Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 07.04.2011, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Engin bein tenging á milli kvótakerfis og byggðaþróunar „Ekki er hægt að finna beina tengingu á milli kvótakerfisins og þróunar byggðar frá því að kerfinu var komið á fyrir meira en aldarfjórðungi.“ Þetta er nið- urstaða Birgis Þórs Runólfs- sonar, dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands sem kom fram í erindi sem hann flutti nýverið á málþingi áhugahóps háskóla- manna um sjávarútvegsmál. Að mati Birgis Þórs er jafnframt ómögulegt að segja fyrir um hver íbúaþróun hefði orðið á lands- byggðinni ef annað fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar hefði orðið ofan á. Í erindi sínu beindi hann sjónum m.a. að Vestfjörðum en sá landshluti hefur oft verðið nefndur þegar samspil byggða- þróunar og kvótakerfisins er rætt. Birgir Þór sagði í erindi sínu að íbúum á Vestfjörðum hefði fækkað viðstöðulaust frá árinu 1945 ef undan væri skilinn ára- tugurinn á milli 1970 og 1980. Ekki væri hægt að sýna fram á nein tengsl á milli þeirrar þróunar og heildarfiskafla í þessum lands- hluta því fólksfækkunin hefði verið stöðug, jafnt fyrir sem eftir daga kvótakerfisins. Birgir Þór lauk erindinu með því að vitna í skýrslu sem unnin var af Þjóðhagsstofnun árið 2000 og ber heitið Stjórnkerfi fisk- veiða og byggðaþróun. Þar segir: „Það má ljóst vera af ofan- greindri umfjöllun að samband milli búsetuþróunar og fiskveiði- stjórnunarkerfisins eins og það hefur verið framkvæmt hér á landi er afar flókið. Því er þeirri spurningu enn ósvarað hver sé þáttur þess í þeirri fólksfækkun sem sannarlega hefur átt sér stað á undanförnum árum í mörgum útgerðarstöðum á landinu. Enn erfiðara er að segja til um hvort eitthvert annað stjórnkerfi fisk- veiða hefði reynst betur að því er áhrif á búsetuþróunina varðar.“ Frá þessu var greint á vefsíðu Landssambands íslenskra útvegs- manna. – thelma@bb.is Flokkun skjala að ljúka Skráning og flokkun öryggis- málaskjala og annarra skjala frá utanríkisráðuneytinu hefur verið unnin á vegum héraðsskjala- safnsins á Ísafirði frá árinu 2008. Þeirri vinnu er nú að ljúka og tapast við það þrjú stöðugildi. Verkefninu var hrint úr vör til að skapa atvinnu í kjölfar kvóta- skerðingar. Í fyrstu var ráðgert að verkið tæki tvö til þrjú ár en vonast var til að unnt yrði að framlengja verkefnið í sex ár með flokkun á ýmsum skjölum frá ráðuneytum. Ekki voru settir fjár- munir í áframhaldandi skráning- arverkefni í fjárlögum ársins í ár og verður því flokkun hætt. „Verkefninu lýkur núna sam- kvæmt áætlun. Svo er spurning hvort að við fáum einhver önnur verkefni en það er ekkert í hendi eins og er,“ segir Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Safna- hússins á Ísafirði. Aðspurð hvort verkefninu verði framhaldið annars staðar á land- inu segir Jóna Símonía svo ekki vera. Verkefninu sé einfaldlega lokið. Jóna Símonía segir verkið, sem var tvískipt, hafa gengið mjög vel. Annar hluti þess var skráning, flokkun og frágangur gagna frá utanríkisráðuneytinu en einnig var um að ræða verkefni frá Þjóðskjalasafninu til tveggja ára en í því fólst fólst flokkun gagna frá sýslumannsembættum víðsvegar um landið. Heildar- magn gagna um sýslumannsem- bættin var í upphafi um 1.200 hillu- metrar. – thelma@bb.is Frá flokkun skjalanna. Undanfarin fimm ár eða frá árs- byrjun 2006 hefur íbúum á Vest- fjörðum fækkað um 1,1% á ári. Fækkunin var hlutfallslega mest á síðasta ári en þá fækkaði íbúum um 225 eða 3,1%. Af átta svæð- um á landinu fækkaði íbúum á fimm. Íbúum á höfuðborgar- svæðinu fjölgaði um 1.434, á Norðurlandi eystra fjölgaði um 106 og níu á Vesturlandi. Um- talsverð fækkun varð á öðrum svæðum ef frá er talið Norður- land vestra, þar sem íbúum fækk- aði um einn. Á Suðurnesjum fækkaði íbúum um 271, á Aust- urlandi fækkaði um 153 og 77 á Suðurlandi. Flateyri og Bíldudalur er með- al þeirra byggðakjarna þar sem hlutfallslega mest fækkun hefur verið síðastliðin fimm ár. Þar og á Laugarbakka, á Bakkafirði og í Nesjakauptúni, fækkaði fólki um meira en 5% að jafnaði á ári síðastliðin fimm ár. Þegar aldurs- dreifing er skoðuð eftir land- svæðum koma í ljós tvö megin mynstur. Á suðvesturhorni lands- ins, höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, er dreifing aldurs- hópa jafnari en á öðrum land- svæðum. Á höfuðborgarsvæðinu eru aldurshóparnir 20-39 ára hlutfallslega fjölmennastir. Hins vegar eru aldurshóparnir 20-39 ára fámennastir utan höfuðborg- arsvæðisins og Suðurnesja. Þegar miðað er við aldurshóp- inn undir 69 ára má sjá að á Vest- fjörðum og Austfjörðum er ald- urshópurinn 30-39 ára fámenn- asti hópurinn. Á undanförnum árum og áratugum hefur aldurs- samsetning landsmanna breyst mikið. Ungu fólki hefur fækkað hlutfallslega en eldra fólki fjölg- að. Í ársbyrjun 2011 var fólk á vinnufærum aldri, þ.e. 20-64 ára, 59,% en var 59,6%, 1. janúar 2010. Á síðustu fimm árum hefur fólki á aldrinum 0-19 ára fækkað úr 29,2% af þjóðinni í 28,2% en fólki sem er eldra en 64 ára fjölg- að úr 11,7% í 12,3%. – kte@bb.is Vestfirðingum fækkar fimmta árið í röð Flateyri er meðal þeirra byggðakjarna þar sem hlutfallslega mest fækkun hefur verið síðastliðin fimm ár. Ljósm: © Mats Wibe Lund.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.