Fagnaðarboði - 01.01.1987, Blaðsíða 4
4
FAGNAÐARBOÐI
Trúðu aðeins
Á liðnu ári höfum við eflaust íátið margt fara fram
hjá okkur af þeim gæðum sem góður Guð hefír búið
okkur í sér. En Davíð konungur gat í 17. Sálm 5.V.
sagt:
Skref mín fylgdu sporum þínum, mér skriðnaði ekki
fótur.
Getur þetta verið vitnisburður okkar á liðnu ári? En
svo ætti alltaf að vera hjá kristnum mönnum er mega
feta í fótspor Frelsara síns. Því glögg og skýr er ganga
Hans sem Hann gekk hér um á jörð holdi klæddur.
Hann er við sín köllunarverk og býður börnum sínum
að fylgja sér á veginum sem Hann yfirgefur ekki. Og
þar eru harmur og slys óþekkt. Hann lifir og öllum
þeim er gefast til hlýðni við Orð Lífsins veitir Hann
af sínu. Með fórn sinni sætti Jesús Kristur okkur við
Guð, svo með trúnni á Flann erfum við eilífðina og
höfum alla möguleika til að elska Flann, Drottin okk-
ar og Frelsara, - því trúin er dauð án verkanna.
Margir eru þeir í dag sem vinna á móti verkum
Guðssonarins. En þau eru augljós frá grundvöllun
heims. Adam og Evu voru gefnir allir möguleikar á
að þekkja Guð, en óvinurinn komst þar upp á milli
með kænsku- og vélabrögð sín. Og er svo ekki greini-
legt enn þann dag í dag? Vinnur hann ckki enn sín
blekkingarverk?
Þeir eru því margir sem vita ekki annað en nóg sé
manninum til lausnar og frelsis að vera innritaður í
kristinna manna tölu þ.e. vera skírður og fermdur.
Kristur var ekki ánægður með Gyðingana þótt þeir
þekktu Ritningarnar, rit spámannanna. En þeir áttu
ekki þekkinguna á Guði og verkum Hans. Kristur
var kominn til að veita mönnunum þekkinguna á
Honum. Þess vegna býður Hann mönnunum fylgdina
með sér.
Þetta er verk Guðs, að þér trúið á þann sem Hann sendi.
(Jóh. 6:29)
Við þurfum að prófa trú okkar, hvort hún sé sam-
fara verkunum, hvort hún samtengist mætti og dýrð
Guðs eins og hún er gefin okkur til réttlætis og kem-
ur fram í trúarverkunum sem tilheyra Guðsríkinu.
jesús kennir okkur að biðja ,,tilkomi Ríkiþitt“. Friðar-
ríki kærleikans útbreiðist með lífi og kenningu Sigur-
vegarans sem sigrar allt óvinarins veldi.
Andinn Heilagi uppfræðir um dýrð Guðsríkisins. En
andi heimsins ryður sínu fram í tapi og til dóma.
Gleymum því ekki að elska í þeirri elsku sem Guð
auðsýnir og elskar okkur með.
Því að svo elskaði Guð heiminn, að Hann gaf Son sinn
Eingetitm, til þess að hver sem ci Hann trúir, glatist ekki,
heldur hafi eilíft líf. (Jóh. y.16)
Hér er í kærleika Föðurins gefín leiðin frá glötuninni
til eilífa lífsins - okkur brúað bilið milli eilífa lífsins
og glötunarinnar. Kærleikurinn fræðir um ríkin tvö
og allir hafa frjálst val. Og eitt er hverjum manni
óumflýjanlegt - að velja og hafna. En verum þess
vitandi þá er við veljum að sá sem kom frá himni
þekkti sitt verk: Að taka allt bölið á sig þá er Hann
frambar lífsfórnina fyrir Föðurinn, fórnaði lífi sínu til
að tryggja öllum líf í sér og aðgang að dýrð Guðs.
Guð þekkir allra vegu og hefir lagt mönnunum fram
alla möguleika í elsku lífsins. Feður sem elska börn
sín misstu föður réttindi sín, cr syndin kom í heiminn
fyrir einn mann. En hvar scm boðað er verk Guðsson-
arins með fyrirgefningu syndanna er Himnaríkið
mönnunum opið á veginum með Jesú Kristi. Þar erum
við börn trúarinnar til að fylgjá sporum Krists, gera
verk Hans, en án trúarinnar á Hann er ckki hægt að
þóknast Guði.
Sumir halda, að þeir hafi enga möguleika til að lifa
nema sem syndarar. Þeir hafa ckki trúarverkin fyrir
sér að Jesús leið vegna synda okkar til þess að létta
þeim af öllum til frclsis og helgunar. Jcsús segir enn:
,,Trúðu aðeins“. Prófum þá trú okkar, svo við sofum
ekki svefni vantrúar. Guð gefi okkur upprennandi
réttlæti Guðssonarins til hlýðni og framgöngu í sann-
leikanum sem gerir okkur frjálsa, svo ávöxtur trúarinn-
ar komi í ljós.
Hver sem er sannleikxins n/egin, heyrir mina rödd.
(Jóh. <X:y)
Allir sem hafa fæðst hér á þessa jörð eiga það víst
að birtast frammi fyrir dómstóli Guðs sem dæmir
hvern og einn eftir verkum þeirra. Þess vegna er það
hvcrjum til fagnaðar að hlýðnast trúnni sem Guðsson-
urinn, Jesús Kristur er höfundur og lullkomnari að.
Já, eftir dauðann sjáum við í dóminum, hvert hlut-
skipti okkar er. Það hlýtur að verða mikil stund, þá
er bækur okkar verða opnaðar og allt augljóst gert.