Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 25.09.2008, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 200810 STAKKUR SKRIFAR Atvinna og afskipti sveitarstjórna Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Skólagata 10 fær nýtt hlutverk Menningarhús fyrir unglinga 16 ára og eldri verður opnuð að Skólagötu 10 á Ísafirði á næstunni. Það er Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar sem hefur haft veg og vanda að undirbúningi stofnunar hússins. Engin forstöðumaður verður í húsinu, heldur munu starfsmenn félagsmiðstöðvar Grunnskóla Ísafjarðar starfa þar. Íþróttafélög í Ísafjarðarbæ munu einnig hafa aðgang að félagsaðstöðu hússins. Ekkert menningarhús fyrir 16 ára og eldri hefur verið starfrækt í Ísafjarðarbæ síðan 2007 þegar Gamla apótekið lokaði. Páll sigraði á golfmóti sparisjóðsins Páll Guðmundsson sigraði á golfmóti Sparisjóðs Bolungarvíkur sem haldið var á Syðri- dalsvelli í Bolungarvík á sunnudag. Leiknar voru 18 holur í punktakeppni og voru um 40 þátttakendur að þessu sinni. Eins og áður segir var það Páll Guðmundsson úr Golfklúbbi Bolungarvíkur sem stóð uppi sem sigurvegari en hann lék á 37 punktum, annar varð Guð- bjartur Flosason úr Golfklúbbi Bolungarvíkur með 36 punkta og Gísli Jón Hjaltason úr Golfklúbbi Ísafjarðar varð þriðji með 35 punkta. Guðbjartur Flosason átti einnig besta skor dagsins en hann lék á 81 höggi. Þá fékk Wirot Khiansanthia nándarverðlaun á 3. braut. Atvinna er nauðsyn til að samfélög fái þrifist. Lengi voru afskipti sveitar- stjórna af atvinnulífi mikil og nægir að nefna bæjarútgerðir. En það var margt fleira og allt af gert af góðum hug. Þegar sveitarstjórnir komust í þrot vegna atvinnufyrirtækja á þeirra vegum eða ábyrgða, sem þær tóku á sig til að tryggja atvinnu fór svo að settar voru hömlur í lög til þess að þau lentu ekki á vonarvöl vegna misskilinnar góðsemi eða of mikils metnaðar. Síð- asta áratuginn hafa sveitarfélög haldið sig til hlés í atvinnulífinu. Það virtist hafa orðið breyting á hjá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar sem samdi við ráðgjafarfyrirtækið Alsýn um að færa eða finna 50 ný störf í sveitarfélagið. Deilt er um afskipti bæjarstjórans, Halldórs Halldórssonar og hefur atvinnumálanefnd samþykkt á fundi sínum að hann eigi ekki að skipta sér af störfum nefndarinnar í þessum efnum. Það er skynsamlegt að benda á það ef hlutirnir eru ekki að ganga upp, líkt og bæjarstjóri gerði. Við því er ekki nema gott eitt að segja. En þessi samningur við Alsýn sem kostar skattgreiðendur í Ísafjarðarbæ mikið fé er eftirtektarverður fyrir tvennt. Í fyrsta lagi ber sveitarstjórnar- mönnum að fara vel með fé bæjarbúa og í öðru lagi lýsir hann mikilli bjart- sýni, sem bæjarstjóri hefur nú séð að muni vart ganga eftir. Hann hefur séð að væntingar bæjarstjórnar rættust ekki og að varlega skuli farið með pen- inga skattgreiðenda. En hvað er til ráða? Sveitarfélög eiga fyrst og fremst að búa þannig um hnútana að skipulagsmál séu í því horfinu að atvinnufyrirtæki geti komið sér þar fyrir. Aðstaða sé fyrir hendi að því marki sem hægt er að gera kröfur til sveitarstjórna um. En vafasamt er að verja fé úr sveitarsjóðum til at- vinnumála, þótt vissulega sé freistingin oft sterk. Fyrst og fremst þarf að gæta jafnræðis, að allir sitji við sama borð í samræmi við lög og reglur þar um og ekki hlaupi pólitík í málin. Soffía Vagnsdóttir fer mikinn í pistli á vef Bæjarins besta og finnur harkalega að vinnubrögðum bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Er það vegna stórbrotinna áætlana fyrirtækis hennar, Kjarnabúðar, og samninga við Kingfisher Reisen um aðstöðu fyrir þá sem stunda vilja sjóstangveiði frá Vestfjörðum. Segir hún bæjarstjórn bregaðst seint við og blandar því saman við þá staðreynd að fyrirtæki hennar náði samningi við verktakafyrir- tæki sem annast jarðgangagerð og ræðir um 50 aðkomumenn, einkum út- lendinga í þeim efnum. Ljóst er að þeir hefðu komið og þurft að sofa og borða og einhver hefði þurft að sjá þeim fyrir þessum þörfum. Hún var ekki að flytja atvinnu inn í sveitarfélagið. Það gerði ríkið. Hitt er annað mál að bæjarstjórn þarf að huga að því skipulagsmál standi ekki í vegi fyrir því að atvinna færist til Bolungarvíkur. Þar liggja skyldur sveitarstjórna. Lið Ísafjarðarbæj- ar í Útsvari valið Fulltrúar Ísafjarðarbæjar í spurningakeppni sveitar- félaganna í sjónvarpsþætt- inum Útsvari hafa verið valdir. Þeir eru Jónas Tóm- asson tónskáld, Baldur Trausti Hreinsson leikari og Hildur Halldórsdóttir, líf- fræðingur og aðstoðarskóla- meistari MÍ. „Við erum ekki komin með dagsetningu fyrir hvenær Ísafjarðarbær munu keppa en búast má við að þetta verði mjög skemmtilegt og við teljum okkur hafa valið mjög góða fulltrúa“, segir Inga S. Ól- afsdóttir, formaður menn- ingarmálanefndar. Þátturinn naut mikilla vinsælda hjá íslensku þjóð- inni síðasta vetur og eflaust er margir spenntir að sjá hver standi upp úr sem sigursælasta bæjarfélagið í ár. Lið Ísafjarðarbæjar laut í lægra haldi fyrir Akurnes- ingum í 16 liða úrslitum í spurningakeppninni Útsvar síðastliðinn vetur. Liðið var þá skipað þeim Halldóri Smárasyni menntaskóla- nema, Ragnhildi Sverris- dóttur blaðamanni og Ólínu Þorvarðardóttur. – thelma@bb.is Þröstur og Þúfutittling- arnir taka upp plötu „Það eru 90 prósent af efni plötunnar tilbúið,“ segir Þröstur Jóhannesson tón- listarmaður á Ísafirði en hann hyggur á útgáfu nýrrar plötu með frumsömdu efni og er vinnuheitið á tónlist- arafurðinni „Vorið góða“. „Það er ekki föst dagsetn- ing komin á útgáfudaginn en ég stefni að því að gefa hana út um páskana ef allt gengur eftir. Platan er tekin upp í stúdíó Lubba í Kefla- vík og stjórnar Ingi Þór Ingibergsson upptökum,“ segir Þröstur. Eitt lagið á plötunni heitir „Plútó“. „Það lag er óður til reikistjörn- unnar Plútó sem missti þann titil nýverið og ég harma það. Ég er búinn að stofna baráttusamtök til að bjarga heiðri Plútó,“ segir Þröstur. Ásamt Þresti spila Þúfu- tittlingarnir með honum á plötunni. „Já, við göngum undir nafninu Þröstur og Þúfutittlingarnir þegar við komum fram. Þúfutittling- ana skipa þeir Stefán Freyr Baldursson gítarleikari, Tumi Þór Jóhannesson trommu- leikari og Halldór Smárason píanóleikari. Þeir koma allir frá Ísafirði og svo er síðastur en ekki sístur Valdimar Ol- geirsson frá Bolungarvík á kontrabassa. Þeir eiga svaka- lega stóran þátt í plötunni.“ Samgönguframkvæmdir á Vestfjörðum eru nú í takti við samþykktir Alþingis um bygg- ðaáætlun frá árunum 2002-05 og 2006-09, samkvæmt skýrslu samgöngunefndar Fjórðungs- sambands Vestfirðinga, en eitt af meginmarkmiðum þeirra er uppbygging byggðakjarna utan höfuðborgarsvæðis, þ.e. á Ísafirði, Akureyri og Mið- Austurlandi. Horft til Mið- Austurlands og Akureyrar má telja að stjórnvöld hafi á síð- ustu árum einbeitt sér að upp- byggingu grunngerðar fram- angreinda byggðakjarna. Telja verður að lokaátakið í upp- byggingu grunngerðar byggða- kjarna sé nú á Vestfjörðum að mati samgöngunefndar. Ný verkefni hafa einnig komið fram sem styrkja þau markmið og eru sambærileg við uppbyggingu byggða- kjarnanna á Akureyri og Mið- Austurlandi. Bera þar hæst staðarvalsverkefni Fjórðungs- sambands Vestfirðinga, sem gefa til kynna að forsendur séu fyrir starfsemi hafnsækins stóriðnaðar í Arnarfirði og í Dýrafirði. Ein af meginfor- sendum þeirrar niðurstöðu er að komið verði á heilsárs vega- samgöngum milli atvinnu- svæðanna í Vestur Barða- strandasýslu og Ísafjarðarsýsl- um. „Landssamgöngur á Íslandi byggja eingöngu á einu sam- göngukerfi þ.e. vegasam- göngum. Vegakerfið hefur lengi verið í uppbyggingu vegna takmarkaðs fjármagns til málaflokksins, sjóflutning- ar voru því nýttir sem flutn- ingsleið. Undir lok tíunda ára- tugarins tóku flutningsfyrir- tæki ákvörðun um að beina þungaflutningum nær eingöngu á vegakerfið, byggt á þeirra mati um að stofnvegakerfið á milli stærstu þéttbýlissvæða landsins gæti tekið við slíkum flutningum. Kröfur um dag- lega flutninga komu einnig frá atvinnulífi varðandi flutning hráefnis, afurða og almennra aðfanga. Krafa íbúa var einnig samhljóma um flutning dag- vöru og þjónustu. Vegakerfið á Vestfjörðum var á þessum tíma vanbúið að taka við slíkri aukningu á þungaumferð og versnaði samkeppnisstaða at- vinnulífs og byggðar veru- lega. Til að bæta samkeppnis- stöðu byggðar- og atvinnulífs var ljóst að byggja yrði upp vegakerfið, jafnt til að tengja við stofnvegakerfi landsins og milli samgöngusvæða til að efla Ísafjörð sem byggða- kjarna“, segir í greinargerð um markmið í vegamálum sem samgöngunefnd Fjórðungs- sambands Vestfirðinga hefur gefið út. – thelma@bb.is Heilsárssamgöngur forsenda fyrir uppbyggingu Ísafjarðar

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.