Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Qupperneq 15

Bæjarins besta - 07.04.2011, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 15 Boðið verður upp á 27 tón- listaratriði á tónlistarhátíð- inni Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísafirði um páskana. Enginn aðgangs- eyrir er að hátíðinni enda gefur tónlistarfólkið vinnu sína. Endanlegur listi yfir flytjendur var kynntur á blaðamannafundi á Ísafirði í síðustu viku. Hljómsveit- irnar sem koma fram á hátíð- inni í ár: Bjartmar og Bergrisarnir, Eggert frá Súðavík, Ensími, Hljómsveitin Ég, Fm Bel- fast, Grafík, Jónas Sigurðs- son & ritvélar framtíðar- innar, Klassart, Lars Duppl- er frá Þýskalandi, Lazy- blood, Lifun, Miri, Mr. Silla, Ný Dönsk, Pál Óskar, Perla Sig, Pétur Ben, Prinspóló, Quadruplos, Sokkabandið, Sóley, The Vintage Caravan, Valdimar, Virtual motion og Yoda remote., Lúðrasveit T.Í ft., Mugison og Benni Sig ásamt vesfirskum perlum. – thelma@bb.is 27 atriði koma fram á Aldrei fór ég suður Frávísun í máli Skollaborgar Hæstiréttur hefur vísað frá máli Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., í Hnífsdal og dótturfyrirtæki þess, Skollaborg ehf., gegn gamla Landsbankanum, þess efnis að felld verði niður skuld Skolla- borgar við bankann sem og sjálf- skuldarábyrgð HG. Skuld Skolla- borgar er til komin vegna láns sem fyrirtækið tók hjá bankanum í maí 2007 upp á 1,5 milljarð króna. Hæstiréttur taldi ekkert því til fyrirstöðu að krafist væri ógildingar eða riftunar á sam- komulagi um einstaka lánshluta en ekki samninginn í heild. Á hinn bóginn skorti verulega á að í stefnu væri gerð nægileg grein fyrir því hver væri grundvöllur kröfu um ógildingu eða riftun. Þá væri lýsing á málsástæðum og lögfræðilegum rökum Skolla- borgar ehf. ekki í nauðsynlegum tengslum við kröfur hans. Var krafa HG hf. talin sama marki brennd. Þá væri engin grein gerð fyrir því í stefnu hvern- ig krafa Skollaborg ehf. um skaðabætur samrýmdist kröfu um ógildingu og riftun. Í dómn- um segir að málsatvik hafi verið þau að í nóvember 2003 stofnaði Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. einkahlutafélagið Skollaborg ehf. sem hafi verið og sé að öllu leyti í eigu þess. Tilgangur þess hafi meðal annars verið sá að fjárfesta í innlendum og erlend- um hlutafélögum, verðbréfum, skuldabréfum og fasteignum. Við stofnun félagsins hafi öll hlutabréf í eigu Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. flust yfir í hið nýja félag og hafi verðmæti þeirra verið metið á 530 milljónir króna. Vorið 2007 hóf stjórn Hraðfrysti- hússins - Gunnvarar hf. undir- búning að frekari fjárfestingum félagsins og ákvað að stofna til frekari viðskipta með skráð hluta- bréf. Stjórnin hafi verið sammála því að gert yrði samkomulag við Landsbanka Íslands hf. um kaup á hlutabréfum í skráðum félögum fyrir allt að 1,7 milljarða króna. Landsbankinn hafi veitt félaginu fyrirgreiðslu vegna þessa. Þá hafi verið ákveðið að koma að sjálf- stæðum fjárfestingarverkefnum í samstarfi við bankann fyrir 500 milljónir króna. Þessi viðskipti hafi farið fram í nafni Skolla- borgar ehf. Þá hafi framkvæmda- stjóra Skollaborgar ehf., verið heimilað að leggja fram þær ábyrgðir fyrir Hraðfrystihúsið - Gunnvöru hf., sem nauðsynlegar væru vegna viðskiptanna. Hinn 15. maí 2007 hafi stefn- andi Skollaborg ehf. undirritað viðskiptasamning við Landsbanka að fjárhæð 1.500.000.000 króna. Samkvæmt samningnum skyldi stefndi hafa til reiðu fyrir stefn- anda Skollaborg reikningslána- línu að fjárhæð 1.500.000.000 króna. Ábyrgðaraðili lántakans hafi verið stefnandi, Hraðfrysti- húsið - Gunnvör hf., sem gekkst undir sjálfskuldarábyrgð á fullum efndum allra skuldbindinga Skolla- borgar ehf., samkvæmt samn- ingnum. Í kjölfarið hafi Skollaborg ehf., stundað verðbréfaviðskipti fyrir tilstuðlan Landsbankans samtals að fjárhæð u.þ.b. 600 milljónir króna sem teknar voru að láni hjá stefnda á grundvelli ofan- greinds viðskiptasamnings og ráðstafað að meginstefnu til hlutabréfakaupa í Landsbanka Ís- lands hf. og Straumi Burðarás hf. – thelma@bb.is Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.