Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.2013, Side 4

Víkurfréttir - 19.09.2013, Side 4
fimmtudagurinn 19. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR4 vf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: afgreiðsla og ritstjórn: ritstjóri og ábm.: fréttastjóri: blaðamenn: auglýsingadeild: umbrot og hönnun: auglýsingagerð: afgreiðsla: Prentvinnsla: uPPlag: dreifing: dagleg stafræn Útgáfa: Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. hilmar bragi bárðarson RITSTJÓRNARBRÉF Flugstöðin og Norðurslóðir Í blaðinu í dag segjum við frá því að enn þarf að ráðast í stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE). Undanfarin misseri höfum við reglulega flutt fréttir af framkvæmdum innan stöðvarinnar þar sem ráðist hefur verið í breytingar fyrir hundruð milljóna króna. Nú er fjöldi farþega hins vegar orðinn svo mikill og mun aukast á allra næstu árum, þannig að ráðast þarf í frekari stækkun á húsakosti stöðvarinnar. Þessar vikurnar er öflugt teymi að vinna að fyrir- liggjandi stækkun. Notast er við tölvulíkan þar sem fylgst er með flæði farþega um flugstöðina og hvernig húsakostur nýtist best. Nú er unnið að breytingum á Suðurbyggingu FLE og þar má búast við að byggt verði við flugstöðina til að koma fleiri flugvélum að landgöngum á næstu árum. Fjölgun ferðamanna hefur kallað á fleira starfsfólk í flug- stöðinni og sífellt verða fleiri heilsársstörf í stöð- inni. Stækkun stöðvarinnar kallar einnig á fleiri störf. Í frétt í blaðinu í dag segir að gert er ráð fyrir að allmörg fleiri störf skapist í flugstöðinni fyrir há- skólamenntaða sérfræðinga þegar dregur nær fyrir- huguðum framkvæmdum og þegar þær hefjast, t.d. við hönnun, eftirlit o.fl. Flugstöðin hefur verið ígildi stóriðju fyrir Suðurnesjamenn og verður það áfram með fjölbreyttum störfum í ferðaþjónustunni. Lang- stærstur hluti þeirra starfsmanna sem vinna í flugstöðinni er einnig frá Suðurnesjum. Þjónusta við Norðurslóðir Á öðrum stað í blaðinu fjöllum við um sam- komulag milli Heklunnar - atvinnuþróunar- félags Suðurnesja, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi og Atvinnuþróunarfélags Eyfirðinga. Þessir aðilar hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um að eiga samstarf um markaðssetningu Íslands gagnvart verk- kaupum og framkvæmdaaðilum á Norðurslóðum. Tilgangur samvinnunnar er að auka flóru íslenskra fyrirtækja sem erindi eiga með þjónustu sína, hug- vit og verkkunnáttu á alþjóðavettvangi. Víst er að möguleikar Íslands eru miklir þegar kemur að þjón- ustu við aðila sem starfa á Norðurslóðum. Skiptir þá engu hvort þjónustan er veitt á Suðurnesjum eða í Eyjafirði. Þegar siglingaleiðin yfir norðurskautið opnast er t.a.m. brýnt að koma upp björgunarmið- stöð fyrir Norðurslóðir og hún á heima á Keflavíkur- flugvelli. Mun námuvinnsla aukast á Grænlandi á komandi árum og héðan er kjörið að veita þjónustu á austurströnd Grænlands. Tækifærin liggja í loftinu og auðvitað eigum við að vinna saman og nýta þau. Gamli hrepparígurinn verður að víkja. Hilmar Bragi Hjúkrunarheimilið Reykjanesbæ Njarðarvellir 2 – frágangur lóðar Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í frágang lóðar við nýtt hjúkrunarheimili við Nesvelli í Reykjanesbæ. Verkið er fólgið í jarðvinnu, uppsteypu mannvirkja á lóð, lagnavinnu og yfirborðsfrágangi skv. útboðsgög- num. Helstu magntölur eru uppgröftur um 1.100m3, fyllingar um 1.000m3, steypumót 260m2, hellur um 855m2, þökulögn 1710m2. Allri vinnu við lóð skal lokið eigi síðar en 1. febrúar 2014. Útboðsgögn verða afhend þeim er þess óska á tölvutæku formi hjá Tækniþjónustu SÁ ehf að Hafnargötu 60, 2. hæð, Reykjanesbæ frá og með 20. september 2013. Tilboð skulu hafa borist á skrifstofur umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ fyrir kl. 11:00 föstudaginn 27. september 2013 og verða tilboð opnuð þar á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ÚTBOÐ FÉLAG SMÁBÁTAEIGENDA Á SUÐURNESJUM FUNDARBOÐ Aðalfundur Reykjaness verður haldinn í Salthúsinu, Grindavík laugardaginn 28. september 2013. Fundurinn hefst kl. 17:00 Dagskrá: Gestir fundarins: Smábátaeigendur ölmennið. Stjórn Reykjaness Flott uppsetning, Þú mátt taka út úr dagskrá : kjarasamningar Landsambands smábátaeigenda, umræður og atkvæðagreiðsla, Stækkunarmál smábáta um- ræður og atkvæðagreiðsla Og í gestir fundarins : Pétur Sigurðsson form samninganef- ndar, það sem eftir stendur er fínt. Yfir 100 félagsmenn eru í Jeppavinafélaginu sem er Suðurnesjadeild Ferðaklúbbsins 4x4. Um nýliðna helgi sýndu félagar úr Jeppavinafélaginu sautján jeppa á 30 ára afmælissýningu Ferðaklúbbs- ins 4x4 sem fram fór í Kópavogi. Af þessum 17 jeppum voru 15 tilbúnir í fjallaferðir en enn er unnið að breytingum á tveimur þeirra. Öflugt starf er í Jeppavinafélaginu þar sem félagsmenn hittast fyrsta miðvikudag í mánuði í húsi Björgunar- sveitarinnar Suðurnes. Á vetrardagskránni eru meðal annars óvissuferð, þorrablótsferð og svo hásingaferð. Matthías Sigbjörnsson er formaður Jeppavinafélagsins. Hann segir að það sé ekki nauðsynlegt að eiga jeppa til að taka þátt í starfinu. Laugardaginn 28. september nk. verður t.a.m. nýliðaferð á dagskrá. Jeppamenning hefur verið sterk á Suðurnesjum í ára- tugi. Hér hafi verið til margir öflugir jeppar og víða séu menn að vinna í því að breyta jeppum og gera þá öflugri til fjallaferða. Þeir sem vilja kynna sér starfsemi Jeppavinafélagsins geta skoðað allt um starfið á www.f4x4.is. Yfir 100 félagsmenn í Jeppa- vinafélagi á Suðurnesjum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.