Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.03.2013, Page 23

Víkurfréttir - 07.03.2013, Page 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 7. mars 2013 23 Aðalfundir Ungmennafélags Njarðvíkur 11. mars Sunddeild UMFN í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 20:00 13. mars Knattspyrnudeild UMFN í sal Knattspyrnudeildar kl. 19:00 18. mars 3N UMFN í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 20:00 19. mars Körfuknattleiksdeild UMFN í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 20:00 20. mars Júdódeild UMFN í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 20:00 21. mars Líkams- og Lyftingadeild UMFN í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 20:00 26. mars Aðalstjórn UMFN í sal Njarðvíkurskóla kl. 20:00 StærSta Nettómót SöguNNar TIL LEIGU 170m2 atvinnuhúsnæði að Fitjabakka 1e Laust frá og með 1.apríl. Upplýsingar í síma 899 0552 og 615 2552. - sjáið einnig ljósmyndasöfn og myndband á vf.is Öll gistipláss bókuð Metfjöldi keppenda mætti til leiks á Nettómótið í körfubolta sem haldið var í Reykjanesbæ um síðastliðna helgi.1200 körfuboltakrakkar heimsóttu Reykjanesbæ en það mun vera 10% aukning frá síðasta ári. Aldur keppenda var 6-11 ára (1.-6. bekkur) af báðum kynjum. Stigin eru ekki talin í mótinu en leikgleðin ræður ríkjum hjá keppendum. Allir þátttak- endur fengu verðlaunapening að móti loknu og vakti kvöldvakan sérstaka lukku að vanda. Ýmis skemmtiatriði voru þar í boði og veit- ingar á boðstólum alla helgina. Góð samvinna körfuknattleiks- deilda UMFN og Keflavíkur sást bersýnilega og heppnaðist mótið með miklum ágætum. Falur Harðarson einn af skipuleggj- endum mótsins, var hæstánægður með viðtökur gesta og sagðist hafa heyrt af því að öll gistipláss í Reykjanesbæ hefðu verið upp- bókuð. Íþróttahúsið í Garðinum var einnig í notkun og Falur sagði að með aðstoð nágrannasveitar- félaganna væri hægt að hafa mótið enn stærra. Hann kvaðst þó ekki vera viss um að slíkt væri fyrirhugað enda mótið nú þegar eitt það stærsta sem haldið er fyrir ungt íþróttafólk hér á landi. Myndir og myndband frá mótinu má finna á vf.is.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.