Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Side 16

Bæjarins besta - 07.04.2011, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Dýragarður eða þjóðgarður Stakkur skrifar > Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og mál- efnum hafa oft verið um- deildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðar- menn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Komin er fram tillaga um að gera Barðastrandarsýslur að þjóðgarði. Er það einkar athyglisverð nálgun á byggðavanda sem tengist sunn- anverðum Vestfjörðum. Umtalsverð fækkun íbúa hefur orðið í fjórðungnum, en hér fækkaði um 225 íbúa. Er það hlutfallslega mesta fækkun í einstökum landshluta árið 2010 eða 3,1%. Til sam- anburðar fækkaði um 153 íbúa á Austfjörðum og 77 á Suðurlandi. Frá árinu 2006 hefur íbúum í fámennari byggðakjörnum og strjálbýli fækkað um 1,1% á hverju ári. Hinn 1. janúar 2006 bjuggu aðeins 7,2% landsmanna í strjálbýli og byggðarlögum með færri en 200 íbúa. Hlutfallið var orðið 6,4% í byrjun þessa árs og hefur minnkað talsvert. Í strjálbýli Íslands búa nú 16.475 menn sem svarar til 5,2% heildar íbúafjölda Íslands. Fámennustu byggðakjarnar, með innan við 200 íbúa, eru alls 32. Þar býr eingöngu 1,2% íbúa landsins. Upp- lýsingar þessar er að finna í Hagtíðindum í síðustu viku. Fréttir af íbúaþróun eru slæmar fyrir okkur Vestfirðinga. Hinu má velta fyrir sér hvort skynsamlegt sé að mæta íbúafækkun með því að gera þau byggðasvæði, sem fæstir kjósa til búsetu, að þjóðgörðum. Það kann að hafa þau áhrif á marga að þar með sé verið kveða upp dóm um framtíð búsetu. Hornstrandir voru gerðar að friðlandi árið 1975, rúmum tveimur áratugum eftir að byggð lagð- ist þar af. Enn hefur ekki verið stofnaður þar þjóðgarður, en þar gilda strangari reglur en í friðlöndum. Hver verður framtíð þjóð- garðs á Íslandi þegar fólk velur sér búsetu? Það er ekki gott að segja, en óneitanlega líta menn til fyrsta þjóðgarðsins á Íslandi, Þingvallaþjóðgarðs, þar sem örfáir búa nema lögheimilisfesti sé þar með öllu aflögð. Sumarhúsin eru hins vegar mörg og eru eftir- sótt af mörgum. Þegar svo er komið að 76% þjóðarinnar býr í níu sveitarfélögum sem öll eru með fleiri en 5.000 íbúa og rúmlega 63% þjóðarinnar býr á höfuðborgarsvæðinu, í byggð sem er samfelld frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar vaknar spurning um skilning þessa góða fólks á stöðu og vanda okkar hinna sem erum orðin frekar fá. Á höfuðborg- arsvæðinu búa víst 201.294 og alls 241.502 í sveitarfélögum með meira en 5.000 íbúum. Ef til vill er það góð hugmynd að gera þjóðgarða um okkur og þegar við yfirgefum loks svæðið verður það að eins konar dýragarði fyrir refi, fugla og fiska hinum til ánægju. Þangað til getum við lofað hinum að skoða okkur sem enn viljum búa á Vestfjörðum. Á meðan þarf ekki annan dýragarð. Vefleikhús á Ísafirði Nýstárlegt leikverk verður frum- sýnt á Ísafirði 15. apríl næstkom- andi. Samtímis verður verkið reyndar frumsýnt á þremur öðr- um stöðum á landinu, sýnt í beinni útsendingu í Bíó Paradís í Reykjavík og streymt beint á net- inu. Það er netleikhúsið Herbergi 408 sem stendur að baki verkefn- inu, sem ber heitið Jöklar. Framþróað útvarpsleikhús Steinunn Knútsdóttir leikstjóri er annar stofnenda Herbergis 408, en leikhúsið er hugarfóstur hennar og Hrafnhildar Hagalín leikskálds. „Leikhúsið var stofn- að árið 2008. Við Hrafnhildur hittumst þá á leiklistarhátíð í Madríd. Hugmyndin spratt í rauninni upp úr því þegar við vorum að ræða framtíð útvarps- leikhúss eins og við þekkjum það, hvaða möguleikar væru í því fólgnir,“ útskýrir Steinunn, sem er leikstjóri Jökla. Herbergi 408 var því stofnað með það fyrir augum að þróa útvarpsleikhús- formið áfram. Frumraun leikhússins var sam- nefnt verk, Herbergi 408, sem frumsýnt var haustið 2009. „Það var gagnvirkt hljóðverk, svolítið í ætt við útvarpsleikhús. Verkið er á netinu og það er hægt að hlusta á það þar,“ bendir Steinunn á. „Það er verk sem áhorfandinn ferðast í gegnum, hann stýrir því sjálfur hvaða leið hann fer, hvort hann byrji á endanum, fylgi einni persónu eða fylgi línulegri sögu verksins,“ útskýrir Steinunn. Verkið er að finna á síðunni www.herbergi408.is, en þar segir frá hjónunum Önnu og Einari og dóttur þeirra, Sonju, sem lenda í hringiðu óvæntra atburða eftir að fjölskylduvinur lætur lífið og ýmis leyndarmál koma upp á yfirborðið. Hlustandinn getur valið um að kynna sér heimasíður hverrar persónu fyrir sig, valið sér senu að hlusta á af korti yfir verkið eða hlaðið niður útgáfu leikstjórans til að hlusta á í heild sinni. Þar er líka að finna mynd- band frá opnunargjörningi leik- hússins sem var lokahnykkur verksins, en það var sýning í beinni myndútsendingu á milli Helsinki og Reykjavíkur þar sem persónur verkisins eru yfirheyrð- ar yfir hafið af finnskum rann- sóknarlögreglumanni með áhorf- endur á báðum stöðum. Getulausar persónur Verkið Jöklar gerist á fimm stöðum samtímis. Ein persóna er staðsett á Ísafirði, önnur á Akur- eyri, sú þriðja á Seyðisfirði og sú fjórða í Reykjavík. Fimmta per- sónan blandast í leikinn þegar á líður, en hún er staðsett utan land- steinanna. „Jöklar er frekar eðlilegt fram- hald af okkar vinnu með Herbergi 408. Við erum þarna að segja sögu í gegnum internetið en nú leggjum við meiri áherslu á bein- ar útsendingar og möguleika netsins að tengja fjarlæga staði,“ útskýrir Steinunn. „Sagan gerist í samskiptum fólks á netinu. Hún fjallar um fjóra einstaklinga sem allir eiga við ákveðið getuleysi að stríða, hver á sinn hátt. Þessar persónur lifa sínu lífi mikið á veraldarvefnum og þangað sækja þær afþreyingu, upplýsingu og félagsskap. Ein þessara persóna býður svo upp á ákveðna meðferð á netinu, svona skype-meðferð,“ segir Steinunn frá. Sú meðferð verður afdrifarík fyrir persónurnar. „Á sama tíma og þessar persónur eru að díla við þann krankleika sinn sem þetta getuleysi þeirra er, hafa þau líka öll skapað sér ákveðið „alter ego“ á vefnum. Þau lifa öll í ákveð- inni lygi. Persónurnar kynnast í þessari meðferð og byrja þannig að hafa samskipti sín á milli. Sögunni vindur svo þannig fram að þau uppgötva lygi einnar persónunnar, meðferðarfulltrú- ans, og krefja hann um skýringar. Þá blandast inn í söguna persóna frá útlöndum sem loks afhjúpar lygar allra persónanna, svo þær leggjast í duftið og þurfa einhvern veginn að standa skil á syndum sínum,“ segir Steinunn. Með klukkuna á lofti Verkið Jöklar samanstendur af fjórum leiksýningum í fullri lengd. „Áhorfendur á Ísafirði eru í sama rými og persónan sem heitir Halldór. Hann hefur svo samskipti við aðrar persónur leik- verksins í gegnum netið. Áhorf- andinn á Ísafirði veit hins vegar aldrei meira um þær persónur á hverjum tíma en Halldór sjálfur, áhorfandinn er háður upplifunum hans. Sögurnar eru hins vegar nátengdar og segja auðvitað allar sama hlutinn, en það er blæbrigða- munur á milli staða,“ útskýrir Steinunn. Það gefur auga leið að upp- setning á verki á borð við Jökla kallar á gríðarmikið skipulag. „Fólki gefst líka kostur á því að horfa á sýninguna á netinu, og þá fylgist það með öllum fjórum stöðum í einu. Sýningunum fjór- um er streymt á netið, í einn og sama glugga, í beinni útsend- ingu,“ útskýrir Steinunn, sem segir það vissulega hafa útheimt töluverða krafta að samstilla sýn- ingarnar. „Við höfum unnið mjög mikið og lengi að þessu. Í fyrsta lagi er það mikið atriði að handritið gangi þannig saman að það sé hægt að horfa á allar sýningar í einu og það er skrifað þannig. Öll verkin eru samstillt, þannig að það er aldrei keppt um athygli áhorfandans á netinu. Á meðan tvær persónur tala saman á netinu eru hinar tvær kannski að skrifa texta eða hlusta á tónlist,“ út- skýrir Steinunn. Þegar blaðamaður Bæjarins besta náði tali af henni stóðu æfingar yfir í Reykjavík. „Núna smáar Til sölu eru 15" Teratrac Rad- ial A/W sumardekk. Mjög lítið notuð. Fjögur stk. á kr. 24 þús. Uppl. í síma 893 1065. Til sölu er Opel Astra árg. 99, ekinn 133 þús. km. Er í mjög góðu standi. Tilboð óskast. Uppl. í síma 863 3820. Dash-flugvél frá Flugfé- lagi Íslands hæfði svan á flugi við flugtak frá Ísafjarð- arflugvelli á sunnudag með þeim afleiðingum að svan- urinn féll særður til jarðar. Var hann dauður er starfs- menn Ísafjarðarflugvallar komu að honum. Flugvélin skemmdist ekki og hélt áfram ferð sinni til Reykjavíkur enda var um afar nett högg að ræða. Að sögn starfsmanns Flugfélags Íslands á Ísafirði er það sem betur fer afar sjaldan að svo stórir fuglar rekist á flugvél- ar. Svanur varð fyrir flugvél Afar sjaldgæft er að stórir fuglar verði fyrir flugvélum.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.