Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.04.2011, Page 19

Bæjarins besta - 07.04.2011, Page 19
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 19 Sælkeri vikunnar er Esther Ósk Arnórsdóttir á Ísafirði Tvær góðar með laxi Sælkeri vikunnar býður upp á tvær ljúffengar uppskriftir að laxaréttum. Fyrst er það lax með mango chutney og síðan eru það laxatortillur. Lax með mango chutney Miðlungs Laxaflak Mango chutney Sesam fræ Salt og pipar Laxinn settur í eldfast mót eða á plötu með smjörpappír. Salt og pipar sett á og svo mango chutney smurt yfir. Sesam fræ sett yfir. Hitað í ofni í u.þ.b. 15-20 mín. Mango sósa Sýrður rjómi Mangó chutney Karrý (má sleppa) Hrært saman og borið fram með laxinum. Gott er að hafa salat og hrísgrjón með. Laxatortillur 1 pk tortilla Reyktur lax skorinn í litlar sneiðar Rjómaostur Púrrulaukur Tortilla smurð með rjómaosti, laxasneiðum raðað ofan og svo púrrulaukur settur yfir. Tortill- unni er rúllað upp og svo skorin í bita. Færð kannski 6-8 úr hverri rúllu. Ég skora á vinkonu mína, Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur á Ísafirði að vera næsti sælkeri vikunnar. Útboð Fyrir hönd Húsfélagsins að Pollgötu 4 á Ísa- firði er óskað eftir tilboðum í viðhaldsverk ut- anhúss. Helstu verkþættir eru viðgerðir á steypu- skemmdum, ryðguðu steypujárni, endurnýj- un á gleri og lagfæringar á gluggum og opn- anlegum fögum. Einnig viðgerð á múrhúðun og málun veggja, glugga og hurða. Flatarmál veggja að utan er um 630m², gluggakarmar og póstar eru um 730 metrar og fjöldi opnan- legra faga er 54 stykki. Verklok eru áætluð 15. september 2011. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Tækni- þjónustu Vestfjarða ehf., Aðalstræti 26, Ísa- firði frá og með föstudeginum 8. apríl 2011. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 19. apríl 2011 kl. 14:00. Tækniþjónusta Vestfjarða ehf., Aðalstræti 26, Ísafirði. Fyrstu ruslatunnurnar í nýju sorphirðukerfi hjá Ísafjarðarbæ voru afhentar Daníel Jakobssyni bæjarstjóra og Kristínu Hálfdáns- dóttur, formanni sorpnefndar bæjarins í síðustu viku. Einnig fengu þau afhentan kynningar- bæklingurinn sem dreift verður í hvert hús í sveitarfélaginu. Eins og kunnugt er var samið við Kubb ehf. um að annast sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ að undan- gengnu útboði og kemur sorp- hirða til með að breytast töluvert á næstu vikum. Komið verður upp svokölluðu tveggja tunnu kerfi og koma íbúar Ísafjarðar- bæjar til með að taka þátt í flokk- un sorps á heimilum. Byrjað var á því að dreifa tunnum í Selja-, Tungu- og Holtahverfi í gær og er reiknað með að því ljúki í þess- ari viku. Önnur tunnan verður nýtt til söfnunar á endurvinnanlegu sorpi, en hin fyrir almennt heim- ilissorp sem fer til urðunar. „Mjög áríðandi er að tunnur verði aðgengilegar og auðvelt fyrir starfsmenn Kubbs að koma þeim að söfnunarbílnum til los- unar. Tunnur verða að vera þann- ig frágengnar að þær fjúki ekki og því mikilvægt að einfaldar festingar verði á tunnunum,“ segir í tilkynningu. „Heft aðgengi að tunnum getur leitt til þess að tunnur verði ekki losaðar og því er vandaður réttur frágangur og staðsetning mjög mikilvægur.“ Í tilkynningu segir að með því að taka upp tveggja tunnu kerfi er verið að auðvelda íbúum að taka þátt í umhverfisvænna sam- félagi og að flokka sorp á sem þægilegastan hátt.„Samstarf við íbúa er mjög mikilvægt og nauð- synlegt að allir finni hjá sér þörf til að vera hluti af því verkefni að minnka sorp og auka endur- vinnslu. Þar með eru íbúar að sýna í verki vilja sinn til að búa í umhverfisvænna samfélagi sem mun auka lífsgæði íbúanna.“ Auk þess að dreifa tunnunum, fer nú í gang kynningarátak á nýskipan sorpmála fyrir íbúana, þeir verða heimsóttir og afhentur kynningarbæklingur. Kubbur ehf. hefur ennfremur látið útbúa segulmiða sem sýnir á mynd- rænan hátt helstu flokka sorpsins og frágang þeirra. Að auki verður boðið upp á kynningarfundi í öllum byggðakjörnum Ísafjarð- arbæjar. „Nú er afar mikilvægt að allir taki höndum saman, hefji flokk- un og umgengni um sorpið þann- ig að það leiði til betri umgengni okkar um náttúruna og auki virð- ingu fyrir verðmætum þeim sem felast í sorpi og vonandi til að lækka tilkostnað íbúa og fyrir- tækja,“ segir í tilkynningu. Nýju ruslatunnurnar komnar Daníel Jakobsson bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir formaður Sorpnefndar og Sævar Óli Hjörvarsson starfsmaður Kubbs ehf. við afhendingu ruslatunnanna.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.