Fagnaðarboði - 01.05.1965, Page 8
8
FAGNAÐARBOÐI
Hún hafði gripið þar um eitthvað og sýndi manni
sínum í útréttri hendinni.
— Þetta eru peningáseðlar, sagði Richard maður
hennar. Það er sannarlega langt síðan við höfum séð
sterlingspund á þessu heimili. Fimm 5 punda seðlar.
Hvorki meira né minna en tuttugu og finnn £ pund alls.
Sá hefir ekki verið hirðusamur með peningana sína, þyk-
ir mér. En við förum ekki að slá eign okkar á þá, — taka
það, sem við ekki eigum. Svo sannarlega hefðum við
not fyrir þá núna. Við skilum þeiin til eigandans.
Engum getur blandast hugur um, að mikil freisting
hlýtur það að hafa verið Richard Drew að notfæra sér
þessa peninga, sem þarna af tilviljun bárust upp í hend-
ur hans.
Hann horfði á konu sína og börn. Skorturinn og kuld-
inn hafði sorfið að þeim. Það leyndi sér ekki. En Richard
Drew hafði aldrei tekið ófrjálsri hendi annarra fé. Aldrei,
aldrei skyldi hann gerast þjófur.
í þeim svifum var barið að dyrum og konan, sem fylgt
liafði börnunum heim frá Trúboðshúsinu, leit nú aftur
inn til þeirra.
Richard Drew vék sér strax að henni og sagði:
— Mikið er ég þakklátur fyrir frakkann. Guð veit
bezt, hvað það kom sér vel að fá hann. En þessir pening-
ar, sem voru í einum vasanum, þeir eru ekki mín eign.
Þér vilduð nú víst ekki vera svo góðar, að koma þeim
til skila.
Konan skildi nú strax, hvernig í öllu lá. Hún lofaði
Richard Drew að koma peningunum til rétts eiganda.
En svo datt mér allt í einu í hug, sagði konan frá síð-
ar, eða öllu heldur eins og hvíslað væri að mér, að fara
þess á leit, að Sússie fengi að fara með mér, þegar ég nú
færi að skila peningunum.
Þær fóru nú báðar í strætisvagni heim til gefandans.
Hittist svo á, að hann var einn heima og varð því sjálf-
ur að fara til dyra, þegar þær hringdu dyrabjöllunni.
Konan lét Sússie bera upp erindið, sem sagði:
— Ég átti að skila innilegu þakklæti frá pabba fvrir
frakkann. En pabbi sendir þér hérna til baka peningana,
sem voru í vasanum.
Maðurinn áttaði sig ekki strax á, hvað litla stúlkan
var að fara. En þegar honum hafði skilizt, hvernig í öllu
lá sagði hann:
— Ég sé, að faðir þinn er ráðvandur maður, telpa
mín. Ég vissi, að einhvers staðar hafði ég lagt þessa pen-
inga frá mér, en gat ekki með nokkru móti munað, hvar
ég hafði stungið þeim.
— Væri ekki eitt £ pund hæfileg fundarlaun?
En nú varð konan fyrir svörum og sagði: — Þakka
yður fyrir herra, en vart trúi ég því, að Drew, faðir telp-
unnar, vilji láta launa sér fyrir að vera heiðarlegur.
— Hvað sögðuð þér, — Drew, Drew, sagði gamli
maðurinn og brýndi raustina.
— Hvert er skírnarnafn þessa manns?
— Pabbi heitir Richard og litli bróðir minn, hann
Dick, heitir líka Richard eins og pabbi, sagði Sússie.
— Komið þið hérna inn fyrir, mig langar til að vita
um þetta nánar.
— Hvað heitir hún mannna þín, telpa mín?
— Við köllum hana bara mönnnu, en pabbi kallar
hana Annie.
Augljóst var, að það, sem telpan sagði, fékk nú tölu-
vert á gamla manninn. Nú fór hann að spyrja konuna
í þaula um fjölskyldu þessa.
Hér var þá gamla sagan um soninn, sem hafði hlaup-
izt að heiman, kvænzt á unga aldri, orðið að brjótast
áfram vinafár, verið kallaður í herinn, síðan komið tímar
atvinnuleysis og í kjölfar þeirra fátækt og örbirgð. Og
nú svo komið, að Richard Drew hafði þótzt feginn að
geta leynzt í skugga stórborgarinnar.
Gamli maðurinn hlýddi þögull á frásögn konunnar
og liafði nú dropið höfði.
— Ég ætla sjálfur að fara heim með barninu, sagði
hann.
Þegar þangað kom, var það gamli maðurinn, sem bág-
ast átti með, að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Hann
gekk hiklaust til Richards, greip hönd hans og sagði:
— Richard, sonur minn. Guði séu þakkir, að við fáum
aftur að sjást. Ég fór illa að ráði mínu, þá er ég fyrir
tíu árum, já, tíu löngum árum, lét þig frá mér fara. Get-
ur þú fyrirgefið mér?
— Það urðu þá peningaseðlar, sem atvikunum réðu,
— þeir leiddu okkur nú saman eins og þeir liöfðu okk-
ur áður aðskilið.
— Nú verðið þið öll að koma með mér heim. Ég má
ekki til þess hugsa að þið séuð hér eina einustu nótt
lengur. Og María Gates vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr-
ið, þegar hún sá húsbónda sinn, þennan ómannblendna
mann, sem forðaðist eftir megni umgengni við aðra, koma
út úr bíl ásamt tveim fullorðnum og tveim börnum.
— Hjálpaðu okkur hérna inn fvrir María, og sjáðu um
herbergi og rúm fvrir þessa vini mína, kallaði hann til
hennar.
Þegar Dick litli um kvöldið lagði þreyttur kollinn sinn
á mjúkan koddann, hvíslaði hann til Sússie, systur sinn-
ar:
— Sússie, þetta fengum við allt, af því Jesús kom úr
himninum hingað niður til okkar.
— Já, Dick, sagði Sússie.
Gefið út af Sjálfseignarstofmminni Austurgötu 6, Hafnarfirði.
5. tbl.
1965
18. árg.