Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2007, Síða 52

Frjáls verslun - 01.08.2007, Síða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 7 samkeppnislögum og þar í landi geta samkeppnisyfirvöld farið fram á breytta hegðun eða jafnvel skipt viðkomandi fyrirtækjum upp. Þetta var eitt af umræðuefnunum á ráðstefnu um fákeppni í smærri hagkerfum sem við héldum á síðasta ári. Það er sem sagt að ýmsu að hyggja við mótun laganna þó að lögin hafi reglulega verið styrkt, nú síðast í vor. Það er sérstak- lega mikilvægt að löggjafinn hefur undirstrikað það hve alvarleg brot á samkeppnislögum eru. Það gerði hann nú í vor með því að hækka refsirammann fyrir brot sem lúta að ólögmætu sam- ráði. Stjórnendur fyrirtækja og aðrir einstaklingar, sem taka þátt í slíkum brotum, eiga nú yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Þar með er það alveg skýrt af hálfu stjórnvalda og löggjafans að ólöglegt samráð er meðal alvarlegustu efnahagsbrota sem hægt er að fremja. Aðrar verulegar endurbætur, sem gerðar voru nú í vor og má nefna, er að nú geta einstaklingar, sem eru þátt- takendur í samkeppnislagabrotum, nálgast Samkeppniseftirlitið og upplýst um þeirra þátt í brotunum gegn því að þeir verði ekki kærðir til lögreglu. Þar með hafa stjórnvöld lýst því yfir að almannahagsmunirnir sem felast í því að upplýsa brot og stöðva ólögmæta starfsemi séu mikilvægari en hagsmunirnir sem felast í því að refsa hverjum og einum fyrir sig. Hið sama á við um fyrir- tækin. Þau geta stigið fram og upplýst um brot og sloppið alveg við sektargreiðslur eða fengið afslátt af sektum. Heimildir sem þessar voru reyndar fyrir hendi í samkeppnislögunum en með breytingu í vor er búið að skýra þetta ákvæði og gera réttarstöðu þeirra, sem þetta á við um, miklu skýrari. Fyrir vikið eru leikregl- urnar orðnar miklu beittari og líklegri til að skila árangri.“ Húsleitarúrræði eru frekar sjaldgæf – Hver er fjöldi húsleita sem Samkeppniseftirlitið hefur beitt sér fyrir frá því að stofnunin tók til starfa? „Frá því í júní í fyrra hafa farið fram fimm húsleitaraðgerðir sem beindust gegn um einum tug fyrirtækja. Þær hafa því verið óvenju tíðar að undanförnu miðað við fyrri tíð,“ segir Páll Gunnar en tekur fram að þau mál, þar sem húsleitir koma við sögu, séu aðeins lítill hluti af þeim málum sem stofnunin hafi til meðferðar á hverjum tíma. „Við erum að jafnaði með um 100 stjórnsýslumál í gangi í einu. Við hófum meðferð um 106 stjórnsýslumála á síðasta ári og lukum 104.“ – Nú eru húsleitir væntanlega mjög vandmeðfarið úrræði og viðkvæmt mál gagnvart þeim sem verða fyrir þeim. Einhverjir kunna að telja að samkeppnisyfirvöld hafi hugsanlega farið offari í einhverjum þessara mála. Hverju svarar þú því? „Svo er ekki. Þessi mál eru tiltölulega sjaldgæf og við reynum að haga málum þannig að meðalhófið sé í fyrirrúmi og að aðgerð- irnar skapi sem minnsta röskun hjá fyrirtækjunum,“ segir Páll Gunnar. Hann minnir á að afla verði sérstakrar heimildar dóm- stóla til þess að framkvæma húsleit. Réttarstaða fyrirtækja sé vel tryggð í þessum málum. „Ef fyrirtæki una ekki ákvörðun okkar þá geta þau skotið málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Áfrýjunarnefndin tekur nokkur mál til úrskurðar á hverju ári. Séu eigendur eða stjórnendur fyrirtækjanna ekki sáttir við úrskurð áfrýjunar- nefndar geta þeir leitað til dómstóla en þá er málið jafnframt komið úr höndum stjórnvalda.“ Samruna- og sameiningarmál geta verið ákaflega flókin – Þú nefndir samruna- og sameiningarmálin áðan. Nú er fyrirtækjum ekki bannað að vera markaðsráðandi, heldur aðeins að misnota markaðsráðandi stöðu. Er ekki erfitt að meta hvort tveggja og hvaða vinnureglur gilda í því sam- bandi? Varla er það gert með geðþóttaákvörðunum? „Þessi mál geta verið ákaflega flókin en því fer fjarri að við beitum geðþóttaákvörðunum. Ég dreg í efa að nokkuð annað stjórnvald hérlendis rökstyðji sínar niðurstöður með jafn ítarlegum hætti og Samkeppniseftirlitið gerir. Það sést t.d. á lengd ákvarðana okkar í einstökum málum. Þar er farið mjög gaumgæfilega yfir málin og samkeppnislögin veita mjög góðar leiðbeiningar um það sem má og það sem má ekki. Í 11. grein laganna er t.d. mjög skýrt tekið fram í hverju misnotkun getur falist. Styrkur okkar felst einnig í því að samkeppnislögin hér eru mjög lík því sem gerist í nágrannalöndum okkar og við beitum því mjög þeim fordæmum sem fyrir hendi eru t.d. á vettvangi Evrópusambandsins. Það á sér stað mjög kröftug uppbygging samkeppnisréttar í Evrópulöndum og við erum aðilar að því starfi. Fyrir vikið er ekki hægt að segja með nokkrum rökum að við beitum geðþóttaákvörðunum í neinum málum. Sumt af því sem við erum að fást við er auðvitað mats- kennt en viðurkenndum aðferðum í lögfræði og hagfræði er beitt til þess að leiða fram rétta niðurstöðu.“ Aðspurður segir Páll Gunnar að ýmsar viðmiðunar- eða þumalputtareglur séu til staðar. Dæmi um það er að ef fyrirtæki er með meira en 50% markaðshlutdeild þá eru meiri líkur en minni á að viðkomandi fyrirtæki sé markaðsráðandi. Samt sem áður þarf að kanna stöðu mála, t.d. hvort erfitt sé fyrir aðra aðila að komast inn á markaðinn. „Það fjölþætta mat, sem fram þarf að fara, er samt ekki svo flókið að fyrirtækjum í þessari stöðu sé nokkur vorkunn að móta sér stefnu í því hvað má og hvað má ekki. Það er engan veginn með rökum hægt að bera því við að staða mála sé svo óskýr hér á landi að ekki sé hægt að fara eftir samkeppnislögum.“ Ábendingum frá almenningi hefur fjölgað verulega Páll Gunnar segir að starfsmenn Samkeppniseftirlitsins leggi kapp á að hafa sem besta yfirsýn yfir markaðinn. „Við skiptum með okkur verkum hér innanhúss og reynum að hafa stöðugt eftirlit með öllum helstu kjarnamörk- uðum. Fyrir vikið erum við í ríkari mæli að taka mál upp að eigin frumkvæði. Við bjóðum einnig upp á þann möguleika BYR - sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is Er þitt fyrirtæki að fá það besta sem við höfum að bjóða? Persónuleg og vönduð þjónusta, sérsniðin að þörfum hvers og eins er það besta sem við höfum að bjóða. Með lipru skipulagi og stuttum boðleiðum bjóðum við þér skýrar og einfaldar þjónustuleiðir og þú velur það sem þér hentar hverju sinni. Kynntu þér málið – við leitum lausna. S A M K E P P N I S M Á L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.