Bæjarins besta


Bæjarins besta - 25.09.2008, Side 6

Bæjarins besta - 25.09.2008, Side 6
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 20086 Umburðarlyndi! Ritstjórnargrein Íshúsfélagið kaupir rækjuvinnslu Bakka Á þessum degi fyrir 10 árum Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is · Birgir Olgeirsson, símar 456 4560 og 867 7802, birgir@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Íshúsfélag Ísfirðinga hf. er í þann veginn að ganga frá kaupum á rækjuvinnslu Bakka í Hnífsdal af Þorbirni í Grindavík. Björgvin Bjarnason framkvæmdastjóri félagsins staðfesti þetta við blaðið. Íshúsfélagið og aðaleigandi þess Gunnvör hf. á Ísafirði, eiga töluvert mikinn rækjukvóta, eða á annað þúsund tonn. Ekki er enn ljóst hvenær félagið byrjar rækjuvinnslu í Hnífsdal, en ætla má að það verði í allra síðasta lagi um áramót en hugsanlega allmiklu fyrr. Engin vinnsla hefur verið í rækjuvinnslunni um alllangt skeið, en hún er mjög fullkomin og í góðu standi. Varðandi kaupverðið fékkst hið hefðbundna svar, að það væri ekki gefið upp. „Við fáum verksmiðjuna á mjög góðu verði, að okkur finnst“, segir Björgvin, en um þessar mundir er verðið á rækjunni í öldudal og því ætti að vera hagstætt að kaupa. ,,Umburðarlyndi gagnvart skattsvikum kostar millj- arða.“ Fyrirsögn greinar í Morgunblaðinu 28. f. m. hvar vitnað er í skrif Kristínar Norðfjörð, skrifstofustjóra virðis- aukaskattskrifstofu Skattstjórans í Reykjavík, sem birtist fyrir nokkru í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra. Í grein Kristínar kemur fram að um 20% aðila á virðisaukaskrá sæti áætlun skattayfirvalda þar sem þeir hirða ekki um (og komast upp með) að skila ekki framtölum. Af skrifum Kristínar má ráða að ríkissjóður verði af talsverðum fjárhæðum sakir þessa slóðaskapar, jafnvel 5-6 milljörðum króna árlega. BB eftirlætur lesendum sínum orðaval yfir yfir þá háttu að ríkissjóði sé ekki staðin skil á innheimtufé og ,,umburðarlyndi“ stjórnvalda, sem með þessu velta þyngri byrðum yfir á aðra þegna þjóðfélagsins en þörf er á ef allt væri með eðlilegum hætti. Svo mikið er víst að umburðarlyndisins gætir ekki í garð eftirlaunaþega, sem ríkisvaldið sér ástæðu til að tvískatta (að hluta) og krefjast tekjuskatts af ávöxtun sparnaðar til elliáranna, svo dæmi sé tekið. Þótt hljóma kunni sem öfugmæli hefur umrótið og óvissan sem skekið hefur peningamarkaðinn undanfarið þó leitt það af sér að stjórnvöld hafa ákveðið að gerði verði úttekt á peningastefnu okkar Íslendinga. Til verksins verða kvaddir færustu sérfræðingar, útlendir og innlendir. Ekki seinna vænna að taka til hendi. Þá hefur félagmálaráð- herra boðað nýtt almannatryggingarkerfi; segir vonlaust að lappa frekar en orðið er upp á gildandi kerfi, sem eng- inn botnar hvorki upp né niður í, allra síst þeir sem njóta eiga. Ætla verður að með þessu sé unnið þarft verk og tímabært. En, fleiri eru verkin að vinna. BB hefur margsinnis vitnað til skrifa mætra manna um gildandi skattakerfi, sem mismunar þegnunum með óþolandi hætti. Hvernig væri að taka þar til hendi? Ekki bara að lyfta litla fingri til sýndar heldur stokka spilin og gefa á ný. Því það gengur ekki, eins og Rangar Önundarson hefur réttilega bent á ,,að siðleysinu sé gert hærra undir höfði skattalega en vinnu og rekstri.“ Úr því skal ekki dregið að full nauðsyn sé á úttekt á peningastefnunni og nýju bótakerfi almanna- trygginga, en það er ekki síður þörf á algerri uppstokkun á skattakerfinu. Tilvitnaðri grein lýkur Kristínar Norðfjörð með þessum orðum: ,,Á Íslandi hefur of lengi þrifist ákveðið umburð- arlyndi gagnvart skattsvikum. Í siðmenntuðu þjóðfélagi verður ekki við það unað að yfirvöld séu úrræðalaus gagnvart áætluðum aðilum.“ Orð að sönnu. Er vandinn ef til vill sá að við eigum ekki stjórnmálamenn sem hafa kjark til að höggva á hnútinn? s.h. Einu tilboðin langt yfir kostnaðaráætlun Bæjarráð Bolungarvík hefur ákveðið að hafna báðum tilboðum sem bárust í viðgerð á þaki íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar en þau voru langt yfir kostnaðaráætlun. Tvö tilboð bárust í verkið. Spýtan ehf. bauð 18.625.000 kr., sem er 320% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 5.811.300 kr. Vestfirskir verktakar buðu 10.473.300 kr. sem nemur 180% kostnaðaráætlun. Á bæjarráðsfundi var bæjarstjóra falið að ræða við tæknideild varðandi framkvæmd verksins. Grjótgarðurinn verði hækkaður Vegagerðin á Ísafirði segir að unnið sé að úrlausnum varðandi varnargarðinn við Pollgötu á Ísafirði. Mjög stórstreymt var í Skutulsfirði í síðustu viku og gengu öldurnar yfir varnargarðinn við Pollgötu og á bifreiðum sem áttu þar leið um. Varnargarð- urinn þykir úreltur og að sögn starfsmanna Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að varnargarðurinn verði hækkaður til að koma í veg fyrir að öldurnar lendi á veginum og umferð um Pollgötu. Lagt hefur verið til að jafn- réttisnefnd Ísafjarðarbæjar verði skipuð, en í nýjum lög- um sem kynnt voru á fundi Jafnréttisstofu á Ísafirði á dög- unum ber hverri stofnun sem telur 25 starfsmenn eða fleiri að setja sér stefnu eða áætlun í jafnréttismálum sem er end- urskoðuð á þriggja ára fresti. Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna segir: „Sveitarstjórnir skulu að loknum sveitarstjórnarkosn- ingum skipa jafnréttisnefndir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan viðkomandi sveitarfé- lags. Skulu nefndirnar vera ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir í málefnum er varða jafnrétti kynjanna og fylgjast með og hafa frumkvæði að aðgerðum þar með talið sértækum að- gerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan viðkomandi sveitarfélags. […] Hver nefnd skal annað hvert ár afhenda Jafnréttisstofu skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála innan viðkomandi sveitarfé- lags.“ Hlutverk Jafnréttisstofu er að stuðla að því að markmið laganna náist ásamt því að hafa eftirlit með framkvæmd þeirra og gera athugasemdir þar sem úrbóta er þörf. Jafn- réttisstofa hefur með nýjum lögum meðal annars öðlast rétt til að beita dagsektum, allt að 50.000 krónum á dag, sé ákvæðum laganna ekki fylgt. Starfsmenn Jafnréttisstofu hafa þó lagt áherslu á að þeir vilji fyrst og fremst vinna með fólki og aðstoða við að koma málum í réttan farveg. Mannauðsstjóri Ísafjarðar- bæjar hefur lagt til að jafnrétt- isnefnd verði skipuð til að stuðla að því að þessum málaflokki sé vel sinnt í sveitarfélaginu, lögum framfylgt og uppfyllt séu ákvæði í starfsmanna- stefnu Ísafjarðarbæjar um jafnan rétt karla og kvenna. Við skipan í nefndina verði fylgt ákvæði laganna um þátttöku í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga og þess gætt hlutfall kynjanna verði sem jafnast og ekki minna en 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Bæjarráð hefur vísað erindinu til um- sagnar félagsmálanefndar. Vilja stofna nefnd til að tryggja jafnan rétt kynjanna Brýn þörf er fyrir a.m.k. 52 hjúkrunarrými í Ísafjarðarbæ. Þetta kemur fram í umsögn þjónustuhóps aldraðra vegna umsóknar um byggingu hjúkr- unarheimilis á Ísafirði. „Bæj- aryfirvöld í Ísafjarðarbæ hafa um langan tíma verið mjög óánægð með stöðu og þróun mála í úrræðum fyrir aldraða þegar litið er til aðkomu stjórnvalda. Ber þar helst að líta til baráttu sveitarfélagsins frá árinu 1993 fyrir aukinni kostnaðarhlutdeild ríkisins í rekstri þjónustudeildar á Hlíf. Baráttu sem engin skilaði“, segir í umsögninni. Þar kemur fram að þjónustudeildin hafi verið rekin frá upphafi með miklum kostnaði fyrir Ísa- fjarðarbæ svo skiptir tugum milljóna ár hvert. Þegar ljóst var að ekkert framlag myndi fást frá ríkinu vegna þjónustudeildarinnar var tekin sú ákvörðun 2007 að loka deildinni með því að taka ekki inn nýtt heimilisfólk. „Bæjaryfirvöld vilja horfa til framtíðar með þarfir eldri borgara sveitarfélagsins í huga og horfa þá til þess að 450 manns eru 67 ára eða eldri eða 11,3% af heildarmann- fjölda í Ísafjarðarbæ. Hlutfall sem hefur farið vaxandi um hríð og bendir allt til að muni aukast enn frekar. Því er það eindreginn vilji bæjaryfirvalda í Ísafjarðarbæ að byggt verði nýtt hjúkrunarheimili í Ísa- fjarðarbæ án þess að það hafi áhrif á þá þjónustu sem fyrir er. Samkvæmt umsögninni er brýn þörf sé fyrir 33 rými á Ísafirði, 10 á Flateyri og 9 á Þingeyri eða alls 52 hjúkrun- arrými. „Þjónustuhópur legg- ur áherslu á mikla þörf fyrir úrræði til handa þeim íbúum Ísafjarðarbæjar sem minnsta getu hafa til þess að bera hönd yfir höfuð sér og gera kröfu um mannsæmandi úrræði sjálfum sér til handa. Því vill þjónustuhópur ganga til verka svo fljótt sem auðið er og hefja þegar undirbúning að bygg- ingu hjúkrunarheimilis á Ísa- firði, þar sem þörfin er greini- lega mest. Að auki vill þjón- ustuhópur leggja áherslu á að þjónustuíbúðum á Tjörn verði breytt í hjúkrunarheimili“, segir í umsögninni. Bæjarráð tók umsögn þjón- ustuhópsins fyrir á fundi í gær og vísaði henni til nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis til umfjöllunar. Bæjarráð fól einnig Sigurði Péturssyni og Svanlaugu Guðnadóttur að fara á fund ráðherra með kröfur Ísafjarðarbæjar vegna byggingar hjúkrunarheimilis. Brýn þörf fyrir 52 hjúkrunarrými Hlíf, þjónustuíbúðir aldraða á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.