu, sem vetrarríkið var tilfinnanlegast. Söngurinn utan af götunni náði til eyrna öldruðum manni, sem sat boginn yfir bókhaldsreikningum sínum á heimili sínu í einu betri hverfa Lundúnaborgar. — Æ, allur þessi söngur og sífellda klukknahringing. Skárri er það nú hávaðinn. ðlanni gefst ekki næði, til þess að Jjúka við það, sem maður er að gera. — I þessu var barið léttilega að dyrum og kona, góðleg á svip, kom inn í herbergið. — Jólasöngvararnir eru komriif, herra. Þeir eru að spyrja, hvoft... — Hvað ef ég ekki oft biiinn að segja yður María, að ég vil alls ekki láta ónáða mig með neinu þess hátt- ar. Og nú grúfði gamli maðurinn sig vfir reikningsdálk- ana. En þegar ráðskona hans stóð kyrr í sömu sporum, vék hann sér aftur að henni og sagði: — Nú, var það eitthvað meira, sem þér vilduð? — Mig langaði rétt að segja yður, að ég ætla niður í Trúboðshús með smá jólaglaðning handa fátækum, sem ekki er orð á hafandi. En mér datt í hug, að ef til vill myndi yður langa til að senda eitthvað, til dæmis eina .. — Skó, eigið þér við það? Nei, slíkt kemur ekki til mála. Ég lét þá hafa skó í fyrra. Haldið þér, að ég sé einhver milljónamæringur eða hvað? Nei, ég hef sannar- lega ekki ráð á, að gefa utan af mér fötin. — Jæja. Ég var nú svona að láta mér detta í hug gamli frakkinn yðar. Þér hafið ekki farið í hann núna í þrjú ár, svo ég hugsaði að ef til vill gætuð þér séð af honum án þess að það kæmi til óþæginda. Ég er viss um, að það kæmi einhverjum fatalitlum vel að fá hann í þessari kuldatíð. — Jæja, jæja. Farið þér þá með frakkann, María. Látið mig svo í friði. Ja, hún María Gates. Hún á nú ekki marga sína líka. Það er naumast þeim hefir tekizt að umbrevta henni þarna í Trúboðshúsinu. Maður er nú ekki búinn að gleyma öllum skapofsanum í henni og geðvonzkunni, hérna fyrstu árin. En nú er hún einskær mildin og góð- mennskan. Eitthvað á þessa leið hugsaði gamli maðurinn, þegar María, ráðskonan hans hafði lokað á eftir sér dyrunum, og hann var einn eftir. En gamli maðurinn, Richard Drew, hafði ekki ávallt verið svona einmana um ævina. Ivonu sína missti hann eftir stutta sambúð og síðan hafði einkadóttir hans lát- ist skyndilega. Stóð hann þá einn uppi með Dick litla. Dick, einkabarnið, var nú alinn upp í eftirlæti og í engu til sparað af föðursins hálfu til uppeldis hans. Ávallt gat Dick fengið peninga hjá föður sínum, ef hann þótt- ist þeirra með þurfa, og var það ekki ósjaldan. En svo fór, að fjárráð íöðurins tóku að minnka og eftir orðakast milli þeirra feðga, fór sonurinn að heiman. Síðan hafði faðirinn engar spurnir af honum haft. Richard Drew var sár og bitur í garð sonarins og gerði ekkert, til þess að hafa upp á dvalarstað Dicks eða fá hann, til þess að snúa heim aftur. Þetta aðfangadagskvöld, eins og mörg önnur, sat þessi aklurhnigni maður aleinn heima og nú yfir reikningum sínum. Sálmasöngur unglinganna á götunni barst að eyr- um hans og talaði til hjarta hans um fvrirgefningu og sátt. Hann stóð nú upp, slökkti ljósið og bjóst til þess að ganga til náða. En orð sálmsins véku ekki frá hon- um. Þau hljómuðu sífellt fyrir eyrúm hans. En í öðru hverfi stórborgarinnar, ekki ýkja langt í burtu, var annað heimili. Vart verður með orðum lýst fátæktinni og eymdinni, sem þar ríkti. I einu herbergi í gömlu, hrörlegu húsi fátækrahverfisins bjuggu ung hjón með tvö börn sín. Hið litla, sem þau höfðu átt af húsgögnum var flest allt komið til veðlánarans. í einu herbergishorninu lá hin unga kona á dýnu. Hún var veik af gigt og kukla. Við borðið sat maður hennar og byrgði andlitið í höndum sér. Ljóst var, að örvæntingin var að yfirbuga hann. — Pabbi. Viltu koma með mér að skoða í búðar- glugga? spurði litli drengurinn, sem nánast hvarf í öll- um fataræflunum, er móðir hans hafði klætt hann í til varnar gegn kuldanum. En litli drengurinn var nýkom- inn heim af sjúkrahúsi og reið á að honuin yrði ekki kalt. Geta má nærri, að það hefur nízt hjarta föðurins, að sjá litla drenginn sinn svona vesælan, því fátt er sár- ara foreldrum, en sjá börn sín h'ða og geta ekkert úr bætt. Framhald á bls. 7.

x

Fagnaðarboði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.