Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2007, Síða 54

Frjáls verslun - 01.08.2007, Síða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 7 að fólk sendi inn upplýsingar um samkeppnislagabrot. Þetta tókum við upp á heimasíðunni okkar í fyrra og við höldum sérstaklega utan um þessar upplýsingar og þær fara allar í ákveðna frumskoðun hér innanhúss. Við síum síðan úr þær ábendingar sem við teljum ástæðu til að fylgja eftir og út úr þessari vinnu koma stundum upp mál sem við ákveðum að rannsaka að eigin frumkvæði. Þessar upplýsingar eða ábend- ingar mega vera nafnlausar. Þetta fór tiltölulega rólega af stað hjá okkur en við fengum þó um 30 ábendingar með þessum hætti í fyrra. Í ár hefur orðið mikil aukning og það líður ekki sú vika að ekki berist ábendingar frá almenningi. Sumar eru léttvægar og jafnvel á mörkunum að þær heyri undir okkur en inn á milli eru mjög gagnlegar ábendingar. Við fögnum þessu frumkvæði almennings en einnig frumkvæði fyrirtækja og starfsmanna þeirra. Þá má nefna að menn geta svo verið aðilar að máli með því að senda inn rökstudda kvörtun. Hún þarf að vera formleg og uppfylla ákveðin skilyrði og ef svo er þá geta menn orðið aðilar að málinu hafi þeir til þess lögvarða hagsmuni.“ – Það hefur komið fram að undanförnu að oft getur reynst erfitt að henda reiður á eignaþráðum í íslensku viðskiptalífi og hverjir eigi hvað, eins og nýleg dæmi sanna. Er ekki jafn erfitt fyrir Samkeppniseftirlitið að átta sig á eignatengslum fyrirtækja og því hvort þau séu hugsanlega með markaðs- ráðandi stöðu? „Það getur verið það. Hluti af starfi okkar er að fylgjast með stjórnunar- og eignatengslum í landinu eins og okkur ber lögum samkvæmt. Það er oft liður í málum eins og samruna- málum og upplýsingaöflun af þessu tagi getur oft verið ærið snúin. Stundum getur samruni hafa átt sér stað þótt hann hafi ekki verið upplýstur eða verið uppi á borðinu. Fyrirtækjum ber skylda til að upplýsa um eignatengsl en geri þau það ekki þá höfum við heimild til að beita þau sektum. Það er ekki langt síðan aðili neitaði að veita umbeðnar upplýsingar þar sem við vorum að skoða eignatengsl og var hann sektaður um eina millj- óna króna.“ Nauðsynlegt að veita stjórnvöldum aðhald – Þú nefndir það fyrr í þessu spjalli að eitt af hlutverkum Samkeppniseftirlitsins væri að veita stjórnvöldum aðhald. Hvað felst í því og hvernig hefur það gengið? „Mín skoðun er sú að stjórnvöld í dag hafa mjög mikinn skiln- ing á samkeppnismálum en það þýðir ekki að þau þurfi ekki aðhald. Við gefum t.d. öðru hverju út álit þar sem við bendum á samkeppnishamlandi ákvæði í lögum og reglum. Þótt stjórn- völd hafi sett markmið samkeppnislaganna á oddinn og gert að nokkurs konar stefnumörkun í atvinnulífinu, þá kemur fyrir að stjórnvöld sjálf kjósa að víkja frá þessari stefnumörkun með lögum eða reglum þegar þeim þykja aðrir hagsmunir mikilvægari. Þegar það gerist þá tökum við til varna,“ segir Páll Gunnar og tilgreinir dæmi af þessu tagi frá síðasta hausti. Þá hafi Samkeppniseftirlitið verið að fjalla um samkeppnisstöðu í mjólkuriðnaði. Gefið hafi verið út álit í kjölfar kvörtunar Mjólku ehf. þar sem þeim tilmælum var beint til landbúnaðar- ráðherra að hann beitti sér fyrir því að fella úr gildi ákvæði í búvörulögunum sem undanþiggja mjólkurafurðastöðvar banni við ólögmætu samráði og sömuleiðis hafi þessi sömu fyrirtæki verið undanþegin samrunaeftirliti. „Við töldum að fyrir því væru ekki nægilega sterk rök að önnur lög ættu að gilda um þessi fyrirtæki en önnur í atvinnu- lífinu. Enda hafði það sýnt sig að á þessu sviði gat samkeppni átt sér stað,“ segir Páll Gunnar. Hann segir mál sem þessi hafa verið mjög stóran þátt í starfi samkeppnisyfirvalda hér áður fyrr en eftir því sem áherslur stjórnvalda hafi breyst og þau hafi í auknum mæli fært sig út úr atvinnurekstri, þá hafi dregið úr afskiptum samkeppnisyfirvalda af málefnum stjórnvalda. S A M K E P P N I S M Á L Hlutverk Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið tók til starfa 1. júlí 2005 en þá tóku gildi ný samkeppnislög. Nýju lögunum er ætlað að stuðla að markvissari framkvæmd samkeppnislaga og eflingu samkeppniseftirlits. Í því skyni var stjórnsýslu við framkvæmd samkeppnislaga breytt. Ein stofnun, Samkeppniseftirlitið, sinnir nú rannsóknum og tekur ákvarðanir á sviði samkeppnismála sem áður voru í höndum Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisráðs en þessar stofnanir voru lagðar niður með nýju samkeppnislögunum. Á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins er hlutverki stofnunarinnar lýst og þar segir m.a.: „Samkeppniseftirlitið annast framkvæmd samkeppnislaga, en mark- mið þeirra er að efla virka samkeppni í viðskiptum. Samkeppnis- eftirlitinu ber að ná markmiðum samkeppnislaga með því að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnu- rekstri, vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum. Í hlutverki Samkeppniseftirlitsins felst nánar tiltekið eftirfarandi: • Að framfylgja boðum og bönnum samkeppnislaga og eftir atvikum 53. og 54. gr. EES-samningsins (Evrópskt efnahagssvæði) og leyfa undanþágur skv. samkeppnislögum, • að ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækja, • að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki sam- keppni og benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum, • að fylgjast með þróun á samkeppnis- og viðskiptaháttum á ein- stökum mörkuðum í íslensku viðskiptalífi og kanna stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja. Eftirlit Samkeppniseftirlitsins tekur til hvers konar atvinnustarfsemi án tillits til þess hvort hún er rekin af einstaklingum, félögum, opin- berum aðilum eða öðrum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.