Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.2013, Side 15

Víkurfréttir - 19.09.2013, Side 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. september 2013 15 Bláa Lónið hefur veitt öllum íþróttafélögunum á Suður- nesjum styrki undanfarin ár. Styrkirnir eru í formi vetrar- korta í Bláa Lónið. Fulltrúar félaganna veittu styrkjunum móttöku föstudaginn 13. sept- ember í Bláa Lóninu. Alls voru 30 styrkir veittir, en Bláa Lónið leggur áherslu á að styðja við allar íþróttagreinar sem stund- aðar eru á svæðinu. Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, og Magnea Guð- mundsdóttir, kynningarstjóri, afhentu styrkina. Dagný sagði við þetta tækifæri að fjöldi styrkjanna væri táknrænn fyrir fjölbreytt og öflugt íþróttastarf á Suður- nesjum. SNYRTIFRÆÐINGUR ÓSKAST FRAMTÍÐARSTARF VIÐ EITT AF UNDRUM VERALDAR Við leitum að orkumiklum og metnaðarfullum snyrtifræðingi til framtíðarstarfa. Starfið felur í sér að veita Blue Lagoon snyrtimeðferðir ásamt ráðgjöf og sölu á Blue Lagoon húðvörum. Um vaktavinnu er að ræða. . Hæfniskröfur: Snyrtifræðiréttindi og reynsla í faginu Rík þjónustulund Áreiðanleiki og stundvísi Sjálfstæð vinnubrögð Góð samskipta- og samstarfshæfni Góð enskukunnátta Nánari upplýsingar veita Ester Gísladóttir og Eyrún Eggertsdóttir í síma 420 8800. Umsóknarfrestur er til 27. september n.k. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn í gegnum heimasíðu Bláa Lónsins www.bluelagoon.is/atvinna Bláa Lónið hefur margsinnis verið valinn einn besti spa staðurinn á heimsvísu og fékk nýverið nafnbótina sem eitt af 25 undrum veraldar að mati National Geographic. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður og þar starfa að jafnaði um 300 starfsmenn. Mikið bætt aðstaða á Garðsvelli Bláa Lónið styrkir íþrótta- starf á Suðurnesjum Keflvíkingar urðu um helgina Íslandsmeistarar í 4. flokki karla í knattspyrnu. Liðið vann Fjölni 2-1 á heimavelli sínum en þeir Ólafur Ingi Jóhannsson og Rafn Edgar Sigmarsson skoruðu mörk Keflvíkinga. Víkurfréttir voru á staðnum og mynduðu fagnaðarlætin. Myndband af fagnaðarlátunum og myndasafn má sjá á vef okkar vf.is. Keflvíkingar Íslands- meistar í 4. flokki Rafn Edgar með glæsileg tilþrif en hann skoraði annað mark Keflavíkur. Arnór Sveinsson framherji leikur hér á varnarmann Fjölnis. Keflvíkingar voru sigursælir í ár en þeir sigruðu einnig á ReyCup mótinu sterka.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.