Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.03.2013, Síða 19

Víkurfréttir - 21.03.2013, Síða 19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. mars 2013 19 Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, s. 420 3330, www.benni.is Gerðu góð kaup í notuðum bíl frá Bílabúð Benna Chevrolet Captiva 7 manna. Skráningardagur 6/2012 Sjálfskiptur, ekinn 30 þús Verð 5.590.000- Chevrolet Spark LS Skráningardagur 7/2010 Beinskiptur, ekinn 74.000 km Verð 1.350.000- Chevrolet Cruze LTZ Metan Skráningardagur 4/2012 Sjálfskiptur, ekinn 6.000 km Verð 3.490.000- Ssangyoung Kyron Skráningardagur 11/2007 Sjálfskiptur, ekinn 73.000 km Verð 2.590.000- Chevrolet Lacetti Station Skráningardagur 11/2004 Sjálfskiptur, ekinn 113.000 km Verð 790.000- Subaru Impreza Aero Sráningardagur 9/2008 Sjálfskiptur, ekinn 51.000 km Tilboð 2.490.000- Ford Galaxy Trend Skráningardagur 12/2004 Sjálfskiptur, ekinn 205.000 km Tilboð 590.000- þessum árangri með börnunum með breyttum kennsluháttum og gera meiri kröfur. Þeir hafa þurft að þróa sig og bæta til þess að ná þessum árangri. Þessari vinnu fylgir mikið álag og þeir eiga hrós skilið fyrir sína vinnu. Til að viðhalda þessari uppsveiflu þurfum við að passa okkur að sofna ekki á verð- inum, halda áfram að fylgjast með nýjungum og hætta að gera það sem virkar ekki, vera óhrædd að gera breytingar þar sem við teljum þurfa. Svo er mjög mikilvægt að við lærum hvert af öðru og ég held að það sé að aukast. Við erum óhræddari við að fara og skoða það sem vel er gert í öðrum skólum, fá hugmyndir og prófa hvort þær virki. Menn voru meira hver í sínu horni hérna áður fyrr en það er sem betur fer að breytast.“ - Hver er þín skoðun á stöðu grunn- skólans almennt á landinu? Erum við á réttri leið? „Ég hef tekið þátt í starfi Skóla- stjórafélags Íslands undanfarin ár og þegar maður hittir skólastjóra frá ólíkum landshornum skellur á manni sú staðreynd hve skólarnir í landinu búa við ólíkt landslag. Ég held t.d. að margir skólarnir úti á landi séu mun lengra komnir á sumum sviðum eins og í einstak- lingsmiðaðu námi og samkennslu, sem margir halda að séu fyrirbæri sem hafi verið fundið upp í Reykja- vík. En mér sýnist við í heildina standa nokkuð vel og að menn séu yfirleitt tilbúnir að standa upp og gera sitt besta. Mín skoðun er að við þurfum að passa okkur að fara ekki út í einhverja einstefnu með stórum slagorðum sem eigi að gilda yfir alla línuna. Krafa nútímans er að hægt sé að velja um ólíkar gerðir skóla og við verðum að vera tilbúin að bregðast við því, vera óhrædd við að auka fjölbreytnina og hafa nógu mikið í boði. Mér finnst mikilvægt að foreldrar geti valið milli ólíkra skóla fyrir börnin sín í stað þess að hafa bara einn valkost.“ Mikilvægt að nýta tæknina betur - Hvaða leið er að þínu mati væn- legust fyrir skólakerfið að laga sig að kröfum síbreytilegs samfélags? „Skólar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir. Stjórnendur og starfsfólk skóla hafa oft ríka tilhneigingu til að vilja ekki vera að breyta, menn vilja halda starfinu í svipuðu fari og það var þegar þeir sjálfir voru í skóla. Svipað viðhorf er einnig ríkt hjá í samfélaginu, að halda ákveðnum stöðugleika, og þetta stendur oft í vegi fyrir því að skól- arnir gangi í takt við breytingarnar í samfélaginu. Einn mikilvægasti þátturinn í þessu er að nýta tækni nútímans betur í skólastarfinu. Það má ekki vera of langt bil milli raunveruleikans hjá barninu og veruleikans í skólanum. Við höfum verið of upptekin að banna tæki sem börnin eru að nota, eins og t.d. snjallsímana og samfélagsmiðla eins og facebook. Við eigum miklu fremur að kenna þeim að nota þessi tæki sér til gagns. Svo þurfum við að vera að endurskoða í sífellu kennsl- una sjálfa og starf kennarans, ekki njörva það niður í hólf með tilskip- unum í kjarasamningum, heldur treysta skólastjórunum til að stýra skólunum.“ - Nú eru launamál í þjóðfélaginu í brennidepli. Hvernig finnst þér staða kennara í því samhengi? „Kennarar hafa dregist verulega afturúr í launum og það þarf að leiðrétta. Þetta er mikið og ábyrgðarfullt starf sem á að vera vel borgað. En því miður hefur það verið hugsunin hér gegnum árin að þeir sem sinna umönnunar-, fræðslu- og uppeldisstörfum séu á lægstu launum á meðan þeir sem eru að passa peningana okkar eigi að vera á hæstu laununum. Þetta er spurningin um það hvað menn telja vera hin raunverulegu verðmæti. Það myndi eitthvað vera sagt ef við í uppeldisgeiranum myndum týna hluta af börnunum eins og þeir gerðu með peningana í hruninu. En því miður er ég hrædd um að þetta viðhorf sé ekkert að fara að breytast og finnst ekki horfa vel í kjaramálum kennara.“ Maður þarf stundum að vera vondur til að vera góður - Hvað með uppeldi í landinu al- mennt? „Auðvitað eru margir foreldrar að standa sig vel, því má ekki gleyma, en svona almennt séð þá held ég að við séum að glíma við þetta aga- leysi sem varð stærsti valdurinn að þessu blessaða hruni. Fólk setur ekki skýr mörk og reglur og gerir ekki kröfur til barnanna. Ég segi nú oft að stundum þurfi maður að vera vondur til að vera góður, maður þarf að setja mörk og standa við það sem maður segir. Við kennum börnunum okkar mest með því og þó þau skilji það kannski ekki meðan á því stendur þá kunna þau svo sannarlega að meta það þegar þau verða eldri. En ég held því miður að þetta íslenska aga- leysi sé ekkert á undanhaldi. Það er gríðalega mikilvægt að við kennum börnunum okkar ábyrgð og það er fyrst og fremst foreldranna að sjá til þess, ekki skólanna. Það eru foreldrarnir sem bera ábyrgð á því að börnin þeirra hagi sér vel í skólanum, svo dæmi sé tekið, og í raun eru það foreldrarnir sem bera ábyrgð á menntun barna sinna. Ef þú eignast barn ert það þú sem átt að sjá um það og koma því til manns en ekki stofnanir samfélags- ins. Menntun er svo vítt hugtak sem snýst ekki bara um að læra einhverjar staðreyndir heldur allt það sem þarf til að verða hluti af þessu samfélagi sem við lifum í.“ - Hvernig sérðu fyrir þér grunn- skóla framtíðarinnar? „Mér finnst núna vera svo mikið að gerast, svo hröð þróun á ýmsum sviðum í samfélaginu og ég vona að skólinn komi til að tileinka sér og laga sig að þessum breytingum. Skólinn er náttúrulega mjög íhaldssöm stofnun, svona eins og stórt olíuskip, erfitt að breyta um stefnu. En það er ljóst að skól- inn þarf að færa sig nær því sem er raunverulegt fyrir nemendur, kenna umgengni og rétta notkun þeirra tækja sem eru almennt í notkun í samfélaginu, í stað þess að úthýsa þeim úr skólanum. Það er okkar hlutverk. Ég sé að ný tækni kemur til með að breyta hlutverki kennarans, hann færist frá því að standa fyrir framan nemendur og segja þeim hvað þeir eigi að gera yfir í að vera þeim til aðstoðar við þeirra vinnu. Námið færist þannig til nemandans sjálfs, verður meira samvinnutengt og miðast meira við hans reynsluheim og þarfir. Eins og góður maður sagði um þessi mál: „Við verðum að fara að hætta að kenna“. Tæknin sem slík er ekki endilega svarið heldur sú hugar- farsbreyting sem þarf hjá stjórn- endum skólanna og kennurum til að laga skólastarfið að nýjungum. Ég vona að á næstu tuttugu árum sjái ég meiri breytingar en ég hef séð á þessum tveimur áratugum sem ég hef starfað í grunnskóla.“ Að mínu mati erum við með mjög góða skóla hér í Reykjanesbæ, vel stjórnað og með góða og vel menntaða kennara. Og þessi árangur sem við erum að sjá núna er fyrst og fremst að þakka kennurunum sem eru að vinna á gólfinu. Sigurbjörg með nokkrum ungum nemendum.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.