Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2007, Qupperneq 80

Frjáls verslun - 01.08.2007, Qupperneq 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 7 S T J Ó R N U N Þriðja skrefið er námskeiðið Samkeppnishæfni („Microeconomics of Competitiveness“) sem haustið 2007 er í boði fyrir nemendur í meistaranámi í Háskóla Íslands. Alls eru 30 nemendur að takast á við fræði Michaels E. Porters og dæmisögur („cases“) frá Harvard um samkeppnishæfni og stefnumiðaða þróun í atvinnulífi víða um heim. Á námskeiðinu er einnig verið að greina og vinna með klasa í atvinnu- lífinu og fjalla um starfshætti og skyldur stjórnvalda þegar kemur að því að efla samkeppnishæfni. Eitt nýjasta ritverk Michaels E. Porters er grein í Harvard Business Review, desember 2006, sem hann skrifaði með Mark R. Kramer um stefnu og samfélagið: „Strategy and Society: The Link Between Competitive Advantage and Corporate Social Responsibility“. Þessi grein hlaut McKinsey-verðlaunin sem veitt eru fyrir bestu greinina í tímaritinu á ári hverju. Verðlaunin hafa verið veitt síðan árið 1959 og það kemur kannski ekki á óvart að Porter hefur margoft verið verðlaunahafi. Í greininni segja Porter og Kramer frá því að fyrirtæki þurfi í auknum mæli að svara fyrir starfsemi sína og gerðir frammi fyrir almenningi, fjölmiðlum og stjórnvöldum. Nú sé horft til þess sem nefnt er samfélagsleg ábyrgð í starfsemi fyrirtækja. Porter og Kramer taka undir mikilvægi þess að takast á við þetta viðfangsefni en þeir fara gagnrýnum orðum um þau rök sem eru lögð til grundvallar og um þær leiðir sem stjórnendum er bent á. Porter og Kramer benda á að í þessum áhuga almennings á framlagi fyrirtækja til samfélagsins séu fólgin mörg tækifæri og með því að horfa á málin út frá traustum greiningarlíkönum, sem nýst hafa mörgum fyrirtækjum gegnum árin, sé bæði hægt að koma auga á þessi tækifæri og auðvelda stjórn- endum að nýta þau til að byggja upp forskot í samkeppni samhliða samfélagslega mjög ábyrgum rekstri. Í greininni er sýnt hvernig nota má „virðiskeðju“ Porters til að draga fram bæði jákvæð og neikvæð samfélagsleg áhrif af starfsemi fyrirtækja, enda dregur líkanið fram samspil allra þátta og athafna í fyrirtækinu. Með „demantslíkani“ Porters má síðan sjá þessi áhrif í samhengi og meta mikilvægi þeirra og afleiðingar. Greiningin öll tekur þannig mið af verðmætasköpun fyrirtækisins, samkeppnis- hæfninni og framlaginu til velferðar í því samfélagi sem við á hverju sinni. Kjarni málsins er að á milli fyrirtækjanna og samfélagsins er gagnvirkt samband. Til að fyrirtæki verði árangursrík þarf heilbrigt samfélag. Til að gera samfélag heilbrigt verða öflug og árangursrík fyrirtæki að vera til staðar. Fyrirtækin og samfélagið þurfa að skipta með sér virðisaukanum, segja Porter og Kramer. Nánari upplýsingar um Michael E. Porter og verk hans má m.a. finna á heimasíðu stofnunar hans, www.isc.hbs.edu. Peter Senge Síðasti kenningakóngurinn sem fjallað verður um að sinni er Peter Senge (f. 1947). Heimavöllur hans er í Boston þar sem hann starfar sem „Senior Lecturer“ við Sloan School of Management sem er hluti af Massachusetts Institute of Technology (MIT). Peter Senge er með BS-próf í verkfræði frá Stanford háskóla, MS-próf í félagslegum kerfum og PhD-próf í stjórnun frá MIT. Hann sló í gegn árið 1990 með bókinni „The Fifth Discipline: The Art and Practice of the Learning Organization“ sem hefur selst í yfir milljón eintökum. Til marks um stöðu Peters Senges þá var því haldið fram í tímaritinu Journal of Business Strategy (september/októ- ber 1999) að Senge væri einn af 24 ein- staklingum sem hafa haft mest að segja um þróun stefnumiðaðrar stjórnunar sl. 100 ár. Árið 2000 var Senge nefndur af The Financial Times sem einn af helstu kenningakóngunum í veröldinni og Business Week setti Senge í hóp 10 áhrifamestu kenningakónganna í heiminum árið 2001. Peter Senge hefur verið í forystuhlutverki í MIT í hagnýt- ingu kerfisfræða í stjórnun og í rannsóknum á lærdóms- fyrirtækjum. Hann var for- stöðumaður „MITs Center for Organizational Learning“ á 7 ára tímabili þess (1991-1997) og stofnaði síðan hið samfé- lagsmiðaða „The Society for Organizational Learning“ til að tryggja framhald á þeirri þróun sem MIT rannsóknarsetrið hleypti af stað. Peter Senge er öflugur kennari og hann er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Kjarninn í verkum Peters Senges er að fyrirtæki nútímans þurfi að virkja allt starfsfólkið til að geta haldið velli. Til að takast á við óstöð- ugt umhverfi og sífellt miklar breytingar í starfseminni sé fyrirtækjum nauðsynlegt að njóta ávinnings af lærdómi. Það að tryggja lærdóm og skapa skilyrði fyrir lærdóm er á hinn bóginn mikil áskorun. Það er margt í hefðbundnum útfærslum á skipulagi fyrirtækja sem og í þekktum starfs- og stjórnunarháttum sem kemur í veg fyrir lærdóm, m.a. goðsögnin um hina sterku, samstilltu og nánast óskeikulu yfir- stjórn fyrirtækja. Til að takast á við lærdómsvandann setti Senge fram hugmyndina um „fögin fimm“ sem allir í fyrirtækjum þurfa að kunna skil á og vinna samkvæmt. Fögin fimm eru 1) „personal mastery“, þ.e. ein- staklingar þurfa að þekkja sjálfan sig til hlítar, búa yfir sjálfsaga og þjálfa getu sína til lærdóms; 2) „mental models“, þ.e. takast á við hin oft svo ólíku undirliggjandi viðmið sem starfsmenn ósjálfrátt koma með inn í starfsemi fyrirtækisins og hafa áhrif á gang mála; 3) „build- ing of a shared vision“, þ.e. mikilvægi þess að allir í fyrirtækinu hafi það sem nefna má sameiginlegan tilvistargrundvöll og ákveðna fram- tíðarsýn að keppa að; 4) „team learning“, þ.e. skipulag sem ýtir undir liðsvinnu sem einkennist af samhentri, virkri og opinni umræðu í fyrirtækinu; 5) „systems thinking“, þ.e. fimmta fagið sem setur allt lærdómsferlið í samhengi sem svo er fjölvítt bæði í tíma og rúmi. Sagt er að framlag Peters Senges geri stjórnendum fyrirtækja m.a. kleift að sjá bæði skóginn og trén í starfsemi fyrirtækja. Einnig sam- spilið á milli trjánna og skógarbotnsins. Nánari upplýsingar um feril og verk Peters Senge er að finna á www.solonline.org. Peter Senge. Sagt er að framlag Peters Senges geri stjórnendum fyrirtækja m.a. kleift að sjá bæði skóginn og trén í starfsemi fyrirtækja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204
Qupperneq 205
Qupperneq 206
Qupperneq 207
Qupperneq 208
Qupperneq 209
Qupperneq 210
Qupperneq 211
Qupperneq 212
Qupperneq 213
Qupperneq 214
Qupperneq 215
Qupperneq 216
Qupperneq 217
Qupperneq 218
Qupperneq 219
Qupperneq 220
Qupperneq 221
Qupperneq 222
Qupperneq 223
Qupperneq 224
Qupperneq 225
Qupperneq 226
Qupperneq 227
Qupperneq 228
Qupperneq 229
Qupperneq 230
Qupperneq 231
Qupperneq 232
Qupperneq 233
Qupperneq 234
Qupperneq 235
Qupperneq 236
Qupperneq 237
Qupperneq 238
Qupperneq 239
Qupperneq 240
Qupperneq 241
Qupperneq 242
Qupperneq 243
Qupperneq 244
Qupperneq 245
Qupperneq 246
Qupperneq 247
Qupperneq 248
Qupperneq 249
Qupperneq 250
Qupperneq 251
Qupperneq 252
Qupperneq 253
Qupperneq 254
Qupperneq 255
Qupperneq 256
Qupperneq 257
Qupperneq 258
Qupperneq 259
Qupperneq 260
Qupperneq 261
Qupperneq 262
Qupperneq 263
Qupperneq 264
Qupperneq 265
Qupperneq 266
Qupperneq 267
Qupperneq 268
Qupperneq 269
Qupperneq 270
Qupperneq 271
Qupperneq 272
Qupperneq 273
Qupperneq 274
Qupperneq 275
Qupperneq 276
Qupperneq 277
Qupperneq 278
Qupperneq 279
Qupperneq 280

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.