Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Síða 10

Bæjarins besta - 07.04.2011, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Bjartsýnn á framtíð bransans Vagns og Sossa. Siggi Ómars hefur hjálpað okkur mikið að ógleymdum Magga Hauks sem hefur verið með okkur öll árin, sem og Sævar í Pólnum. En ég held að það hafi hreinlega allir verið orðnir þreyttir. Það þarf að hreinsa út úr heilli verksmiðju, inn í gáma, þrífa, byggja svið. Svo þarf að halda utan um skipu- lag á þeim tvö hundruð sem stíga á stokk...“ telur hann upp. Það liggur ljóst fyrir að hátíð eins og Aldrei fór ég suður út- heimtir mikla vinnu og skipulag, jafnvel þó reynt sé að halda um- gjörð og „veseni“ í lágmarki, eins og aðstandendur hafa alltaf lagt sig fram við. „Þetta er lúmskt mikil vinna. Bara það að búa um rúm á vistinni tekur heilan dag. Þetta er endalaust, sama hvort það er að skutlast eftir pulsu- brauðum eða redda snúrum eða hvað það er. Þetta eru milljón smáatriði sem taka öll orku,“ út- skýrir Öddi. Nefndin gekkst því fyrir opn- um borgarafundi fyrir þá bæjar- búa sem vildu halda hátíðinni gangandi. Þar gátu þeir skráð sig í stuðningshópa og tekið einhver verkefni upp á arma sína. Öddi segir þá félagana þó hafa orðið fyrir dálitlum vonbrigðum með mætingu á þann fund. „Ég held það hafi mætt svona fjörutíu manns, en við bjuggumst alveg við hundrað eða fleirum, miðað við það sem maður hafði heyrt í sjoppunni. Svo var ekki meiri stemmning en þetta,“ segir hann. „Svo föttuðum við náttúrulega eftir á að það er samt fjórum sinn- um fleira fólk en hefur verið í þessu,“ bætir hann við og hlær við. Þá var sömuleiðis undirritaður stuðsamningur við bæjarstjórn- ina, þar sem kjörnir fulltrúar Ísa- fjarðarbæjar skrifuðu upp á að vera í sullandi stuði alla helgina og tóku að sér ákveðin verkefni. „Guðfinna M. Hreiðarsdóttir tók til dæmis að sér að sjá um kló- settmál kvenna, sem er lúmskt stór málaflokkur! Það er rosalegt að redda salernisaðstöðu fyrir konur á útihátíð,“ segir Öddi og hristir höfuðið að fenginni reynslu. „Aðrir tóku svo að sér að skutlast eftir poppurum á völlinn og enn kannski væri bara gott að hætta, en það hafði myndast svo skemmti- legur hópur í kringum þetta og þessir strákar allir orðnir vinir manns. Þetta er eiginlega gamli vinahópurinn hennar Rúnu sem er með okkur í þessu. Kristján Freyr og Jón Þór, Hálfdán Bjarki, Rúnar Óli og Smári Karls, sem er reyndar ekki með núna. Og Pétur Magg náttúrulega, það má aldrei gleyma honum. Fallegi maðurinn,“ segir Öddi. „Þetta var svolítið eins og saumaklúbbur sem hittist annars slagið að spjalla um hvaða rugl við ættum að gera,“ bætir hann við. Ekki fimmtugs- afmæli á hverju ári Fyrir um tveimur árum var þessi innsti hringur Aldrei fór ég suður hins vegar orðinn ansi fram- lágur eftir margra ára starf. Eftir síðustu hátíð og þegar líða fór á árið komst sá orðrómur á kreik í bænum að svo gæti farið að Aldrei fór ég suður yrði lögð af. Hann var svo sem ekki úr lausu lofti gripinn, að sögn Ödda. „Þetta var orðið svo sjálfgefið eitthvað, orðin einhver ábyrgð sem við vildum ekkert endilega standa undir. Þetta átti alltaf bara að vera grín og stuð og stemning. Maður nennir ekkert að halda upp á fimmtugsafmælið sitt á hverju ári, þó það sé gaman að gera það einu sinni eða tvisvar,“ segir hann og brosir. Það var auðheyrt að Ísfirðingar vildu allsendis ekki missa hátíð- ina, nokkuð sem Öddi og aðrir Aldrei-menn fóru ekki varhluta af. „Þetta var nú bara eins og mamma og pabbi væru að skilja eða eitthvað,“ segir hann um orð- ræðuna. Hópurinn ákvað því að blása til sóknar eitt árið enn, en með breyttum formerkjum. „Við tók- um þann pól í hæðina að það væri hægt að reyna þetta einu sinni enn, ef við myndum þá stækka hópinn. Hingað til höfum við verið svona sjö í innstu klíku og svo með einstaka hjálparhellur með okkur. Það eru svona eld- hressir stuðboltar eins og Inga Tónlistarmanninn Mugison, Örn Elías Guðmundsson þarf ekki að kynna fyrir Vestfirðing- um. Tónlist hans er flestum góð- kunn, og ekki síður hátíðin sem hann og faðir hans, Muggi, lögðu drög að yfir bjórsötri fyrir hátt í áratug síðan. Aldrei fór ég suður verður haldin í áttunda skipti um komandi páska, þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið ætluð sem annað en grín. Mugison segir hér frá kostum og göllum starfsins við hátíðina og óvæntum viðbrögð- um Vestfirðinga þegar sá orð- rómur kvisaðist út að hátíðin yrði mögulega blásin af. Átti aldrei að vera árlegur viðburður Eins og flestir muna var fyrsta Aldrei fór ég suður hátíðin haldin árið 2004 við afspyrnu góðar undirtektir. „Þetta byrjaði sem algjört grín eftir fyllerí hjá mér og pabba. Svo varð þetta að raun- veruleika fyrir einhverja röð til- viljana. Það var allt í einu búið að bóka tuttugu hljómsveitir í einhverju gríni og svo áttum við eftir að redda öllu. Það gerðist svo með hjálp góðra manna,“ rifjar Öddi upp, enda ansi langt um liðið frá því að fyrsta var blásið til hátíðahalda. „Ég var til dæmis barnlaus á fyrstu hátíðun- um. Það er eins og það sé öld síðan,“ segir hann og brosir. Í dag er hann hins vegar tveggja barna faðir í Súðavík, þar sem hann býr ásamt konu sinni, Rúnu Esradóttur og orkuboltunum Dýra og Eldari. Það leið ekki á löngu þar til mannskapurinn að baki Aldrei fór ég suður fór að velta því fyrir sér hvort ástæða væri til að halda áfram. „Í kringum þriðju hátíðina vorum við farin að hugsa um að ef við héldum hana aftur væri komið ansi sterkt fordæmi fyrir því að þetta væri orðinn árlegur viðburður, einhver venja. Ég man að þá ákvað Raggi Kjartans til dæmis að bakka út. Hann sagði bara - ekki séns að ég nenni að koma vestur alla páska, alla ævi! Heimurinn er miklu stærri en það. Þá var ég einmitt að spá í að aðrir elda bröns ofan í þá. Við náðum að búa til átta svona hópa, en það er alveg pláss fyrir fleiri,“ segir Öddi. Ágætis tilraun Hátíðin í ár er því hálfgerð tilraunastarfsemi. Að minnsta kosti lítur Öddi sjálfur svo á. „Það verður gaman að sjá hvort við höfum orku til að halda áfram eftir þetta. Þetta er að minnsta kosti góður prófsteinn og ágætis tilraun hjá okkur núna,“ segir hann. Á meðal þeirra sem hryggðust vegna orðrómsins um mögulegt brotthvarf Aldrei fór ég suður af hátíðalistanum á Íslandi voru ferðaþjónustuaðilar sem kunna að meta verðmætasköpunina sem hlýst af hátíðinni. Í umræðu um ferðamennsku á Vestfjörðum hefur enda töluvert verið rædd um efnahagsleg áhrif hennar. Há- tíðin hefur sömuleiðis verið einn fárra viðburða sem trekkir ferða- menn, íslenska sem erlenda, til landshlutans utan hins ískyggi- lega stutta sumartímabils. „Mér fannst það nett sorglegt. Fyrir mér er þetta bara stuðhelgi. Mér fannst hálf sorglegt að þeir sem voru fyrstir til að klappa manni á bakið voru þeir sem græða peninga. Ég veit ekki. Kannski er maður bara einfaldur, en mér fannst það eitthvað smá leiðinlegt,“ segir Öddi. Hópurinn að baki hátíðinni hefur enda al- drei makað krókinn á henni og gefið allar þær vinnustundir sem að baki henni liggja með það fyrir augum að gleðja sjálfa sig og gesti hátíðarinnar. „Svo talaði ég reyndar líka við fólk eins og Önnu Siggu, sem lýsti því hvaða opinberun það var fyrir hana þegar FM Belfast steig á stokk. Ég hitti líka fleiri sem höfðu komist í eitthvað tón- listarlegt algleymi og fólk sem talaði um að það hefði verið að uppgötva hitt og þetta á hátíðinni. Þá fékk ég nú líka á tilfinninguna að þetta skipti smá máli svona móralskt líka,“ segir Öddi. Hvetur krakka til að mæta Frá upphafsári sínu hefur Al- drei fór ég suður teflt saman landsþekktum sveitum og óþekkt- ari böndum með það í huga að búa til góða blöndu. „Upphaflega hugmyndin var líka að það væru engin aðalatriði. Maður gæti haft Sigga Björns, Villa Valla eða Dóra Hermanns á besta tíma, eða alveg við hliðina á stóru bönd- unum, þannig að krakkarnir sem mættu til að hlusta á Trabant heyrðu líka í Dóra. Mér hefur alltaf fundist það mjög töff. Þetta virkar líka í hina áttina, þeir sem mæta til að hlusta á frænda sinn sjá þá kannski líka eitthvað sem þeir hefðu aldrei nennt að kíkja á annars,“ segir Öddi, sem er ánægð- ur með þá formúlu, ef formúlu má kalla. „Þetta er ekkert endilega fólk að slá í gegn, það eru ekki allir að bíða eftir Bubba Morthens, heldur erum við bara öll saman- komin á einum stað. Þetta er eig- inlega nær ættarmóti en tónlist- arhátíð,“ segir hann. Þá eru sömu- leiðis yfirleitt um að ræða góða blöndu af vinsælustu hljómsveit- unum hverju sinni og eldri sveit- um. Í ár eru FM Belfast, Valdi- mar og Páll Óskar til dæmis á meðal listamannanna, en sömu- leiðis Sokkabandið, Grafík og Ný dönsk. „Mér finnst líka alveg geggjað hvað krakkarnir ná að hanga lengi inni, þó það sé löngu komið fram yfir háttatíma hjá þeim. Það er einn af göldrum hátíðarinnar. Mér verður oft hugsað til þess að eins lengi og börnin eru þarna, að skemmta sér vel, er voðalega lítil hætta á einhverju rugli. Það er enginn nógu andskoti leiðin- legur til þess að vera leiðinlegur í kringum börn. Ég hugsa að þannig höfum við eflaust komið í veg fyrir slagsmál og þannig vesen, sem fylgir oft böllum eða útihátíðum,“ segir Öddi. „ Ég vil bara hvetja fólk til að vera með börnin þarna frameftir! Það er líka upp á stuðið, krakkar brjóta oft ísinn í því að búa til stuð og stemmningu,“ bætir hann við. „Þetta er stundum þannig á hátíðum að þú ert að spila fyrir fólk og jafnvel ákveðna týpu af spekúlöntum, þar sem þú hefur á

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.