Frjáls verslun - 01.03.2005, Síða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5
Í Y F I R V I N N U V E G N A N E T S I N S
Vilborg Lofts, starfsmannastjóri Íslandsbanka:
Heimavinna minnkar streitu
„Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma, þannig að ef hentar
og ef þörf krefur geta starfsmenn sinnt verkefnum heiman frá sér
og utan venjulegs vinnutíma. Ýmsir starfsmenn eru þó bundnir á
staðnum, svo sem þeir sem eru í framlínu eða tengslum við Kaup-
höllina,“ segir Vilborg Lofts, starfsmannastjóri Íslandsbanka.
Allstórum hópi starfsmanna Íslandsbankans, sem er mikið
á ferðinni og þarf ævinlega að vera tiltækur, er látinn sími í té.
Allir starfsmenn geta opnað tölvupóst sinn að heiman og vissir
hópar eru með meiri aðgang en aðrir utan vinnustaðar að tölvu-
kerfi bankans, til að sinna ákveðnum verkefnum. Þó er enginn
starfsmaður með aðgang að heiman inn á viðskiptakerfi bankans.
„Margir starfsmenn tala um að það minnki streitu að vinna heima
á kvöldin og um helgar, kíkja yfir póstinn og afgreiða mál. Við
verðum líka vör við það að margir starfsmenn athuga póstinn þó
þeir séu í fríi,“ segir Vilborg.
Sérfræðingar og stjórnendur Íslandsbanka eru almennt á
föstum launum sem í æ ríkara mæli taka mið af frammistöðu og
árangri en ekki fjölda unninna stunda á vinnustað. „Við höldum
ekki miðlægt utan um vinnustundafjölda starfsmanna á föstum
launum. Þó má gera ráð fyrir að framlag þeirra sé að meðaltali
meiri en 40 stundir á viku. Áður var meira um að greitt væri fyrir
beina yfirvinnu og oft var mikil yfirvinna hjá ákveðnum hópum.
Starfsmenn í dag gera kröfu um jafnvægi milli vinnu og einka-
lífs. Hjá ákveðnum hópum koma alltaf tímabil þar sem þarf að
vinna mikið og starfsmenn leggja sig alla fram um að ná árangri.
Íslandsbanki er í samkeppnisumhverfi, þar sem mikil áhersla er
lögð á frammistöðu og árangur. Hins vegar þarf ekki endilega að
vera jafnaðarmerki milli langs vinnutíma og árangurs. Forgangs-
röðun í starfi og réttar áherslur skipta ekki síður máli. Við viljum
að okkar fólk gæti jafnvægis milli vinnu og einkalífs og á slíku
bera starfsmaður og bankinn sameiginlega ábyrgð,“ segir Vilborg
Lofts.
Vilborg Lofts, starfsmannastjóri Íslandsbanka. „Starfsmenn í dag gera
kröfu um jafnvægi milli vinnu og einkalífs.“
„Margir starfsmenn tala
um að það minnki streitu
að vinna heima á kvöldin
og um helgar, kíkja yfir
póstinn og afgreiða mál.“
Suðvesturströnd Grænlands, Eystribyggð, er heillandi heimur fyrir
þá sem vilja njóta stórkostlegrar náttúrufegurðar á sólríkum
sumardögum. Þarna eru góðar laxveiðiár og kjörlendi til
gönguferða.
Leitið nánari upplýsinga um það sem er í boði á Suður-Grænlandi,
ferðamöguleika, skipulagðar ferðir, gistingu og aðra ferðaþjónustu
á www.flugfelag.is
Suður
Grænland
- paradís útivistarmannsins
flugfelag.is | 570 3075
Narsarsuaq við Eiríksfjörð
í beinu flugi tvisvar í viku í sumar (17. júní til 2. sept.),
á þriðjudögum og föstudögum.
Sumartilboð á netinu:
Frá aðeins 13.500 kr.*
flugfarið á manninn aðra leiðina þegar bókað er á netinu
– takmarkaður sætafjöldi
Þessi auglýsing er styrkt af SAMIK - samstarfi Íslands og
Grænlands um ferðamál.
*Innifalið: Flugfar og flugvallarskattar.
Tikilluaritsi - Velkomin!
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
FL
U
2
81
18
04
/2
00
5
“Tikilluaritsi”