Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.10.2013, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 10.10.2013, Qupperneq 4
fimmtudagurinn 10. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR4 vf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: afgreiðsla og ritstjórn: ritstjóri og ábm.: fréttastjóri: blaðamenn: auglýsingadeild: umbrot og hönnun: auglýsingagerð: afgreiðsla: Prentvinnsla: uPPlag: dreifing: dagleg stafræn Útgáfa: Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. auglýsingasíminn er 421 0001 PÁLL KETILSSON RITSTJÓRNARBRÉF Skemmtilegheit með vinnunni Það er óhætt að segja að mannlífið sé ið- andi þessa dagana hér á Suðurnesjum og ekki skemmir að atvinnulífið er á stöðugri uppleið þó hún sé ekki hröð. Mannlífið birtist í ýmsum myndum. Um síðustu helgi var 50 ára Hljóma-afmælis minnst með tónleikum í Hörpu í Reykja- vík en 5. okt. 1963 kom hljómsveitin Hljómar fram í fyrsta sinn opinberlega, í félagsheimilinu Krossinum í Njarðvík. Hljómar urðu vinsælasta hljómsveit landsins og Keflavík fékk í kjölfarið nafnið „bítla- bær“. Alla tíð síðan hefur tónlistin átt upp á pall- borð Suðurnesjamanna og það er skemmtilegt frá því að segja að sömu helgi og hálfrar aldrar afmælis Hljóma var minnst í höfuðborginni var frumsýndur söngleikurinn GRÍS í Frumleikhúsinu í Keflavík. Og hver er tengingin þarna? Jú, Júlíus Guðmunds- son, annar tveggja sona Rúnar Júlíussonar heitins, var á báðum stöðum, í hlutverki bassaleikara (í stað föður síns) með gömlu Hljómaköppunum og síðan í framlínunni með Guðnýju eiginkonu sinni í Frumleikhúsinu með GRÍS. Undirritaður sótti báðar skemmtanirnar og þær voru báðar frá- bærar. Það fór um mann unaðstilfinning og Suður- nesja-stolt þegar Hljómaævintýrið var rifjað upp í einu stærsta og glæsilegasta tónlistarhúsi Evrópu. Maður varð einnig stoltur að sjá Hljóma/Rúnna Júll tengingu í GRÍS þar sem yfir tuttugu unglingar sungu, dönsuðu og léku. Í þeim hópi eru líklega framtíðar leikarar eða tónlistarfólk. Rúnar heitinn hefði örugglega líka orðið stoltur á þeirri sýningu þar sem sonur, tengdadóttir og barnabarn voru í framlínunni. Menningin og tónlistin hafa verið áberandi í sumar. Í síðustu viku flutti Kór Keflavíkur- kirkju söngleikinn Jesus Christ Superstar og þar voru í framlínunni Eurovisoin-farinn Eyþór Ingi, Skúli Ólafsson sóknarprestur í Keflavík ásamt Arnóri Vilbergssyni, organ- ista og kórstjóra. Og sýningin fór alla leið til Akureyrar þar sem hún var flutt í troll- fullri Akureyrarkirkju. Tónlist, menning og listir eru í hávegum höfð á Ljósanótt og þá voru snemma sumars tvær stórar tónlistarhátíðir í Reykjanesbæ. Miðað við þessa upptalningu sem er hvergi nærri tæmandi hlýtur þessi staðreynd að fara að detta inn á borð þeirra sem vilja vekja athygli á svæðinu og draga þangað gesti. Ekki ólíkt því sem Akureyringar gera. Þeir eru duglegir að draga til sín gesti allt árið um kring. Það hefur oft verið sagt að menning og listir ættu undir högg að sækja á svæði þar sem fiskur var í áratugi miðdepill atvinnulífs og flugið nú í seinni tíð. Þessir tveir þættir eru reyndar enn burðar- ásar atvinnulífsins og þarna hefur vöxturinn verið mestur, sérstaklega í fluginu en fiskvinnsla hefur verið að sækja í sig veðrið á ný þó hún sé langmest í Sandgerði og í Grindavík. Samhliða mikilli áherslu á styrkingu atvinnulífs sem er jú undirstaða alls, er nauðsynlegt fyrir okkur að sinna mannlega þætt- inum líka. Það eru til staðir úti á landi þar sem næg atvinna er en fólk vill ekki búa þar vegna skorts á skemmtilegheitum utan vinnu. Þessu megum við ekki gleyma. Það þarf að vera gaman að búa á Suðurnesjum! ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLA Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör fulltrúa á landsþing LÍV sem haldið verður á Akureyri dagana 8. – 9. nóvember nk. Kosið er um 4 fulltrúa og 4 til vara. Framboðslistum sé skilað á skrifstofu Verslunarmanna- félags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eigi síðar en kl. 12:00, föstudaginn 18. október nk. Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli 50 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn „Á þessu ári höfum við í stjórn Ferðamálasamtakanna unnið að ýmsum verkefnum. Það sem ber kannski hæst er stefnumótum samtakanna sem lögð verður fyrir aðalfundinn. Til þess að við vitum hvert við ætlum að fara verður stefnan að vera á hreinu, hún er grunnur starfsemi félagasamtaka á borð við þessi, við getum ekki verið eins og stefnulaust rekald. Við höfum lagt mikla vinnu í stefnumótunina og ætlum að kynna hana fyrir félagsmönnum á aðalfundinum og fá umræður um hana áður en við tökum ákvörðun um næstu skref,“ sagði Sævar Baldursson formaður Ferðamála- samtaka Reykjaness. Óhætt er að segja að þriðjudagur- inn 15. október nk. verði helgaður ferðaþjónustu á Reykjanesi því kl. 15:00 verður fundur í Eldey við Grænásbraut þar sem Íslandsstofa ætlar að kynna áherslur í markaðs- setningu erlendis og Samtök ferða- þjónustunnar munu fara yfir helstu hagsmunamál greinarinnar. Strax í kjölfarið, eða kl. 17:00, verður svo aðalfundur Ferðamálasamtaka Reykjaness á sama stað en dag- skrá þess fundar verður samkvæmt lögum félagsins. „Ég vek athygli á nýrri heimasíðu Ferðamálasamtakanna en þar er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi þeirra. Þar má m.a. finna drög að stefnumótun samtakanna og eru aðildarfélagar hvattir til þess að kynna sér hana og taka þátt í umræðum á aðalfundinum. Stefnumótunin á að vera lifandi plagg sem uppfæra þarf reglulega. Í stefnumótuninni er að finna gildi, hlutverk og framtíðarsýn Ferða- málasamtaka Reykjaness og svo aðgerðaráætlun til að ná þessum markmiðum. Vonandi sjá flestir sér fært að mæta,“ sagði Sævar. Heimasíða samtakanna er www. ferdamalasamtokreykjaness.is Stjórn Ferðamálasamtakanna samþykkti til bráðabirgða í vor að breyta seinna nafni samtakanna úr (Ferðamálasamatökum) Suður- nesja í (Ferðamálasamtök) Reykja- ness. Lagabreyting um nafna- breytingu liggur einnig fyrir fund- inum. Að sögn Sævars var þetta gert í ljósi þess að Markaðsstofa Suðurnesja breytti nafni sínu fyrr á árinu í Markaðsstofu Reykjaness. Þetta er líka í takt við Reykjanes Geopark jarðvanginn sem hefur verið í undirbúningi undanfarin misseri. Með því að gera þetta svona er samhljómur á milli þess- ara aðila. Að sögn Sævars hefur samstarfið þarna á milli verið mjög gott en sem kunnugt er voru gerðar skipulagsbreytingar hjá Markaðs- stofunni Reykjaness í upphafi árs og nýr verkefnastjóri, Þuríður Hall- dóra Aradóttir, ráðin til starfa. Ekki verður stjórnarkosning að þessu sinni þar sem Sævar og stjórnin var í fyrra kosin til tveggja ára. Vakin er athygli á því að aðeins fullgildir aðilar að FSR eiga at- kvæðisrétt á aðalfundinum. Nýir félagar eru velkomnir. Félagaskrá er hægt að nálgast á heimasíðu FSR. Athugasemdir við félagaskrána skal senda á bgb59@simnet.is Til að vera gjaldgengur í FSR og eiga m.a. atkvæðisrétt á aðal- fundinum 15. október nk. þarf að greiða 5.000 kr. félagsgjald, annað hvort fyrir aðalfundinn eða á fund- inum sjálfum. Hægt er að leggja gjaldið beint inn á reikningsnúmer 0154-26-10766, kt. 620592-2269 Fundur Íslandsstofu kl. 15:00 er öllum opinn og er sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á erlendri mark- aðssetningu og hagsmunamálum ferðaþjónustunnar. Skráning á þann fund fer fram hjá Markaðs- stofu Reykjaness á netfangið thura@visitreykjanes.is. Unnið að stefnumótun Ferða- málasamtaka Reykjaness - Þriðjudaginn 15. október helgaður ferðaþjónustunni á Reykjanesi IQ massager pro er rafbylgjunuddtæki á stærð við ipod. Hentar öllum með vöðvabólgu, verki eða önnur stoðkerfis vandamàl. Verð 14.900 kr. Nánari upplýsingar á www. komfort.us eða í síma 898-3062.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.