Bæjarins besta - 15.03.2012, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2012
Stakkur skrifar >
Stakkur hefur ritað
vikulega pistla í Bæjarins
besta í mörg ár. Skoðanir
hans á mönnum og mál-
efnum hafa oft verið um-
deildar og vakið umræður.
Þær þurfa alls ekki að
fara saman við skoðanir
útgefenda blaðsins. Þrátt
fyrir það bera ábyrgðar-
menn blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á meðan
hann notar dulnefni sitt.
Er Íslandi borgið?
Á flokksráðsfundi Vinstri grænna lýsti formaðurinn Steingrímur
J. Sigfússon því að hann hefði bjargað Íslandi með þátttöku flokksins
í ríkisstjórn með Samfylkingunni, þar sem megin áhersla hefur
verið lögð á að semja Ísland inn í Evrópusambandið með öllum
ráðum. Það gengur svo vel að ítrekað hrósa samningamenn og
ábyrgðarmenn samninga af hálfu Evrópusambandsins vinstri grænum
fyrir störf þeirra. Nú síðast var ágætum ráðherra þeirra hrósað fyrir
að vilja flýta kosningum um málið. Er eitthvað rangt í minni þeirra
sem töldu að þeir hefðu verið að kjósa gegn samningum við Evr-
ópusambandið þegar þeir greiddu Vinstri grænum atkvæði sitt? Að-
eins tveir kostir eru í stöðunni. Sá fyrri að minni þeirra kjósenda sem
svo hugsa hafi brugðist eða hinn kosturinn að Vinstri grænir hafi kú-
vent stefnu sinni. Því verður engan veginn neitað að samningamálið
er kynnt sem mál ríkisstjórnarinnar. Flóknara er það ekki.
En hefur Íslandi verið bjargað eftir efnahagshrunið? Hve mikið fé
hefur runnið úr ríkissjóði til að bjarga gjaldþrota sparisjóðum og
bönkum. Skyldi það vera að nálgast 1000 milljarða? Var nauðsynlegt
að bjarga sparisjóðunum, Byr, SPRON og Sparisjóði Keflavíkur,
sem gleypti þá sem áður höfðu starfað á samfélagsgrunni á Vest-
fjörðum? Hagfræðingar framtíðarinnar munu væntanlega skrifa
lærðar ritgerðir um þessi mál öll, sem duga allmiklum fjölda
háskóla-nema sem ritgerðar- og námsefni við meistara- og
doktorspróf næstu ár og áratugi. Þrátt fyrir að það bíði allt
skoðunar má ekki gleyma því að neyðaraðgerðir til fjármálakerfið
gæti starfað áfram voru viðbrögð fyrri ríkisstjórnar, sem vék frá
1. febrúar 2009. Enn bíður þjóðin þess að loforð núverandi
ríkisstjórnarflokka um norræna velferð og upprisu atvinnu og
þjóðar verði efnd.
En hverju hefur verið bjargað? Ekki bensínverðinu, sem er nú
í hæstu hæðum og nærri þrefalt hærra en fyrir hrun. Skuldamál
eru óleyst, enda má velta því fyrir sér hvort það misvægi sem er
nú blákaldur veruleiki með því þeir sem tóku gengistryggð lán
eru að fá til baka mikið fé á sama tíma og þeir sem höguðu sér
skynsamlega og tóku venjubundin vísitölutryggð lán sitja í súp-
unni. Ekki má gleyma því að verðbólgan er umtalsvert meiri en
að var stefnt eða um 6%. Ekki hefur atvinnunni verið bjargað.
Tækifærin eru ónotuð og ekki má virkja. Hópur Íslendinga lifir
verbúðarlífi í útlöndum auk hinna sem flúðu ástandið. Hvorki
meira né minna en sjö prósent hjúkrunarfræðinga hafa tekjur
sínar erlendis. Er Íslandi borgið? Varla.
smáar
Vantar íbúð til leigu á meðan
Aldrei fór ég suður stendur
yfir. Erum nokkur í bænum
sem langar að leigja íbúð eða
herbergi gegn greiðslu. Endi-
lega hafið samband á netfang-
ið hjorvar87@gmail.com eða
í síma 823 5137.
Viðbragðsáætlun vegna snjó-
flóða á skíðasvæðum, fyrir sam-
göngur og dreifbýli á Vestfjörð-
um, er meðal þátta í umdæmi
lögreglunnar á Vestfjörðum þar
sem aðgerða er þörf strax en hætt-
an er metin gífurleg vegna þessa,
að því er fram kemur í áhættu-
skoðun almannavarna, sem unnin
var á árunum 2008-2011. Í áhættu-
skoðun almannavarna er leitast
við að skilgreina og kortleggja
hættur, sem almannavarnir gætu
þurft að takast á við í framtíðinni.
Þessar hættur eru af ýmsum
stærðum, gerðum og uppruna,
með mismunandi líkur, tíðni og
alvarleika. Helstu niðurstöður
benda til að auka þurfi verulega
viðbúnað í almannavarnakerfinu.
Auk snjóflóða á Vestfjörðum
er áhættan talin gífurleg á aur-
skriðum, vegna hópslysa í um-
ferð og á sjó. Skoða þarf gerð við-
bragðsáætlana vegna snjóflóða
á skíðasvæðum og fyrir sam-
göngur og dreifbýli á Vestfjörð-
um. Nú þegar hafa verið gerðar
rýmingaráætlanir á 16 þéttbýlis-
stöðum þar sem snjóflóðahætta
hefur verið skilgreind og áhætta
metin af Veðurstofu Íslands.
Mörg mannskæð snjóflóð hafa
fallið á Vestfjörðum, bæði í þétt-
býli og dreifbýli. Rýmingaráætl-
anir hafa verið gerðar fyrir Patr-
eksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal,
Þingeyri, Flateyri, Suðureyri,
Bolungarvík, Súðavík og Ísa-
fjörð. Þá hefur verið gert hættu-
mat fyrir Drangsnes.
Víða er hætta á aurskriðum á
Vestfjörðum, bæði í þéttbýli og
dreifbýli, t.d. féllu 40 skriður í
Óshlíð á árunum 1900 til 2000
og 17 á Ísafirði, aðeins féllu fleiri
skriður í Hvalfirði samkvæmt
korti Náttúrufræðistofnun Ís-
lands. Skriðuföll hérlendis er
margskonar t.d. vegna grjót-
hruns, aurskriður og aurblandin
krapahlaup. Orsakir skriðufalla
geta verið miklar rigningar og
leysingar, skyndilegt úrhelli, asa-
hláka, aukið grunnvatnsrennsli
og undangröftur. Fjölmörg dæmi
eru um tjón af völdum aurskriða,
næst á eftir snjóflóðum eru
skriðuföll þau ofanföll sem mestu
manntjóni hafa valdið á landinu.
Á Vestfjörðum hafa orðið hóp-
slys eins og víða annars staðar á
landinu. Vindar þar eru oft háðir
landslagi og hafa dalir og fjöll
mikil áhrif á það hvernig vindur
nær að magnast upp. Vindur er
meiri á vissum stöðum á Vest-
fjörðum og skapast til dæmis
stundum miklir vindstrengir í ná-
grenni fjalla. Á árunum 1997 til
2004 urðu a.m.k. 20 umferðar-
óhöpp vegna þess að ökutæki
fuku. Allmargir farþegar í hóp-
ferðabifreiðum hafa slasast alvar-
lega í umferðarslysum á liðnum
árum. Mörg umdæmi hafa óskað
eftir viðbragðsáætlun vegna hóp-
slysa og þjálfun þar að lútandi.
Þá þarf að gera viðbragðsáætl-
un fyrir ferjuna Baldur í sam-
vinnu við Snæfellsnesumdæmi
vegna hópslysa á sjó. Þó slysum
á sjó hafi fækkað mjög hin síð-
ustu ár þá hefur siglingar með
ferðamenn hafa aukist verulega
síðustu ár, sérstaklega í hvala-
skoðun, sjóstangveiði og öðrum
skemmtiferðum.
Umferð smábáta og skemmti-
ferðaskipa á Vestfjörðum hefur
aukist, sérstaklega við Látra-
bjarg, Hornstrandir, Ísafjarðar-
djúp og Flatey.
– asta@bb.is
Auka þarf viðbúnað í
almannavarnarkerfinu
Viðbragðsáætlun vegna snjóflóða á skíðasvæðum er meðal þátta í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum þar sem aðgerða er þörf strax.