Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.11.2014, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 06.11.2014, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620 Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson. Blaðamenn: Sæbjörg Freyja Gísladóttir, 843 0077, sfg@bb.is Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is Auglýsingar: Gústaf Gústafsson Sími 456 4560, auglysingar@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Einn fyrir alla - allir fyrir einn Spurning vikunnar Ertu fylgjandi því að hríðskotabyssur verði í öllum lögreglubílum? Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Alls svöruðu 549. Já sögðu 182 eða 33% Nei sögðu 367 eða 67% Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir. Ljósm: Skjáskot úr viðtalinu í Íslandi í dag. „Samfélagið sneri blinda aug- anu að gjörðum mannsins“ Í byrjun síðasta árs kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kyn- ferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað á löngu tímabili. Ein kvennanna sem kærði, Hrafnhild- ur Ýr Rafnsdóttir, segist hafa verið barn að aldri þegar brotið var á henni. Hún segir orðróminn um kynferðisbrot mannins lengi hafa verið á vörum fólks en sam- félagið í bænum hafi snúið blindu auga að gjörðum mannsins. Hrafnhildur segir alltaf rétta tímann til að segja frá, þó mál af þessum toga séu fyrnd. Ítarlegt viðtal var við Hrafnhildi Ýr í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Málið vatt upp á sig þegar móð- ir Hrafnhildar og systir hennar tjáðu dætrum sínum að þær hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu bróður síns. Í kjölfarið á því máli kom í ljós að dætur þeirra sögðust einnig hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu annars manns í fjölskyld- unni. Hrafnhildur hafði í rúm 20 ár burðast með leyndarmál sem hún sagði fyrst frá eftir símtal við móður sína í ársbyrjun 2013. „Þetta er náttúrulega búin að vera bara hræðileg sorg, fjöl- skyldan er algjörlega splundruð öll, og ekki bara út frá einu máli heldur út frá tveimur málum,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur, systur hennar tvær og frænka kærðu manninn sem hafði misnotað þær til lög- reglu. Í kjölfarið á þessum kærum bárust tvær kærur til viðbótar. Mál Hrafnhildar, systra hennar og frænku eru fyrnd. Þrátt fyrir að Hrafnhildur hafi vitað að svo væri þegar hún lagði kæruna fram átti hún von á að sú ákvörðun myndi hafa meiri áhrif. „Það samfélag sem hann lifir í, á Þingeyri, það er eins og það snúi bara blindu auga að honum. Maðurinn fær bara að halda áfram sínu daglega lífi og hann gengur bara sáttur um. Barn hlaupandi upp stigann hjá honum og öllum finnst þetta eðlilegt. Ég var orðin svo reið vegna þess að hann gæti bara haldið áfram lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Ef þú kemur bara fram við einstakl- inginn eins og hann hafi gert neitt rangt þá er það bara það sama og að samþykkja þetta,“ segir Hrafn- hildur. Hún segir að þó enginn vilji bera ábyrgð þá beri samfé- lagið allt ábyrgð í svona málum. Í viðtalinu í Íslandi í dag var einnig rætt við aðra af konunum sem lögðu fram kærur í málinu, Maríu Rós Valgeirsdóttur. Fjárlaganefnd gert ljóst um vanda hjúkrunarheimilisins Bæjarráð Ísafjarðarbæjar og fjárlaganefnd Alþingis funduðu fyrir stuttu í gegnum fjarfunda- búnað. Þar lagði bæjarráð fram marga minnispunkta fyrir fjár- laganefnd um atriði við fjárlaga- gerð sem snerta Ísafjarðarbæ beint. Eitt af stærri málunum er rekstur hjúkrunarheimilisins Eyr- ar en eins og áður hefur verið greint frá er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til þess í fjárlög- um sem nú eru til meðferðar í þinginu. Meðal þess sem kom fram í minnispunktum bæjarráðs var að heilbrigðisráðuneytið hafi bent á að rekstrarfé til Eyrar muni koma frá öldrunardeild Heil- brigðisstofnunar Vestfjarða á Ísa- firði en þar eru 19 hjúkrunarrými en rýmin á Eyri verða 30. Bæjar- anum. „Enda er ekki hægt að þræta fyrir þetta. Þetta mál er bara óleyst og hvernig sem rekstr- arformið verður, mun þetta kosta peninga. Það er ljóst að 30 rými duga ekki á norðanverðum Vest- fjörðum, það verður ekki skellt í lás á Þingeyri og áfram verða notuð einhver rými á Heilbrigð- isstofnuninni,“ segir Gísli Halldór. Ísafjarðarbær og heilbrigðis- ráðuneytið hafa ekki samið um rekstur Eyrar. „Það eru fjölmörg hjúkrunarheimili sem eru ekki kominn með samning við ráðu- neytið vegna þess að daggjöldin sem ráðuneytið hefur lagt fram eru allt of lág, þar stendur hníf- urinn í kúnni. Við erum á byrjun- arstigi í okkar samningum,“ segir Gísli Halldór. – smari@bb.is ráð gerði fjárlaganefnd ljóst að gera þurfi ráð fyrir að minnsta kosti 50 milljónum króna til við- bótar reksturs Eyrar á næsta ári. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að fjárlaganefndin hafi ekki mót- mælt eða gert athugasemdir við framsetningu bæjarráðs á vand- Áætlanir gera ráð fyrir að Eyri verði tilbúið um mitt næsta ár. Íslandi allt! Kjörorð Ungmennafélagshreyfingarinnar (UMFÍ) kjarn- yrt vegasnesti í baráttu samtaka fyrir fegurra og betra mannlífi, þar sem hver og einn fengi notið sín, sem einstaklingur og í samskiptum við aðra. Tuttugasta öldin var nýhafin. Miklir umbrota- og framfaratímar fram undan. ,,Eftir súðbyrðings för / kom hinn seglprúði knörr / eftir seglskipið vélknúin skeið,“ (Örn Arnarson) 1902 sigldi fyrsti vélbáturin um Ísafjarðardjúp. Tíminn frá því Íslendingar knúðu fleytur sínar með árum til þeirra velbúnu glæsiskipa, sem nú sækja þann Gula og annað sjófang í dúp hafsins, er örstuttur, miðað er við sögu þjóða. Þeir róa sem réttinn hafa. Allt frá upphafi hefur staðið styr um stjórnun fiskveiða, kvótakerfið. Vart fer á milli mála, horft til margra síðari tíma játninga manna er að því komu, að býsna mörg og afdrifarík mistök hafa verið gerð, sem sum hver hafa torveldað ásættanlegar lausnir. Átökin um kvótakerfið hafa á köflum verið vægðarlaus, ekki að undra þegar horft er til gífurlegrar til- flærslu fjármuna, sem áttu sér stað í skjóli þess; menn löbbuðu með hundruð milljóna í rassvasanum út úr kerfinu, með dyggri aðstoð Alþingis sem samþykki sölu og veðsetningu á óveiddum fiski; afglöp sem kostað hafa marga þeirra sem nú stunda útgerð, og orðið hafa að kaupa sig inn í kerfið, morðfjár. Í átökunum hefur þó annað slagið verið flaggað hvítum vasaklúti: friðarákalli um sjávarútveginn. Nú hefur heldur betur dregið til tiðinda. LÍÚ og Samtök fiskvinnslu- stöðva eru gengin í eina sæng: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, (SFS). Og fyrir liggur að sölu- og markaðsfyrirtækin Icelandic Group og Iceland Seafood International munu deila með þeim hvílunni. Markmiðið er ,,að sameina fyrirtæki í sjávarútvegi í ein öflug samtök, hvort sem þau starfa við veiðar, vinnslu, markaðssetningu eða sölu á sjávarafurð- um.“ Sem sagt: Breiðfylking hagsmunaðila, einn fyrir alla og allir fyrir einn, í öllu er viðkemur sjávarútvegi. Ekki skal dregin dul á að með stofnun samtaka eins og SFS, verður margt einfaldara (væntanlega) en verið hefur, þegar hagsmunasamtökin voru hvert í sínu horni að ota sínum tota. Eðlilegt er þvi að nú sé spurt: Þegar þar að kann að koma, hver semur þá fyrir fyrir hvern og við hvern, innan batteríisins? Yfirlýst stefna hinna nýju samtaka er að hafa umhverfismál alltaf í forgangi. Fer vel á því, ekki seinna vænna að umgengnin um auðlindir hafsins sé efst á blaði. Umhverfið i öndvegi. Flott eins og hjá UMFÍ, Ís- landi allt. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.